Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 FÓTBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Þróttur úr Reykjavík átti ekki í nein- um vandræðum með Keflavík þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í Laugardalnum í gærkvöldi. Þróttur hafði að lokum 3:0 sigur þar sem góð byrjun heimakvenna í báðum hálfleikjum lagði grunninn, en fyrsta markið kom eftir rúma mínútu í fyrri hálfleik og annað markið eftir tæpar tvær mínútur í síðari hálfleik. Eftir að hafa mátt þola vont 1:6 tap gegn toppliði Vals í síðustu umferð deildarinnar spiluðu Þróttarar af- skaplega agaðan leik í gærkvöldi. Gilti þá einu hvar fæti var drepið nið- ur, því varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og sóknarleikurinn afar vel útfærður. Það eina sem mætti setja út á varðandi sóknarleikinn er að Þróttur hafi ekki nýtt sér fjölda álitlegra staða betur, þótt erfiðlega sé hægt að kvarta yfir því að uppskeran hafi verið þrjú góð mörk. Keflvíkingar virtust á hinn bóginn ráðþrota í flestum sínum aðgerðum, þá sérstaklega hvað sóknarleikinn varðar, því gestunum tókst lítið sem ekkert að skapa sér í leiknum. Ein- beitingarleysi í byrjun beggja hálf- leikja reyndist liðinu svo dýrkeypt og má lið sem er í harðri botnbaráttu svo sannarlega ekki við því. Skammt stórra högga á milli Þróttur fór með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, þar sem liðið er með jafnmörg stig og Selfoss, 18, en betri markatölu þegar bæði lið hafa spilað 12 leiki. Þar sem skammt er stórra högga á milli í miðjupakka deildarinnar var sigurinn ekki síður mikilvægur fyrir Þrótt upp á að sog- ast ekki óvænt niður í botnbaráttu hennar. Með sigri í leik gærkvöldsins hefði Keflavík nefnilega komist þremur stigum á eftir Þrótti. Það var þó ekki í kortunum í leiknum og Keflavík er áfram í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir 12 leiki, níu stigum á eftir Þrótti og tveimur stigum frá öruggu sæti. Auðvelt hjá Þrótti gegn Keflavík - Þróttur upp í þriðja sætið í deildinni - Keflavík situr sem fastast í fallsæti Morgunblaðið/Unnur Karen Leikin Katherine Cousins með boltann í leiknum í gærkvöldi. Marín Rún Guðmundsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fylgjast með. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur R. – Keflavík ............................... 3:0 Staðan: Valur 12 9 2 1 33:14 29 Breiðablik 12 9 0 3 44:18 27 Þróttur R. 12 5 3 4 26:23 18 Selfoss 12 5 3 4 17:15 18 Stjarnan 11 5 1 5 13:16 16 ÍBV 12 5 1 6 20:27 16 Þór/KA 12 3 4 5 12:18 13 Tindastóll 12 3 2 7 9:18 11 Keflavík 12 2 3 7 10:21 9 Fylkir 11 2 3 6 10:24 9 Lengjudeild kvenna ÍA – KR ..................................................... 1:1 Staða efstu liða: KR 12 9 2 1 33:15 29 FH 12 8 2 2 32:11 26 Afturelding 12 7 4 1 29:11 25 Víkingur R. 12 4 4 4 20:22 16 Haukar 12 4 3 5 17:19 15 Grótta 12 4 1 7 17:26 13 Lengjudeild karla Þór – Fram................................................ 0:2 Staða efstu liða: Fram 13 11 2 0 36:10 35 ÍBV 13 8 2 3 25:13 26 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Fjölnir 13 6 2 5 17:15 20 Grindavík 13 5 5 3 25:26 20 Þór 14 5 4 5 29:24 19 Danmörk B-deild: Esbjerg – Vendsyssel .............................. 1:1 - Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópnum. Svíþjóð B-deild: Helsingborg – Falkenburg..................... 4:0 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Öster – Jönköping ................................... 1:0 - Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster. Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: Flora Tallinn – Legia Varsjá................... 0:1 _ Legia Varsjá áfram, 3:1 samanlagt. HJK Helsinki – Malmö ........................... 2:2 _ Malmö áfram, 4:3 samanlagt. Omonia Nicosia – Dinamo Zagreb.......... 0:1 _ Dinamo Zagreb áfram, 3:0 samanlagt. Zalgiris – Ferencvaros............................. 1:3 _ Ferencvaros áfram, 5:1 samanlagt. Sambandsdeild karla 2. umferð, seinni leikir: Inter d’Escaldes – Teuta Durres............ 0:3 _ Teuta Durres áfram, 3:2 samanlagt. Buducnost Podgorica – HB Þórshöfn .... 0:2 _ HB áfram, 6:0 samanlagt. Hibernians Paola – Folgore .....................4:2 _ Hibernians áfram, 7:3 samanlagt. Ólympíuleikarnir Riðlakeppni kvenna: Kanada – Bretland ................................... 1:1 Síle – Japan............................................... 0:1 Brasilía – Zambía ..................................... 1:0 Holland – Kína.......................................... 8:2 Nýja Sjáland – Svíþjóð ............................ 0:2 Bandaríkin – Ástralía............................... 0:0 >;(//24)3;( Ólympíuleikarnir Riðlakeppni kvenna: Angóla – Noregur................................. 21:30 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Japan – Svartfjallaland........................ 29:26 S-Kórea – Holland................................ 36:43 Brasilía – Ungverjaland....................... 33:27 Svíþjóð – Rússland .............................. 36:24 Frakkland – Spánn............................... 25:28 E(;R&:=/D Ólympíuleikarnir Riðlakeppni kvenna: Japan – Frakkland ............................... 74:70 Nígería – Bandaríkin ........................... 72:81 Ástralía – Belgía ................................... 70:85 Púertó Ríkó – Kína............................... 55:97 >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: SaltPay-völlur: Þór/KA – Breiðablik ..18:30 Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss ....19:15 1. deild karla, Lengjudeildin: Jáverkvöllur: Selfoss – Þróttur R. ......19:15 Extra-völlur: Fjölnir – Grindavík........19:15 Olísvöllur: Vestri – Grótta .........................20 2. deild karla: Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – KF........18 Húsavík: Völsungur – Haukar ..................18 Akraneshöll: Kári – Reynir S...............19:15 KR-völlur: KV – Njarðvík ....................19:15 Grenivík: Magni – Fjarðabyggð ..........19:15 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – ÍR.........19:15 Í KVÖLD! ÞRÓTTUR R. – KEFLAVÍK 3:0 1:0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 2. 2:0 Shea Moyer 47. 3:0 Guðrún Gyða Haralz 89. MM Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) M Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti) Dani Rhodes (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsd. (Þrótti) Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti) Shea Moyer (Þrótti) Cassie Rohan (Keflavík) Tiffany Sornpao (Keflavík) Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 9. Áhorfendur: Um 100. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/ fotbolti. Stöllur Þóris Hergeirssonar þjálf- ara í norska kvennalandsliðinu í handknattleik hafa farið vel af stað á Ólympíuleikunum í Tókýó en þær unnu í gær sannfærandi 30:21-sigur á Angóla í annarri umferð A-riðils. Þær norsku unnu einnig stórt í fyrstu umferðinni, 39:27 gegn Suð- ur-Kóreu, og eru því með fullt hús stiga. Angóla hefur oft mætt með sterkt lið til leiks á stórmót og var leikurinn í gær nokkuð jafn á upp- hafsmínútunum. Norska liðið náði hins vegar að byggja upp ágæta forystu fyrir hlé, var 15:10 yfir í hálfleik, og eftir það með leikinn í hendi sér. Sanna Solberg var markahæst með sjö mörk en Veron- ica Kristiansen var næst með sex. Noregur mætir næst Svartfjalla- landi á morgun en á einnig eftir að keppa við Holland og gestgjafa Jap- ans. Fjögur efstu liðin fara svo áfram í fjórðungsúrslit en Noregur, undir stjórn Þóris, vann brons- verðlaun á leikunum í Ríó árið 2016 og gull í London 2012. Noregur byrjar á stórsigrum á Ólympíuleikunum í Tókýó AFP Tókýó Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, á hliðarlínunni í leiknum í gær. ÓL Í TÓKÝÓ Kristján Jónsson kris@mbl.is Anton Sveinn McKee varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann hafnaði í 24. sæti í 200 metra bringu- sundi á Ólympíuleikunum í Tókýó í gærmorgun. Anton varð annar í sín- um riðli í undanrásunum en mun betri tímar náðust í nokkrum öðrum riðlum. Sextán komust áfram í und- anúrslitin eins og jafnan. Anton hefur þá lokið keppni á leikunum. Hann var einnig með keppnisrétt í 100 metra bringusundi en ákvað að leggja alla áherslu á 200 metra sundið. Anton synti á 2:11,64 mínútum en hafði gælt við þann möguleika að synda á 2:08 eða jafn- vel 2:07 ef allt gengi upp. „Það er ömurlegt að æfa endalaust í gegnum Covid og koma hingað og standa sig ekki. En maður verður bara að bíta í það súra,“ sagði Anton meðal annars í samtali við RÚV í gær. Vonbrigði Antons eru skiljanleg. Hann synti á 2:11,39 mínútum á leik- unum í Ríó fyrir fimm árum eða ör- lítið betri tíma. Í millitíðinni hefur hann öðlast frekari reynslu á stór- mótum en einnig í fyrstu atvinnu- mannadeildinni í sundi. Þegar Anton náði örugglega lágmarki fyrir leik- ana í Tókýó árið 2019, og fylgdi því eftir með metaregni í atvinnu- mannadeildinni í Ungverjalandi í fyrra, virtist hann jafnvel líklegur til að komast í úrslit í Tókýó. Sam- keppnin er hins vegar hörð í íþrótt sem stunduð er úti um allan heim. Anton hefði til að mynda þurft að bæta eigið Íslandsmet til að komast í undanúrslit í gær. _ Ekki tókst að ná tali af Antoni í gær til að fá viðbrögð hans við sund- inu en að keppni lokinni var komið fram á kvöld að staðartíma. Vonir standa til þess að hægt verði að birta viðtal við hann í blaðinu á morgun og/eða á mbl.is í dag. Anton Sveinn í 24. sæti - Lakari tími en í Ríó - Hefði þurft að bæta Íslandsmetið til að komast áfram Ljósmynd/Simone Castrovillari Alvarlegur Anton Sveinn í ólympíulauginni í Tókýó í gær þegar tíminn í 200 metra bringusundinu lá fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.