Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
Veronika S. Magnúsdóttir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Níu sjúklingar lágu á Landspítala
veikir af Covid-19 í gær, sjö á legu-
deildum og tveir á gjörgæslu. 112
innanlandssmit kórónuveiru greind-
ust á fimmtudag
en mögulega voru
fleiri jákvæð sýni
tekin þann dag.
Sýni sem ber-
ast rannsóknar-
stofunni seint á
kvöldin eru ekki
keyrð í gegnum
kerfið fyrr en að
morgni daginn
eftir. Því eru töl-
urnar ekki endan-
legar fyrr en um eftirmiðdaginn.
Þær eru þó ekki uppfærðar á covid.is
nema klukkan ellefu dag hvern.
1.066 manns voru í eftirliti Covid-
göngudeildar Landspítala í gær, þar
af 132 börn. Þrír þeirra sem voru í
eftirliti deildarinnar voru skilgreind-
ir rauðir í litakóðunarkerfi hennar
en 18 einstaklingar flokkuðust gulir.
Hinir 1.045 eru skilgreindir sem
grænir. Einkenni þeirra sem eru
skilgreindir sem rauðir eru alvarleg
og eru þeir í mestri hættu á að verða
alvarlega veikir og þarfnast innlagn-
ar. Þeir sem eru skilgreindir gulir
sýna jafnan mikil einkenni Covid-19
en þeir sem eru grænir eru oft ein-
kennalitlir. Það getur þó verið mjög
mismunandi eftir fólki.
Janssen-þegar hafa frekar
smitast en aðrir bólusettir
Af þeim sem eru fullbólusettir og
hafa greinst smitaðir af kórónveir-
unni í júlí hafa 345 verið bólusettir
með bóluefni Janssen gegn Covid-19
eða 53%. Þetta kemur fram í svari
embættis landlæknis við fyrirspurn
Morgunblaðsins.
Þá voru 168 (26%) bólusettir með
bóluefni Pfizer, 102 (16%) með bólu-
efni AstraZeneca eða AstraZeneca
ásamt mRNA-bóluefni í seinni
skammti. Þá voru 25 einstaklingar
(3%) í þessum hópi bólusettir með
bóluefni Moderna.
Þessi hlutföll verða á næstu dög-
um greind með tilliti til aldurshópa
og verður sú greining birt á covid.is
og uppfærð vikulega.
Það sem af er júlímánuði hafa
1.059 manns greinst með Covid-19
og voru 39% smitaðra óbólusett.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgeng-
ill sóttvarnalæknis, segir að verið sé
að skoða hvers vegna hlutfall smit-
aðra Janssen-þega er sexfalt hærra
en hlutfall smitaðra sem þegið hafa
annað bóluefni.
Hún telur að þetta geti líklega
bæði skýrst af því að Janssen-þegar
fari frekar í sýnatöku því þeir séu
líklegri til að finna fyrir einkennum
og að þeir sem fengið hafa Janssen
séu líklegri til að smitast.
Þá kemur einnig til skoðunar
hvort stöðuna megi rekja til aldurs-
röðunar, en það var að megninu til
ungt fólk sem fékk Janssen og unga
fólkið hefur verið talið gjarnara á
hópamyndun en aðrir. Janssen--
þegum mun bjóðast örvunar-
skammtur í ágústmánuði.
0 1 0 2 5
10 7 13 10 11
38
56
78 82
95 88
71
123 123
129
112
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
Heimild: LSH
112 ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring*
1.080 einstaklingar eru
í skimunarsóttkví
2.590 einstaklingar
eru í sóttkví
2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær
Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
120
100
80
60
40
20
0
7.801 staðfest
smit alls
Fjöldi innanlandssmita frá 28. febúar 2020
106 100
1.066 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
18 af þeim sem eru
undir eftirliti
flokksat sem gulir
3 flokkast
sem rauðir 132 af þeim
sem eru
undir eftirliti eru börn
9 sjúklingar eru
inniliggjandi á
LSHmeð Covid-19
2 einstaklingar
eru á gjörgæslu
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29.
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Fjöldi innanlandssmita frá 9. júlí
eftir stöðu bólusetningar
28. júlí 2021
129 smit
*Tölur um fjölda innanlandssmita sl.
sólarhring eru ekki endanlegar
Langflestir flokkaðir grænir
- Tveir á gjörgæslu vegna Covid-19 - A.m.k. 112 smit í gær - Mest af smitum á meðal þeirra sem bólu-
settir voru með efni Janssen - Að sögn staðgengils sóttvarnalæknis geta ýmsar ástæður verið fyrir því
2
4
18
16
19
16
26
21
Eftirlitmeð smituðumáCovid göngudeild LSH
Fjöldi þeirra sem flokkuðust sem gulir eða rauðir frá 21. júlí
Alls fjöldi undir eftirliti frá 21. júlí Fjöld innlagðra frá 21. júlí
1.200
800
400
0
25
20
15
10
5
0
12
8
4
0
18 16 18
4
12
6
20
3
18
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni Covid-19
21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30.
21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30.
1
2
3 3 3
8
10
9Á legudeild
Á gjörgæslu
Heimild: Landspítalinn
223
1.066Kamilla S.
Jósefsdóttir
Smitrakning hefur verið erfið,
að sögn Kamillu. Mörg hundr-
uð manns hafa þurft að fara í
sóttkví á hverjum degi og hún
segir enga leið að klára rakn-
ingu smita innan sólarhrings
eins og æskilegt væri.
„Stærsti þátturinn í því
hvað þetta breiðist hratt út
er hve margir eru ekki í
sóttkví við greiningu. Fólk er
búið að vera að umgangast
aðra fram á seinustu
stundu.“
Kamilla segist aðspurð
hafa áhyggjur af versl-
unarmannahelginni.
Það sem skiptir máli, að
mati Kamillu, er að fólk hugi
að persónubundnum smit-
vörnum og sé ekki í stórum
hópi ókunnugra. Betra sé að
halda sig með þeim sem mað-
ur tengist og þekkir og er í
góðum samskiptum við.
Áhyggjur
af helginni
ERFIÐ SMITRAKNING
Ákveðið hefur verið að snúa aftur
til þess að leggja mat á styttingu
einangrunar vegna Covid-19 á ein-
staklingsgrundvelli, út frá því
hvernig veiran hefur hegðað sér.
Munu því bólusettir einstaklingar
sem teljast heilsuhraustir og hafa
verið einkennalausir í þrjá daga að-
eins þurfa að vera í einangrun í tíu
daga en ekki í tvær vikur líkt og áð-
ur.
Einangrun smitaðra einstaklinga
hefur miðast við fjórtán daga og sjö
daga frá síðustu einkennum frá því
að Alfa-afbrigði veirunnar var í
umferð í vor, að sögn Kamillu S.
Jósefsdóttur, staðgengils sótt-
varnalæknis. Verður það áfram
staðan fyrir þá sem ekki hafa þegið
bólusetningu.
Reglugerð heilbrigðisráðuneyt-
isins um sóttkví og einangrun kveð-
ur á um þetta fyrirkomulag en í
fylgiskjali hennar stendur hins veg-
ar að „almennt hraustir ein-
staklingar með engin eða væg ein-
kenni geti útskrifast úr einangrun
ef liðnir eru að minnsta kosti 10
dagar frá jákvæðu sýni og þeir hafa
verið alveg einkennalausir í að
minnsta kosti þrjá daga“.
thorab@mbl.is
Stytta einangrun-
artíma bólusettra
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Einangrun Við innritun á sóttkvíarhótel. Farsóttarhús landsins eru nú nokkurn veginn full af fólki í einangrun.
- Tíu dagar í stað tveggja vikna