Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
hefur veitt fyrirtækinu Vöku hf.
undanþágu fyrir hluta starfsemi fé-
lagsins við Héðinsgötu 2 og má
starfsemi þess því halda áfram í ein-
hverri mynd.
Á meðan unnið er úr kærum sem
bárust vegna starfseminnar, sem
hafði í för með sér að Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur felldi úr gildi
starfsleyfi Vöku, má félagið starf-
rækja hjólbarða-, véla- og bifreiða-
verkstæði ásamt sölu varahluta.
Enn stendur því sú ákvörðun
Heilbrigðiseftirlitsins að fella úr
gildi starfsleyfi fyrir móttöku förg-
unarbíla og niðurrif þeirra.
Forsvarsmenn Vöku hf. segja í
fréttatilkynningu að unnið sé hörð-
um höndum að því að koma starf-
semi félagsins aftur í samt horf.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hafa íbúar í nágrenninu
verið mjög ósáttir við starfsemina
Íbúarnir kærðu ákvörðun heil-
brigðiseftirlitsins um að veita Vöku
tímabundið starfsleyfi. Málið fór fyr-
ir úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála sem féllst á með íbú-
unum að starfsemin samræmdist
ekki aðalskipulagi borgarinnar.
Samkvæmt því er aðeins gert ráð
fyrir léttum iðnaði en það hugtak er
hvergi skilgreint með fullnægjandi
hætti.
- Leyfi fyrir förgun
bíla fellt úr gildi
Morgunblaðið/Eggert
Skilyrði Frá starfsstöð Vöku.
Vaka
fær und-
anþágu
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.isSkipholti 29b • S. 551 4422
TRAUST
Í 80 ÁR
NÝ GARDEUR BUXNASENDING
LOKAÐ LAUGARDAG 31. JÚLÍ
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
OFURTILBOÐ – 50%-70% AFSLÁTTUR
Skoðið laxdal.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Allar líkur eru á því að júlí-
mánuður, sem er senn á enda, verði
sá hlýjasti á Akureyri frá upphafi
mælinga. Þetta segir Trausti Jóns-
son veðurfræðingur. Hitamælingar
hafa verið gerðar á Akureyri í 141
ár samfellt.
Enn er ekki útséð um hvort með-
alhitinn haldist fyrir ofan 14 stigin,
en meira en 14 stiga mánaðarmeð-
alhiti hefur ekki mælst áður hér á
landi svo áreiðanlegt sé. Meðalhiti á
Akureyri fyrstu 25 daga júlí-
mánaðar var 15,0 stig en heldur
hefur kólnað í veðri undanfarna
daga.
Júlímeðaltalshitametið hér á
landi er án vafa 13,7 stig á Hjarð-
arlandi í júlí 2019. Vafalítil er tala
frá Egilsstöðum í júlí 1955, líka 13,7
stig, segir Trausti. Torfur í Eyja-
firði og Hallormsstaður keppa nú
við Akureyri í mánaðarhlýindum –
og Egilsstaðir og Mývatn ekki langt
undan. Sömuleiðis er ekki enn út-
séð um hvort meðalhámarkshiti á
Hallormsstað verður ofan 20 stig-
anna – en það væri líka merkilegur
áfangi, bætir Trausti við.
Met gætu fallið víða um land
Nokkuð vel líti út með að júlí-
meðalhitamet verði slegin á all-
mörgum veðurstöðvum á landinu.
Ágústmánuður á einnig fáeinar,
mjög háar meðalhitatölur, vafa-
laust eru 13,5 stig á Írafossi 2004 og
trúlega eru 13,9 stig á Húsavík
1947 sömuleiðis rétt.
Suðvestanlands er hitinn nálægt
meðallagi í júlí og hækkar vænt-
anlega lítillega síðustu tvo daga,
segir Trausti. Síðustu dagar júlí
eru hlýir í Reykjavík og fór hitinn
yfir 20 stigin um miðjan dag á
fimmtudag.
Um allt norðan- og austanvert
landið er þetta enn hlýjasti júlí-
mánuður aldarinnar, sömuleiðis á
miðhálendinu, en landið vestan- og
suðvestanvert er í kringum 12. sæt-
ið af 21. Sólskinsstundir eru mun
færri en í meðalári í Reykjavík, en
þó fleiri en t.d. bæði 2014 og 2018.
Þurrt hefur verið um nærri því allt
land, en þó er ekki um metþurrka
að ræða.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Bæjarbúar og gestir sleiktu sólina í gær, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir utan Brynjuís í suðurbænum. Hitinn fór upp undir tuttugu gráðurnar.
Hlýjasti júlí í sögu mælinga á Akureyri
- Hlýjasti júlímánuður aldarinnar fyrir norðan og austan
Kát Sólveig Benný fékk sér Brynju-
ís í gær ásamt foreldrum sínum.