Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 19

Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Stokkið Nokkrir kátir krakkar léku sér að því að stökkva í sjóinn í Bryggjuhverfinu í gær, í blautbúningi. Hér stökkva drengir af dýpkunarskipinu Dísu. Unnur Karen Hinn 30. júní 2021 gaf EFTA-dómstóllinn út tvö ráðgefandi álit í málum sem tengdust hinu svonefnda norska velferðarhneyksli („NAV“ hneykslið). Álitin vörðuðu mann sem dæmdur hafði verið í héraðsdómi í Ósló til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa dvalist í Danmörku og á Spáni meðan hann þáði atvinnuleysis- bætur, og svo mann sem hafði þurft að endurgreiða fé eftir að hafa dval- ið utanlands. Síðara málinu var vís- að til EFTA-dómstólsins af norska almannatryggingadómstólnum. Í fyrri velferðarmálum, sem snerust um flutning sjúkrabóta og endur- hæfingarlífeyris úr landi, hafði EFTA-dómstóllinn talið í maí 2021 að grundvallarreglur EES- samningsins um frjálsa för fólks giltu um þessi atriði. Í álitunum tveimur frá 30. júní 2021 taldi EFTA-dómstóllinn hins vegar að svo væri ekki í tilviki atvinnuleys- isbóta. Í þeim málum giltu einungis lög um almannatryggingar, þ.e. af- leidd EES-löggjöf. Var norska ríkið sýknað af ólögmætu athæfi í þess- um málum. Þar sem málatilbúnaður Eftirlitsstofnunar EFTA og fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins kom ekki til umfjöllunar hjá EFTA-dómstólnum er engu gegnsæi fyrir að fara. Ríkis- lögmaður Noregs lýsti ánægju sinni með niðurstöðuna. Virtur prófessor í þjóðarétti, Mads Andenas, gagn- rýndi hins vegar úrskurðina og taldi að þeir fengju ekki staðist. Þessir tveir úrskurðir marka nýj- asta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA- dómstólsins. Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrir- tækja. Í máli Henriks Kristoffersen neitaði norska skíðasambandið ein- um fremsta íþróttamanni sínum um heimild til þess að undirrita styrkt- arsamning við orku- drykkjaframleiðand- ann Red Bull, sem náði til hjálma og höfuðbúnaðar. Þess í stað var Kristoffersen tjáð að hann yrði að bera merki aðalstyrkt- araðila sambandsins, Telenor. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins taldi að frá sjónarmiði meðalhófs ætti að íhuga hvort ekki mætti setja rýmri en þó jafn- skilvirkar reglur í stað reglna sam- bandsins. Til að mynda gæti fyrir- komulagið verið þannig að hver íþróttamaður greiddi hluta af eigin auglýsingatekjum í sameiginlegan sjóð sambandsins. EFTA- dómstóllinn þagði þunnu hljóði um þetta álitaefni varðandi rýmri regl- ur. Með öðrum orðum lét dómstóll- inn undir höfuð leggjast að ráðast í mat á nauðsyn (e. necessity test), andstætt allri fyrri framkvæmd dómstólsins. Afleiðingin varð sú að Henrik Kristofferson tapaði máli sínu fyrir héraðsdómi í Ósló. Norska skíðasambandið og norska ríkið hrósuðu sigri. Í Fosen-málinu hafði EFTA- dómstóllinn ótilhlýðileg áhrif á málaferli. Hinn 31. október 2017 úr- skurðaði EFTA-dómstóllinn – með aðkomu Benedikts Bogasonar, sem nú er forseti Hæstaréttar á Íslandi en var staðgengill Páls Hreinssonar í veikindum hins síðarnefnda – að einfalt brot á evrópskum lögum um útboð nægði eitt og sér til þess að leiða til skaðabótaskyldu samnings- yfirvalds. Var úrskurðurinn í sam- ræmi við lagaframkvæmd á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku, Sviss og öðrum ríkjum, en ekki í Noregi en dómaframkvæmd Hæstaréttar þar í landi var mun vinsamlegri ríkinu. Áfrýjunardómstóll Frostaþings, sem málinu var vísað til, var hvattur til þess af tveimur norskum prófess- orum að fara ekki eftir áliti EFTA- dómstólsins. Áfrýjunardómstóllinn fór að tilmælum þeirra án þess að færa fyrir því nein haldbær rök og braut þannig ekki aðeins gegn holl- ustuskyldu sinni samkvæmt EES- rétti heldur einnig gegn fordæmi sem Hæstiréttur Noregs hafi gefið í Finanger-málinu, þar sem talið var að álit EFTA-dómstólsins hefðu „verulegt vægi“ („vesentlig vekt“). Fosen-Linien AS fór með málið fyr- ir Hæstarétt Noregs og var þeim rétti þá boðið af norska dómaranum við EFTA-dómstólinn, Per Christi- ansen, að vísa málinu að nýju til hins nýskipaða EFTA-dómstóls (til þess að unnt væri að snúa við fyrri úrskurði dómstólsins í Fosen- málinu). Christensen flaug til Ósló- ar til þess að koma þessu boði á framfæri. Hæstiréttur Noregs fór að ósk hans, jafnvel þótt enginn málsaðili hefði gert kröfu um vísun til EFTA-dómstólsins. Hinn nýi for- seti EFTA-dómstólsins gaf síðan til kynna í fréttariti að hann myndi greiða atkvæði gegn Fosen- dóminum. Hann var því hlutdrægur. Að auki var brotið gegn fleiri form- reglum og grundvallarréttindum. Í norskum fjölmiðlum var talað um „kangaroo dómstól“. Á endanum sat Páll Hreinsson í dóminum og fyrri niðurstöðu í Fosen-málinu var snúið við, ef svo má segja, með áliti sem kalla má ógilt. Norski ríkislögmað- urinn var „afar ánægður“ með þessa ríkishollu niðurstöðu. Afleiðingarnar af þessum mis- bresti komu fljótt í ljós. Í Netfonds- málinu úrskurðaði EFTA- dómstóllinn hinn 16. maí 2017 að norskar reglur og málsmeðferð, varðandi eignarhald norskra mark- aðsaðila þegar sótt væri um starfs- leyfi sem banki eða tryggingafélag, samrýmdist ekki staðfesturéttinum sem tryggður væri með EES- samningnum. Bæði héraðsdómstóll- inn í Ósló og áfrýjunardómstóllinn í Borgarþingi neituðu að fara að áliti EFTA-dómstólsins, norska ríkislög- manninum til mikillar ánægju. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað þar til bær dómur Hæstaréttar – sem skipaður var nafnkunnum dómurum – að veita ekki áfrýjunarleyfi. Framkvæmd Hæstaréttar Noregs á grundvelli „verulegs vægis“ var þannig endanlega úr sögunni. Þessi afstaða til álita EFTA-dómstólsins stenst ekki hollustuskylduna sem kveðið er á um í 3. gr. EES- samningsins. Hún greiðir leið fyrir hvaða innlendan dómstól sem er til þess að hunsa úrskurði EFTA- dómstólsins að vild. Ljóst er að það eru tengsl milli þessarar hrokafullu framkomu norsku dómstólanna og álitshnekkisins sem EFTA- dómstóllinn varð fyrir vegna Fosen- klúðursins. Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af sam- viskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á ten- ingnum. Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitísk- um merkjasendingum og dæma rík- inu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg. EFTA-dómstóllinn hafði umtals- verð áhrif á dómstóla Evrópusam- bandsins áður fyrr. Nú hafa þessir dómstólar nánast hætt öllum réttar- farslegum samskiptum við EFTA- dómstólinn. Þetta hefur veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hæpið er að úrskurður eins og sá sem kveðinn var upp í Icesave- málinu árið 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun. Til að mynda skrifaði hann haustið 2020 sérfræðingsálit fyrir ráðuneytið um lögmæti tak- markana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Þar er um að ræða svið sem heyrir undir lögin um hið Evrópska efnahagssvæði. Álits- gerðin er málamyndaskjal, en með því er ríkisstjórninni gefnar nánast frjálsar hendur (https://stundin.is/ grein/11953/). Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hef- ur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu. Ákvæði 1. mgr. 30 gr. samn- ingsins um stofnun EFTA- dómstólsins er svohljóðandi: „Til embættis dómara skal velja þá sem óvefengjanlega eru öðrum óháðir og uppfylla skilyrði til að skipa æðstu dómaraembætti í heimalöndum sín- um eða hafa getið sérstakan orðstír sem lögfræðingar. Þeir skulu skip- aðir til sex ára með samhljóða sam- komulagi ríkisstjórna EFTA- ríkjanna.“ Þessu ákvæði var beitt í Nobile-málinu. Dómari við EFTA- dómstólinn hafði verið skipaður af ríkisstjórnum EFTA-ríkjanna til þriggja ára, sem var andstætt ófrá- víkjanlegu ákvæði samningsins um að embættistími skuli vera sex ár. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu 14. febrúar 2017 að ef sá dómari kæmi að máli teldist dóm- urinn í því máli ekki löglega skip- aður. Það er kaldhæðnislegt að Páll Hreinsson var settur forseti dóms- ins í þessu máli. Skortur á sjálfstæði er mun alvarlegri ágalli en sá ann- marki að dómari sé skipaður til þriggja ára í stað sex. Það þýðir að unnt er að vefengja gildi hvers þess dóms sem kveðinn er upp með að- komu Páls Hreinssonar. Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA- dómstólsins, sem starfandi er á eig- in vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspeking- urinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gild- ir um alla þögn.“ Hnignun EFTA-dómstólsins Eftir Carl Baudenbacher » Íslensku dómstól- arnir, sem áður vís- uðu ýmsum mikilvæg- ustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborg- ar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum. Carl Baudenbacher Höfundur er senior-félagi á lög- mannsstofu Baudenbacher í Zürich, forseti EFTA-dómstólsins 2003- 2017.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.