Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigandafélags Hrauns sf., segir landeigendur gera ráð fyrir að svæðið í Geldingadölum verði vin- sæll áfangastaður til langrar fram- tíðar. Því sé til skoðunar að byggja upp innviði með þjónustu til fram- búðar. Þegar Morgunblaðið leit við á gosstöðvunum í vikunni var þar samankominn fjöldi erlendra ferða- manna og báru bílastæðin þess merki. Nú er hægt að leggja á fleiri stæðum en áður og um leið hefur skiltum fjölgað þar sem getið er um gjaldskyldu. Austan við gönguleiðina var opn- að nýtt stæði á vegum annarra aðila (sjá mynd) en því var lokað. „Það hefur ekki verið mælt hvað við getum tekið við mörgum bílum en líklega getum við tekið við nærri tvö þúsund bílum yfir daginn. Það er búið að taka stór og mikil tún undir bílastæði,“ segir Sigurður Guðjón um framboðið sem anni eftirspurn. Bílastæðin eru rekin af Landeig- andafélagi Hrauns sf. en hluthafar í félaginu er alls átján. Að sögn Sig- urðar hefur land í eigu Ísólfsskála einnig verið nýtt undir bílastæði og þar sé líka gjaldskylda. Rekstur stæðanna sé samstarfsverkefni þessara landeigenda en Ísólfsskála- landið sé í eigu yfir fjörutíu hlut- hafa. Rafrænt eftirlit með stæðum Hægt er að greiða fyrir bílastæð- in á vefsíðunni parka.is en þar segir að gjaldið taki mið af dvalarlengd og að fylgst sé með númerum ökutækja með rafrænu eftirliti. Spurður hvort það styttist í að rukkað verði sjálfkrafa fyrir leigu á stæðunum, eins og til dæmis í bíla- kjöllurum í Reykjavík, segir Sig- urður Guðjón það vera til skoðunar. „Það þarf að glíma við flækjustig á mörgum stöðum og það vantar raf- magn á svæðið, nema hvað það er rafmagn á bílastæðinu þar sem Ellu- búð stóð áður,“ segir hann og vísar til verslunar björgunarsveitarinnar. Við það bílastæði hafa verið settar upp myndavélar og segir Sigurður Guðjón þær á vegum Grindavíkur- bæjar sem hafi eftirlit með umferð á Suðurstrandarvegi í báðar áttir. „Hugmyndin er að vera með svip- að fyrirkomulag og á til dæmis Höfðatorgi þar sem bílnúmer eru mynduð þegar ekið er inn og út úr bílakjallaranum og ökumenn sem ekki borga fá sjálfkrafa kröfu. Best væri að hafa færri stæði Það er auðvitað erfiðara að við- hafa slíkt fyrirkomulag á þessum túnum. Við erum að reyna að standa eins vel að þessu og kostur er þang- að til framtíðarskipulag er komið á svæðið. Það er unnið að breytingum á skipulagi og þá kemst þetta í betra horf. Það væri ákjósanlegt að geta verið með eitt til tvö bílastæði í mesta lagi og geta hleypt fólki inn á einum stað og út á öðrum. Þá væri enda hægt að hafa miklu betri um- sjón með þessu,“ segir Sigurður en nú er gjaldskylda á fimm bílastæð- um. Tekjurnar eru trúnaðarmál. Spurður hvort starfsfólk verði á svæðinu segir hann að það verði að sjálfsögðu einhver þjónusta í sam- starfi við Umhverfisstofnun sem sé nú með landverði á staðnum. Uppbyggingin fram undan verði væntanlega samstarfsverkefni land- eigenda, Umhverfisstofnunar og framkvæmdasjóðs ferðamanna. Sníða sér stakk eftir vexti Óvissa um framvindu eldgossins hafi auðvitað mikil áhrif á verkefnið. „Það er erfitt að sannfæra fólk um að fara í tugmilljóna framkvæmdir og vita ekkert um framhaldið en við höfum reynt að sníða okkur stakk eftir vexti og byggja þetta upp sam- hliða, eins og stendur á skiltunum, með tekjum af bílastæðunum. Við erum komin með salerni á svæðið og erum að fjölga bílastæðum. Það þarf að hefla vegi, viðhalda bílastæðum og svo framvegis. Þannig að það er heilmikil umsjón að halda þessu gangandi. Þegar landeigendur fá svona verkefni í fangið þurfa þeir líka að kaupa sér alls kyns sér- fræðiþjónustu. Þar með talið hjá lögfræðingum og verkfræðingum. Þessi kostnaður hleypur orðið á mörgum milljónum,“ segir Sigurður sem staðfestir að tekjurnar hafi veg- ið upp kostnaðinn. „Já, við erum að nota þessa fjármuni í uppbyggingu en þegar menn setja svo mikla fjár- muni í verkefni vilja þeir eðlilega einhverja rentu. Þetta er orðinn fyrirtækjarekstur,“ segir Sigurður Guðjón, sem er viðskiptafræðingur. Sjá tækifæri í eldgosinu Morgunblaðið/Baldur Skorti leyfi Áformað var að hafa bílastæði á þessu túni suður af Langahrygg. Svæðinu var lokað í bili í fyrradag. - Landeigendur við Geldingadali íhuga sjálfvirka innheimtu á bílastæðum hjá gosi - Fulltrúi annars eigendahópsins væntir þess að svæðið verði vinsælt til framtíðar Greint frá gjaldtöku Eftir því sem bílastæðum fjölgar, þeim mun fleiri skilti greina frá gjaldtöku. « Greiddum gistinóttum á hótelum fjölgaði um 108% í júnímánuði sam- anborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Þá fjölgaði greiddum gistinóttum um 62% á gistiheimilum og 37% á öðrum teg- undum gististaða. Séu tölurnar bornar saman við árið 2019 nemur fækkunin hins vegar 55% á hótelum, 43% á gisti- heimilum og 45% á öðrum tegundum gististaða. Greiddar gistinætur á hótelum voru 188 þúsund og fjölgaði þeim í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem samdráttur nam um 3%. Mest var aukningin á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiddum gistinóttum fjölgaði gríðarlega, fóru úr 18.600 í júní 2020 í 74.200 í síðastliðnum mánuði. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 108% 31. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.88 Sterlingspund 173.05 Kanadadalur 99.36 Dönsk króna 19.791 Norsk króna 14.164 Sænsk króna 14.481 Svissn. franki 136.51 Japanskt jen 1.1301 SDR 176.92 Evra 147.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.8975 Fyrirtækið Halal ehf., sem rekur þrjá veitingastaði undir merkjum Mandi í Reykjavík og Kópavogi, hagnaðist um 25,9 milljónir í fyrra, samanborið við 121,6 milljóna hagnað á árinu 2019. Ársverkum fjölgar um 20% Vörusala fyrirtækisins jókst um níu milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður jókst hins vegar um 79,4 milljónir og nam 361,8 milljónum. Þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um 43% og námu 76,6 milljónum króna. Ársverkum fjölgaði samkvæmt ársreikningi úr 10 í 12 milli ára. Veitingastaður fyrirtækisins í Veltusundi er opinn virka daga milli 10.00 og 1.00 en um helgar milli 11.00 og 5.30. Í Skeifunni og Hæðarsmára er opið milli 10.00 og 22.00 á virkum dögum og 11.00 og 22.00 um helgar. Launakostnaður fyrirtækisins sem hlutfall af tekjum var 18% í fyrra en var aðeins 12,9% árið 2019. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar forsvarsmenn stórra veitingafyrirtækja, Domino’s og Spaðans, vísuðu til rekstrar Mandi og töldu með ólíkindum að fyrirtækið gæti haldið launakostnaðarhlutfalli jafn lágu og reikningar fé- lagsins vitnuðu um. Önnur fyrirtæki í veitingageiranum væru föst í 40% hlutfalli eða þaðan af hærra. Gagnrýnir skattayfirvöld Nú síðast steig Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúar- innar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, fram í þættinum Dagmálum á mbl.is og gagnrýndi skatta- yfirvöld fyrir að aðhafast ekkert í málefnum fyrirtækisins þar sem augljóslega væri pottur brotinn í launamálum. ses@mbl.is Launakostnaðurinn jókst - Mandi greiddi 76,5 m. í laun í fyrra - Ársverkin 12 - Staðirnir þrír Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagnaður Rekstur Mandi gekk vel í fyrra « Í júní voru fluttar út vörur fyrir 58,7 millj- arðar króna og inn fyrir 88,9 milljarða króna. Vöruviðskiptin voru því óhagstæð um 30,2 milljarða króna. Til samanburðar við júní í fyrra voru reiknuð vöruviðskipti óhagstæð um 23,3 milljarða á gengi hvors árs fyr- ir sig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mán- uði var óhagstæður um 173,5 milljarða sem er 4,4 milljörðum meira en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Verðmæti vöruútflutnings í júní jókst um 11,9 milljarða króna miðað við sama mánuð á síðasta ári, eða um 25,5%. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 18,8 milljarða króna í júní miðað við sama tímabil í fyrra, eða um 26,8%. Verðmæti vöruútflutnings á tólf mán- aða tímabili, frá júlí 2020 til júní, var 668,5 milljarðar og jókst um 10,5% á gengi hvors árs miðað við sama tímabil ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings á sama tímabili nam 842 milljörðum króna. Vöruviðskipti óhagstæð í júní um 30,2 milljarða STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.