Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
FRJÁLSAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur
Guðnason mun taka þátt á Ólympíu-
leikum í annað sinn á ferli sínum þeg-
ar hann keppir í kringlukasti á leik-
unum í Tókýó í Japan aðfaranótt
föstudags. Hann kveðst spenntur
fyrir að keppa á stærsta sviðinu.
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég held
að þetta verði bara hörkuskemmti-
legt,“ sagði Guðni Valur við Morg-
unblaðið.
„Tímabilið er búið að vera mjög
gott og var á góðri leið. Ég var allur
að losna upp og kasta langt, þar til ég
kom aftur til Íslands!“ sagði hann og
hló við. „Þá var svo kalt að ég stífnaði
allur upp og það ruglaði svolítið í
tækninni. Ég er ennþá svolítið að
jafna mig á því. Ég er að komast á
gott ról núna, þetta er held ég allt á
réttri leið,“ bætti Guðni Valur við.
Hann náði ekki ólympíulágmarki á
þessu ári en stóð best að vígi meðal
íslenskra frjálsíþróttamanna þegar
kom að kvótasæti fyrir leikana og
komst þar með inn. Guðni hafði hins
vegar kastað langt yfir lágmarkinu
síðasta haust en þá var tímabilið til
að ná lágmörkum ekki í gangi.
Spurður hvernig undirbúningi hans
hafi verið háttað frá því að það varð
ljóst að hann færi á Ólympíuleikana
sagði Guðni Valur:
„Við fórum að lyfta aftur þungt til
þess að setja smá spennu á líkamann
og erum að vinna aðeins upp úr því.
Ég kláraði síðustu þungu lyftinga-
æfinguna þriðjudaginn 13. júlí og hef
núna undanfarið verið að lyfta léttar
svo það losni aðeins um mann og
maður geti farið að negla almenni-
legar vegalengdir.“
Hefði verið skemmtilegt
Beðinn að meta möguleika sína á
leikunum sagði hann: „Ef þetta er
góður dagur þá held ég að ég fari
alltaf í úrslit og síðan skulum við
bara sjá hvað gerist ef dagurinn er
ennþá betri. Ég á heima í úrslit-
unum og það er klárlega markmiðið
að komast þangað og reyna eins
mikið og maður getur að stríða
gaurunum í efstu sætunum og reyna
að koma sjálfum sér í þau.“
Guðna Val þætti því ekki leiðin-
legt ef hann kæmist nálægt sínu
besta kasti, Íslandsmeti upp á 69,35
metra, á leikunum. „Ég myndi nú
ekkert hata það!“ sagði hann og hló.
„Það væri hrikalega gott og myndi
skila mér í mjög gott sæti.“
Kærasta Guðna Vals, Guðbjörg
Jóna Bjarnadóttir spretthlaupari,
freistaði þess einnig að komast á
leikana í ár en auðnaðist það ekki.
Svo vill til að hún var næsti kepp-
andi inn á leikana í kvótasæti.
Hefði Guðni Valur náð lágmarki
hefði sætið því farið til Guðbjargar
Jónu. Hann sagði hana þó ekkert
hafa skammað sig fyrir að hafa ekki
náð lágmarki í sinni grein. „Neinei,
þótt það væri nú mun skemmtilegra
ef við hefðum bæði getað farið. Hún
var næst inn og er bara búin að vera
óheppin með meiðsli og annað slíkt.“
Vann í skítakulda
Þegar hinn 26 ára gamli Guðni
Valur er ekki að æfa og keppa
stundar hann nám við Háskólann í
Reykjavík. Áður hafði hann hins
vegar lokið öðru námi.
„Ég er rafvirki, kláraði það nám
2017 en síðan fór það bara voðalega
illa með líkamann. Að vera úti allan
daginn í einhverjum skítakulda og
ógeði og fara svo og ætla að kasta og
einbeita sér eitthvað. Maður var
bara lamaður og dasaður eftir að
hafa verið úti. Ég er í íþróttafræði í
HR núna og er að fara að byrja mitt
þriðja ár í haust, lokaárið fyrir BS-
gráðu,“ sagði Guðni Valur.
Spurður hvort hann sæi fram á að
fara í frekara nám að fenginni BS-
gráðu sagði hann að lokum: „Manni
finnst nú líklegt að maður klári
meistaragráðu í íþróttafræði eða
einhverju öðru, það kemur bara í
ljós hvað maður gerir. Maður er
alltaf að breyta um skoðun á öllu.“
Ég á heima í úrslitunum
- Guðni Valur tekur þátt á Ólympíuleikum í annað sinn - Keppir í kringlukasti
aðfaranótt föstudags - Bakslag vegna kuldans - Vill stríða þeim bestu
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Tókýó Guðni Valur Guðnason keppir á leikunum aðfaranótt föstudags.
Bermúda varð í gær fámennasta
þjóð sögunnar til þess að vinna gull-
verðlaun á Ólympíuleikum þegar
Flora Duffy reyndist hlutskörpust í
þríþraut á leikunum í Tókýó. Ey-
ríkið Bermúda telur aðeins 63.000
íbúa og Duffy, sem kom í mark á
tímanum 1:56:36 kvaðst ákaflega
stolt yfir afreki sínu. „Ég held að
allir í Bermúda séu að fara yfir um.
Það er það sem gerir þetta svo sér-
stakt fyrir mig.“
Einu verðlaun Bermúda fram að
þessu höfðu komið í hnefaleikum í
Montréal árið 1976.
Fámenn þjóð
státar af gulli
AFP
Þjóðhetja Flora Duffy með gull-
verðlaunin um hálsinn í gær.
Tvíburarnir Alexander Már og
Indriði Áki Þorlákssynir skoruðu
mörk Fram þegar liðið vann Þór
2:0 á Akureyri í gær. Mörkin skor-
uðu þeir á 45. og 89. mínútu.
Staða Fram er afar góð eins og
áður enda hefur liðið ekki tapað
leik í Lengjudeildinni, þeirri næst-
efstu, í fyrstu þrettán leikjunum.
Fram er með 35 stig og hefur níu
stiga forskot á ÍBV sem er í öðru
sæti.
Þór er með 19 stig eftir fjórtán
leiki og siglir hinn umtalaða lygna
sjó í deildinni. kris@mbl.is
Tvíburar skoruðu
mörkin fyrir Fram
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyri Alexander Már fagnar
marki sínu fyrir Fram í gær. _ Knattspyrnumaðurinn Elías Már
Ómarsson gekk í gær til liðs við
franska B-deildarfélagið Nimes sem
kaupir hann af Excelsior í Hollandi.
Samningur hans við félagið er til
þriggja ára og með möguleika á fram-
lengingu til eins árs til viðbótar. Kaup-
verðið er á bilinu 70-80 milljónir ís-
lenskra króna en hann átti eitt ár eftir
af samningi sínum við Excelsior.
Nimes féll úr frönsku 1. deildinni í vor,
en stefnir beint aftur upp í efstu deild
á ný, enda gamalgróið og stórt félag
með mikla hefð á bak við sig. Keppni í
frönsku B-deildinni hófst um síðustu
helgi og Nimes gerði þá jafntefli, 1:1,
við Bastia á útivelli á eyjunni Korsíku.
_ Naomi Osaka, ein skærasta íþrótta-
stjarna Japana sem er í öðru sæti
heimslistans í tennis, var óvænt slegin
út í einliðaleik á Ólympíuleikunum í
Tókýó og komst þar með ekki í átta
manna úrslitin. Marketa Vondrousova
frá Tékklandi gerði sér lítið fyrir og
sigraði 6:1 og 6:4. Osaka var í lykilhlut-
verki í setningarathöfn leikanna síð-
asta föstudag þegar hún tendraði ól-
ympíueldinn. Vondrousova er 22 ára
gömul og situr í 42. sæti heimslistans.
_ ÍA og KR gerðu 1:1 jafntefli í Lengju-
deild kvenna í knattspyrnu, þeirri
næstefstu, á Akranesi í gær. Mac-
kenna Davidsson skoraði fyrir ÍA en
Kristín Sverrisdóttir jafnaði fyrir KR
sem er í efsta sæti deildarinnar. ÍA er í
10. sæti og náði í dýrmætt stig.
_ Lið ólympíunefndar Rússlands
hreppti gullið í liðakeppni kvenna í
fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í
gær. Rússar fengu 169,528 stig en lið
Bandaríkjanna fékk 166,096 stig og
hafnaði í öðru sæti. Bretar fengu
bronsverðlaun með 164,096 stigum.Er
þetta fyrsti sigur Rússa í liðakeppni
síðan í Barcelona árið 1992 en Banda-
ríkin unnu á síðustu tvennum Ólymp-
íuleikum, í Ríó 2016 og London 2012.
_ Bandaríska liðið varð fyrir þvílíku
áfalli í liðakeppninni þegar Simone Bi-
les, einn fremsti íþróttamaður heims,
dró sig í hlé eftir keppni á einu áhaldi.
Hún virðist glíma við meiðsli og var
tæp vegna ökklameiðsla í aðdraganda
Ólympíuleikanna. Biles keppti í stökki í
gærmorgun í liðakeppninni en fór að
svo búnu til búningsherbergja ásamt
læknateymi bandaríska liðsins. Í fram-
haldinu var ákveðið að hún yrði ekki
meira með í liðakeppninni. Þegar Biles
ræddi við Eurosport að keppninni lok-
inni sagðist hún þurfa að huga að and-
legri heilsu.
„Þetta er svo stórt, þetta eru Ólympíu-
leikarnir. Þegar allt kemur til alls vilj-
um við ganga heil af gólfinu, en ekki
vera borin burt á börum. Ég treysti
sjálfri mér ekki jafn vel og ég gerði og
ég veit ekki hvort það tengist aldr-
inum. Ég er aðeins stressaðri núna
þegar ég keppi í fimleikum. Mér líður
líka eins og ég skemmti mér ekki jafn
vel og átta mig á því. Ég verð að hugsa
um geðheilsuna. Við verðum að hugsa
um huga okkar og líkama og fara ekki
bara að keppa vegna þess að heim-
urinn vill það,“ sagði
Biles. Úrslit í ein-
staklingskeppni í
fjölþraut og á ein-
stökum áhöldum
fimleikakeppn-
innar á Ólympíu-
leikunum fara fram
síðar í vikunni og
því algerlega
óljóst hvort
Biles verði
með.
Eitt
ogannað
Sindri Kristinn Ólafsson mark-
vörður Keflvíkinga var besti leik-
maðurinn í 14. umferð úrvals-
deildar karla í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Sindri lék mjög
vel í marki Keflvíkinga þegar
þeir unnu óvæntan sigur á
Breiðabliki, 2:0, síðasta sunnu-
dagskvöld. Hann varði hvað eftir
annað mjög vel og fékk tvö M
fyrir frammistöðu sína.
Fimm leikmenn til viðbótar
fengu tvö M í umferðinni og eru
allir í úrvalsliðinu sem sjá má hér
fyrir ofan. Einn þeirra, Frans
Elvarsson úr Keflavík, er í liðinu
í þriðja sinn en annars eru sex
nýliðar í liðinu að þessu sinni.
14. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Sindri Kristinn Ólafsson
Keflavík
Kristall Máni
Ingason
Víkingur R.
Atli Sigurjónsson
KR
Eggert Gunnþór
Jónsson
FH
Birkir Heimisson
Valur
Frans Elvarsson
Keflavík
Ásgeir Sigurgeirsson
KA
Birkir Már Sævarsson
Valur
Atli Barkarson
Víkingur R.
Steven Lennon
FH
Kristinn Jónsson
KR
2
2
2
2
3
Sindri bestur í 14. umferðinni
Guðni Valur Guðnason er 25 ára
gamall frjálsíþróttamaður, alinn
upp í Mosfellsbænum. Á yngri ár-
um æfði hann golf, körfubolta og
ýmsar frjálsíþróttagreinar en
hóf árið 2014 að æfa kringlukast
af fullum krafti. Hefur það verið
sérgrein hans allar götur síðan,
en hann keppir stundum í kúlu-
varpi líka.
Hann keppir í kringlukasti á
Ólympíuleikunum í Tókýó og
gerði það einnig á leikunum í Ríó
de Janeiro í Brasilíu árið 2016,
þegar hann hafnaði í 21. sæti.
Guðni Valur á Íslandsmetið í
kringlukasti, en það setti hann í
fyrra þegar hann kastaði kringl-
unni 69,35 metra, og hefur tvisv-
ar verið valinn frjálsíþróttamað-
ur ársins, árin 2016 og 2018.
Hann hefur tekið þátt í fjórum
Evrópumeistaramótum, þar af
einu skipuðu þátttakendum 23
ára og yngri, og einu heims-
meistaramóti. Þá hefur hann
keppt á þrennum Smáþjóðaleik-
um, þar sem hann hefur unnið
kringlukastskeppnina í tvígang
og einu sinni lent í öðru sæti.
Guðni Valur Guðnason