Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
697.500kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
369.750kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einndag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nú um hásumarið er starfsemi sjáv-
arútvegsfyrirtækja í lágmarki og
margir bátar í höfn. Við Miðgarð í
Grindavík liggja línubátar Vísis,
Páll Jónsson GK, Sighvatur GK og
Fjölnir GK, og aftar við sömu
bryggju eru Vörður ÞH og Áskell
ÞH, togskip Gjögurs hf. Vísisbát-
arnir fara aftur út til veiða í kring-
um 20. ágúst og vinnsla fyrir-
tækisins í gang á svipuðum tíma. Í
sjávarútvegi miðast flest við nýtt
fiskveiðiár sem gengur í garð hinn
1. september næstkomandi.
Vísir hf. keypti nýlega togskipið
Berg VE af Bergi-Hugin í Grinda-
vík og tekur væntanlega inn í út-
gerð sína á haustdögum. Sá bátur
kemur í stað línuskipanna Jóhönnu
Gísladóttur GK, sem tekið verður
úr rekstri, og Kristínar GK, sem
var lagt á síðasta ári.
„Með þessari breytingu lögum
við skipastól okkar að kvótastöðu
okkar, en heimildir okkar á næsta
fiskveiðiári verða skertar um 1.300
tonn. Sú tala er tilsvarandi því sem
veiðist á einum bát hjá okkur yfir
árið. Uppstokkun var nauðsyn
vegna þessara aðstæðna,“ sagði
Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis, í samtali við
Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Grindavíkurbátar bundnir við bryggju
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Lyfjastofnun hefur ákveðið að hefja
sérstaka rannsókn á röskun á tíða-
hring kvenna í kjölfar bólusetning-
ar gegn Covid-19. Fram kom í
Morgunblaðinu á fimmtudaginn að
Lyfjastofnun hefði borist alls 270
tilkynningar sem sneru að þrettán
einstökum aukaverkunum.
Markmið rannsóknarinnar er
samkvæmt Lyfjastofnun að leita
skýringa á orsökum þessa og veita
þeim konum sem um ræðir stuðn-
ing og viðeigandi ráð. Gert er ráð
fyrir að rannsóknin taki nokkrar
vikur.
Óháðum sérfræðingum á sviði
kvensjúkdóma-, fæðingar- og blóð-
storkufræða verður falið að rann-
saka tilfellin. Unnið er að því að
skipa í hópinn. Þá kemur fram að
framkvæmd rannsóknarinnar njóti
stuðnings embættis landlæknis og
sóttvarnalæknis.
Rebekka Ósk Sváfnisdóttir, sem
vakti athygli á málinu og stofnaði
facebookhóp fyrir konur með rask-
anir á tíðum í kjölfar bólusetningar,
segist mjög glöð vegna tíðindanna.
Hún fékk bréf frá landlækni í gær-
morgun þar sem henni var tilkynnt
ákvörðunin.
„Þetta er allt sem við vildum. Allt
sem við óskuðum eftir,“ segir hún.
Spurð um væntingar sínar til
framhaldsins segist hún vonast til
að konurnar verði upplýstar um
framgang rannsóknarinnar. „Ég
vona að við verðum ekki settar
núna á bið í fleiri, fleiri vikur og
heyrum ekki neitt,“ segir hún.
Fleiri en 1.200 í hópnum
Stöðugt bætist í facebookhópinn
og telur hann nú meira en 1.200
konur. Konurnar eru með mismun-
andi einkenni, en sjálf var Rebekka
á blæðingum í 53 daga í kjölfar
bólusetningar. Samhliða fékk hún
mikla verki í móðurlífið, brjósta-
spennu og þreytu. Þrátt fyrir að
blæðingarnar hafi stöðvast í vikunni
glímir hún enn við mikla túrverki
og þreytu.
„Allt sem við óskuðum eftir“
- Lyfjastofnun rannsakar röskun tíðahrings kvenna eftir Covid-19-bólusetningu
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning 270 konur hafa tilkynnt tíðaraskanir til Lyfjastofnunar.
Nýi miðbærinn á Selfossi sem opnaður var fyrr nú í júlí hefur vakið mikla
eftirtekt og margir gert sér ferð á svæðið til að skoða þar byggð nýrra
húsa í gamla stílnum. Fjöldi veitingastaða er við torgið í bænum nýja og
þar er vinsælt að setjast niður, fá sér hressingu og rabba við fólk, eins og
sást í fyrrakvöld. Ætla má jafnframt að margir skreppi á Selfoss nú um
verslunarmannahelgina og rölti í bæinn, þegar engar eru útihátíðirnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á mannlífstorgi í nýja miðbænum á Selfossi
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 3. ágúst. Frétta-
þjónusta verður um verslunar-
mannahelgina á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is.
Hægt er að koma ábend-
ingum um fréttir á netfangið
netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónustan er
opin í dag, laugardag, frá kl.
8-12. Lokað er á morgun og
mánudag. Þjónustuverið verð-
ur opnað aftur þriðjudaginn 3.
ágúst kl. 7.
Netfang áskriftardeildar er
askrift@mbl.is. Hægt er að
bóka dánartilkynningar um
helgina á mbl.is.
Auglýsingadeildin er lokuð
og verður opnuð aftur þriðju-
daginn 3. ágúst kl. 8.
Netfang auglýsingadeildar
er augl@mbl.is.
Fréttaþjón-
usta mbl.is
um helgina
Rafmagn sló út vegna eldinga á
stóru svæði í Bláskógabyggð í gær.
Svæðið sem um ræðir er frá Efri-
Reykjum að Geysi. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvenær varð rafmagns-
laust en þrumur og eldingar voru á
svæðinu seinnipartinn í gær og
fram að kvöldmat.
„Loftið á svæðinu er mjög óstöð-
ugt þarna. Það er svo rosalega hlýtt
á yfirborðinu og það verður svo
mikið uppstreymi,“ sagði Ingibjörg
Jóhannesdóttir, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við
Morgunblaðið um það leyti sem eld-
ingarnar sýndu sig í gær.
Það er ekki á hverjum degi sem
þrumur og eldingar gera vart við
sig hér á landi en að sögn Ingibjarg-
ar er það þó hvorki mjög sjaldgæft
né óeðlilegt. rebekka@mbl.is
Rafmagn sló út
vegna eldinga
Ljósmynd/Ævar Eyfjörð Sigurðsson
Skýrar Eldingarnar sáust vel í gær.