Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
að heiman reyndum við öll að baka
þessa köku og auðvitað var ekkert
mál að fá uppskriftina hjá þér.
Hmm … smávegis hveiti, svolítið
af sykri, dálítið kakó o.s.frv., eng-
ar mælingar – jú jú, við höfum öll
bakað hana en nei hún varð og
verður aldrei eins og hjá þér.
Þó að við séum ekki beint af
skutlkynslóðinni þá var nú samt
alltaf verið að skutla manni eitt-
hvað – í veg fyrir skíðarútuna var
nokkuð algengt og eitt skipti var
verið að fara niður á BSÍ og við
vorum þá á skærgrænum VW
Passat sem pabbi hafði keypt en
hann var svona ameríkutýpa og
eingöngu með mílumæli og ég
minnist þess mamma að ég sagði
við þig hvort þú værir ekki að fara
svolítið hratt – nei nei, sagðir þú,
við erum rétt komin í 60 … Já ein-
mitt 60 mílur.
Þolinmæði þín kom líka sterkt í
ljós þegar barnabörnin fóru að
koma og ég tala nú ekki um þegar
þú hættir að vinna, þá komstu
endalaust að hjálpa þegar voru
veikindi hjá þeim svo við gætum
mætt í vinnu og slíkt.
Nú ferðu að hitta pabba og ég
veit að það verður gaman.
Takk fyrir allt mamma.
Þinn sonur,
Hannes.
Þá hefur hún mamma verið
kölluð í önnur verkefni. Hún var
89 ára þegar hún kvaddi og af
þeim árum var ég svo heppinn að
hafa hana í mínu lífi í nær 50 ár.
Þegar ég hugsa um hana mömmu
þá er margt sem kemur upp í hug-
ann, margt sem ég hafði ekki leitt
hugann að fyrr en nú. Eins og ég
talaði um í minningargrein um
hann pabba, þá var alltaf best að
leita til hennar þegar maður þurfti
að setja hugmyndir mínar, daprar
einkunnir og annað sem mér
fannst stórsniðugt í grenndar-
kynningu hjá henni og hún hafði
einstakt lag á að fá hann pabba á
sitt band og þar með á mitt band.
Það má segja að hún hafi auðveld-
að manni lífið. Það var þó eitt sem
erfitt var að ræða við hana. Það
var mótorhjólaáhugi minn sem
var henni ekki að skapi. Nú, þá fór
ég til pabba og hann græjaði
mömmu í mitt lið og ég keypti
mótorhjól. Held samt að hún hafi
aldrei verið glöð með þetta, en lifði
með þessu fyrir mig. Það segir
meira en mörg orð um hana
mömmu. Það sem stendur einna
helst upp úr þessum tæpu 50 ár-
um er þakklæti fyrir að hafa átt
þig sem mömmu, alltaf hægt að
tala við þig, alltaf til staðar, þol-
inmóð og hjartahlý.
Mamma og pabbi voru smíðuð
hvort fyrir annað. Þau voru eins
og gott landslið. Það hafa því verið
forréttindi að hafa þau sem þjálf-
ara.
Takk elsku mamma fyrir allt.
Ég vona að þú hittir hann pabba,
því þið voruð æði.
Kveðja,
Grétar.
Elsku tengdamamma,
þá er komið að kveðjustund hjá
okkur. Við höfum verið tengdar
fjölskylduböndum síðan 1985.
Margt er búið að gerast skemmti-
legt á þessum tíma. Ég fann það
mjög fljótt að þú varst hjartahlý
og ótrúlega þolinmóð.
Ég minnist þess þegar Birgir
Örn var lítill þá sótti hann í það að
koma í Hörgslundinn og oftar en
ekki varstu úti í garði þegar við
komum, að halda honum við enda
mikið verk að halda svona stórum
og fallegum garði við, en alltaf
gafstu þér tíma fyrir hann og gast
setið í tröppunum úti í bílskúr og
leyft honum að dunda sér í dótinu
þar tímunum saman. Oft þegar við
vorum að fara á skíði með Söndru
Björg litla þá komstu með og
passaðir hana í fjallinu. Páska-
messan var líka oft tekin í fjallinu
með séra Pálma Matt. Það má
heldur ekki gleyma því þegar
Andri Már var lítill þá átti hann
það til að rjúka upp í hita og þá
varstu alltaf boðin og búin að
stökkva til og vera hjá honum til
að bjarga málunum – alveg ómet-
anlegt. Endalaus þolinmæði og
hjartahlýja. Ekki má gleyma
hversu fær þú varst í höndunum
þegar kom að prjónaskap. Heilu
dressin litu dagsins ljós fyrir
barnabörnin. Ég man þegar við
fórum saman í frábæra norður-
ferð árið 2016 þar sem þér leið vel
á þínum æskuslóðum. Akureyri
tók vel á móti þér með sól og blíðu
allan tímann.
Takk fyrir allt, elsku tengda-
mamma.
Nú hefur sú ósk þín ræst að
hitta Grétar þinn aftur.
Hvíl friði.
Þín
Bryndís.
Edda Ásta
Sigurðardóttir Strange
Tilkynningar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu
á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Svæði úr landi Grafar - Varmadals. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði breytingar á
landnotkun og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að
50.000 m³ af sandi. Núverandi landnotkun er landbúnaðarsvæði en verður breytt í efnistökusvæði E123 í
greinargerð aðalskipulagsins.
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3,
Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. september nk.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Fosshólar 3 og 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir tvær lóðir úr landi Fosshóla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað megi byggja íbúðarhús,
gestahús og reiðhöll / skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Sumarliðabæjarveg (281).
Eirð við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
Eirð úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs.
Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Aðkoma að svæðinu er frá Hagavegi
(286).
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3,
Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. september 2021
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl.
13.30. Pútt með púttklúbbnum kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411 2600.
Boðaþing Bíósýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.15, sýndur verður
þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista-
smiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa. Vegna aðstæðna í samfélaginu
fellur félagsvistin niður í dag, sem og næstu tvo miðvikudaga.
Gjábakki Botsía verður alla miðvikudaga í sumar í Gjábakka kl. 10.
Bíósýning miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr
Stiklum Ómars Ragnarssonar.
Gullsmári Bíósýning þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.15, sýndur verður
þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Dans- og
stólaleikfimi með Auði Hörpu kl. 10. Framhaldssaga kl. 10.30. Opin
vinnustofa kl. 13-16.
Korpúlfar Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum. Félagsvist kl. 13 í
Borgum. Skákhópur Korpúlfa verður í Borgum frá kl. 12-16.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á tæknilæsi kl.
8 sem stendur yfir til kl. 16. Kl. 9 er svo postulínsmálun í handverks-
stofunni okkar. Við ætlum svo að spila pílu kl. 10.30 og kl. 13 verður
spennandi sýndarveruleikaflug yfir eldstöðvarnar í Geldingadal.
Hlökkum til að sjá ykkur á Vitatorgi!
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, handavinna og samvera
í salnum, Skólabraut kl. 13. Minnum á persónubundnar sóttvarnir,
spritt er við alla innganga og á víð og dreif um Skólabraut. Við hvetj-
um fólk til að nýta sér það, þvo sér um hendur reglulega með sápu og
virða 1m regluna.
Rað- og smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nú þegar engir sendibílar eru
fáanlegir í heiminum eigum við
þennan til á lager !
Ford Transit Custom Trail L2H1
Með hliðarhurðum báðu megin. LED
ljós. Álfelgur. Leðursæti. Stigbretti.
o.fl., o.fl.
Verð 5.250.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Nú "&&$#
þú það sem
þú !ei%a# að '
FINNA.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHEIÐAR ZÓPHÓNÍASDÓTTUR,
Austurvegi 39, Selfossi.
Ingibjörg Stefánsdóttir Guðjón Haukur Stefánsson
Margrét Stefánsdóttir Gylfi Guðmundsson
Jóhann Ingvi Stefánsson Elín Kristbjörg Guðbrandsd.
Soffía Stefánsdóttir Reynir Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐBRANDS KRISTMUNDSSONAR,
fyrrverandi bónda á Bjargi í
Hrunamannahreppi,
Austurvegi 41b, Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Sigrún Guðmundsdóttir
Kristmundur Guðbrandsson
Guðmundur Guðbrandsson Helga Björk Birgisdóttir
Elín Kristbjörg Guðbrandsd. Jóhann Ingvi Stefánsson
barnabörn og langafabörn