Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 17
AFP
Flöskuvatn Eina drykkjarvatnið sem íbúarnir í
Lastras de Cuellar geta svalað þorsta sínum með.
Í innan við tveggja stunda akstursfjarlægð frá höf-
uðstaðnum Madríd verður hin 76 ára gamla Franc-
isca Benitez að bursta tennur með flöskuvatni því
drykkjarvatn þorpsins hennar er ekki lengur fyrir
hendi.
Í þorpinu Lastras de Cuellar í miðri Kastilíu og
Leon er vatn óhæft til drykkjar vegna nítrat- og
arsenikmengunar. Undan því kvarta íbúarnir sem
eru 350 á vetrum en um 1.000 á sumrin.
Sams konar skorts á neysluvatni gætir í mörgum
þorpum Spánar þar sem jarðvatni er hætt við
mengun frá landbúnaði, auk skorts á gæðastjórn og
þurrka.
Sérhvern mánudag skunda íbúar Lastras niður á
aðaltorg þorpsins og birgja sig upp af flöskuvatni;
margir hlaða hjólbörur sínar af flöskuvatninu eft-
irsótta og trilla því heim um misjafnlega langan
veg. Víða í þorpinu dangla kippur tómra vatns-
flaska og áróðursborðar til marks um kröfur þorps-
búa um að fá aðgang að drykkjarvatni. „Þetta er
ekki eðlilegt á 21. öld,“ mótmælti íbúinn Mercedes
Rodriguez.
Bæjarstjórinn Andres Garcia sagði að fjár-
skortur hefði hægt á verkefni sem ella hefði tryggt
þorpinu drykkjarvatn fram undir komandi árslok.
Í Kastilíu og Leon einni voru 63 bæir og þorp án
rennandi vatns í mars sl., að sögn helstu sjónvarps-
stöðvar svæðisins. Tölur fyrir landið allt eru ekki
fyrirliggjandi.
Að sögn heilbrigðisráðuneytis Spánar reyndust
67.050 vatnssýni með öllu óneysluhæf sem tekin
voru á mismunandi dögum á sömu svæðum í rann-
sókn á vatnsgæðum árið 2019. Magn nítrats í vatni
þykir áhyggjuefni en 22% yfirborðs Spánar, eða
506.000 ferkílómetrar, eru berskjölduð fyrir nítr-
atmengun vegna jarðvegseiginleika og landbún-
aðar, að sögn umhverfisráðuneytisins. agas@mbl.is
Leita drykkjarvatns á Spáni
- Vatnsból eru víða menguð af arseniki og nítrati á Spáni
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Tilboðið rennur út í dag!
Kynntu þér meira
á www.sleepy.is
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Geimstöðin alþjóðlega (ISS) á braut
um jörðu er óstöðug á sporbaugi sín-
um. Ástæðan er óhapp rétt eftir
tengingu nýrrar rússneskrar bygg-
ingareiningar stöðvarinnar. Fyrir
mistök hrukku mótorar hennar fyr-
irvaralaust í gang.
„Stjórnstöð ISS leiðrétti braut
geimstöðvarinnar og virka öll kerfi
hennar eins og vera ber,“ sagði
bandaríska geimferðastofnunin
NASA. Það tókst með því að gang-
setja stýrimótora á annarri einingu
stöðvarinnar. Er hafin rannsókn á
því hvað fór úrskeiðis og hvers
vegna.
Bæði bandarískir og rússneskir
embættismenn segja að geimfararn-
ir sjö um borð í stöðinni hafi aldrei
verið í hættu.
Truflunin á eðlilegri starfsemi
ISS-stöðvarinnar átti sér stað
nokkrum stundum eftir að Nauka-
einingin rússneska tengdist stöðinni
í gær eftir átta daga ferð frá geim-
skoti.
Knýjar einingarinnar fóru óvænt
og fyrir mistök í gang klukkan 16:45
að íslenskum tíma með þeim afleið-
ingum að stöðin fór 45 gráðum út
fyrir svonefnt flughorf sitt. „Gagn-
aðgerðir hafa leitt til þess að stöðin
hefur endurheimt sitt fyrra flughorf
og er nú undir stjórn við góða
heilsu,“ segir í færslu NASA á sam-
félagsmiðlinum Twitter.
Fjarskiptasamband við stöðina
rofnaði í nokkrar mínútur vegna
óhappsins og leiðréttingarferlisins.
Afleiðing atviksins er sú að Nasa
og Boeing hafa neyðst til að seinka
mannlausu tilraunaflugi Starliner-
geimfarsins frá 30. júlí til 3. ágúst hið
minnsta.
Tafðist ítrekað
Nauka er 13 metra löng og 20
tonna þung viðbót við geimstöðina.
Var hún tengd stöðinni við hlið ann-
arra smíðiseininga Rússa sem þar
hafa verið. Upphaflega stóð til að
skjóta Nauka á loft árið 2007 en það
tafðist ítrekað vegna verkfræðilegra
vandamála sem upp komu við þróun
einingarinnar. Eftir geimskot í Baj-
konúr-geimferðamiðstöðinni í Ka-
sakstan fyrir rúmri viku virkuðu
hreyflarnir um tíma ekki sem skyldi.
Þurfti að virkja sérfræðinga í
Moskvu til að leysa vandann. Á end-
anum tengdist Nauka geimstöðinni á
þeim degi sem ráð var fyrir gert.
Með tilkomu Nauka-einingarinnar
stóreykst íverupláss stöðvarinnar
eða um 70 rúmmetra. Geimfarar
munu nýta viðbótina til að fram-
kvæma tilraunir ýmiss konar og
geyma aðföng. Það nýtist einnig sem
hvíldaraðstaða og með viðbótinni
nýju fjölgar salernum geimstöðvar-
innar um eitt. Með sér flutti Nauka
vélmenni í formi stórrar kranabómu
sem evrópska geimferðastofnunin
ESA lagði stöðinni til. Hún er 11
metra löng og nýtist um allan hinn
rússneska enda geimstöðvarinnar.
Uppsetning Nauka á sér stað á
tímum þar sem Rússar hafa lýst efa-
semdum um framtíð þátttöku sinnar
í geimstöðvarverkefninu í heild.
Benda embættismenn í Moskvu á
að margt af rússneskum tækjabún-
aði ISS sé meira en 20 ára.
AFP
Stöðin Nauka að leggjast upp að ISS-geimstöðinni skömmu fyrir óhappið.
Geimstöðin óstöðug eftir óhapp
- Breytti um legu er hreyflar rússneska hylkisins hrukku óvænt í gang
Ný smitbylgja, sem fyrst greindist í
borginni Nanjing í Kína, vex hratt en
hún hefur þegar slegið sér niður í
fimm héruðum og í höfuðborginni
Peking. Kínverskir fjölmiðlar segja
að þar sé á ferðinni víðáttumesta
smit á eftir hinu upphaflega í Wuh-
an, þar sem kórónuveiran átti upp-
tök sín fyrir hálfu öðru ári.
Um 200 manns greindust smitaðir
í gær en fyrsta smitið var greint 20.
júlí á alþjóðaflugvellinum í Nanjing
sem mikil umferð er um. Hefur verið
tekið fyrir allt flug um völlinn til 11.
ágúst, að því er Global Times hafði
eftir heimildarmönnum í gær.
Þá hófst í gær skimun á öllum 9,3
milljónum íbúa borgarinnar en yfir-
völd í Nanjing hafa sætt gagnrýni
fyrir seinagang í þeim efnum. Auk
allra íbúa verða gestir borgarinnar
einnig skimaðir fyrir kórónuveiru-
smiti, að sögn fréttastofunnar Xin-
hua.
Embættismenn telja að nýja
bylgjan tengist Delta-afbrigðinu
svonefnda sem er skæðara en önnur
afbrigði kórónuveirunnar. Og sú
staðreynd að smit hafi greinst á
stórum flugvelli geti þýtt að hún hafi
dreifst víða. Hafa stjórnendum vall-
arins verið veittar átölur og aga-
nefnd Kommúnistaflokks Kína sagði
eftirlit skorta með vallarstjórninni
og hún ástundaði ekki fagleg vinnu-
brögð.
Skimun hefur leitt í ljós að í gær
hafði smitbylgjan nýja borist til 13
borga hið minnsta, þar á meðal til
Chengdu og Peking. Hefur miðillinn
Global Times í gær eftir sérfræðing-
um að þeir telji bylgjuna enn á frum-
stigi og kleift ætti að vera að kveða
hana í kútinn.
Embættismenn í Nanjing segja að
af þeim sýktu sé líf sjö í hættu.
Ný smitbylgja
breiðist út í Kína
- Ný smitbylgja í Kína sækir hratt í sig
veðrið - Tekið fyrir allt flug í Nanjing
AFP
Smit Skimað fyrir veirusmiti í kín-
versku borginni Nanjing í gær.
Hundruð hermanna hafa verið send
til borgarinnar Sydney til að hjálpa
lögreglunni við að framfylgja neyð-
arlokunum vegna Delta-afbrigðis
kórónuveirunnar.
Smitbylgja sem hófst í júní hefur
valdið um 3.000 sýkingum og kost-
að níu manns lífið.
Sveitirnar verða við æfingar um
helgina en taka sér svo stöðu á
varðstöðvum á mánudag. Ákvörð-
unin hefur mælst misjafnlega fyrir
og verið lýst sem óþarfa hörku.
Lokunaraðgerðum lýkur 28.
ágúst en þær eiga að koma í veg
fyrir að fólk yfirgefi heimili sín
nema í stuttan tíma til hreyfingar
og innkaupa. Þrátt fyrir að ráðstaf-
anirnar hafi verið í gildi í fimm vik-
ur breiðist veirusmit áfram út í
stærstu borg Ástralíu. Tilkynnt var
um 170 ný smit í gær. agas@mbl.is
ÁSTRALÍA
AFP
Covid Sýnataka utandyra í Sydney.
Herinn til hjálpar
Yfirvöld í
Lúxemborg
hafa sektað
netverslunina
Amazon um
746 milljónir evra, jafnvirði um 110
milljarða króna, fyrir að hafa haft
reglur ESB um persónuvernd að
engu. Amazon telur að sektar-
ákvörðunin stæðist ekki. Hyggst
fyrirtækið kæra ákvörðunina.
Neytendasamtök kærðu fram-
ferði Amazon og héldu því fram að
fyrirtækið safnaði persónulegum
gögnum og beitti þeim í leyfisleysi
gegn auglýsingamarkhópum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Amazon sætir sektum vegna söfn-
unar persónulegra gagna til mark-
aðssóknar. Í fyrra sektuðu frönsk
yfirvöld fyrirtækið um 35 milljónir
evra fyrir að hafa ekki farið að lög-
um varðandi vafrakökur sem fylgj-
ast með ferðum viðskiptavina net-
risans. agas@mbl.is
LÚXEMBORG
Stórsekta Amazon