Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 22
22 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
ÁRBÆJARKIRKJA | Útisumarhelgi-
stund kl. 11 á ljúfum og léttum nótum
við suðurgafl kirkjunnar. Félagar úr
kór Árbæjarkirkju leiða sönginn undir
stjórn Krisztinu Kalló Szklanér organ-
ista. Sr. Þór Hauksson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kaffispjall eftir
stundina.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónustur í Laugar-
dalsprestakalli í sumar verða í Laug-
arneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá
13. júní til og með 8. ágúst. Næsta
guðsþjónusta í Áskirkju verður sunnu-
daginn 15. ágúst 2021.
Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í
Garðakirkju, alla sunnudaga klukkan
11. Ástjarnarkirkja tekur þátt í sumar-
messunum. Sjá Garðakirkja hér á síð-
unni.
BESSASTAÐASÓKN | Sumar-
messur í Garðakirkju, alla sunnudaga
kl. 11. Bessastaðasókn tekur þátt í
sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér
á síðunni.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11.
Prestur séra Elínborg Sturludóttir og
Kristján Hrannar organisti. Félagar úr
Dómkórnum syngja.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagur-
inn 1. ágúst: Helgistund í kirkjunni kl.
10.30. Prestur Þorgeir Arason. Jónas
Þór Jóhannsson leikur á harmoniku
undir almennum söng. Meðhjálpari
Auður Anna Ingólfsdóttir. Kaffisopi í
kirkjunni eftir stundina. Minnum einn-
ig á hádegisbænastundina í Safnað-
arheimili alla þriðjudaga kl. 12.
GARÐAKIRKJA | Sumarmessa um
verslunarmannahelgi og söguganga
með Jónatani Garðarssyni. Sr. Jónína
Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og flytur
hugvekju. Organisti er Kristín
Jóhannesdóttir sem jafnframt leiðir al-
mennan safnaðarsöng.
Sumarsunnudagaskólinn er í vinnu-
stofunni á safninu Króki.
Eftir messu verður boðið upp á sögu-
göngu um Garðaholt. Jónatan
Garðarsson fjölmiðlamaður leiðir
gönguna og miðlar fróðleik um Garða-
holtið sem á sér ríka sögu.
Messan verður í beinu streymi á:
https://facebook.com/sumarmess-
ur/
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag-
inn 1. ágúst verður kaffihúsamessa.
Kaffihúsamessur eru sumarmessur
og verða á sunnudögum kl. 11 út
ágústmánuð. Messuformið er einfalt
notalegt andrúmsloft. Forsöngvari,
prestur, organisti og kirkjuvörður ann-
ast þjónustuna. Kaffi og meðlæti.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum-
armessur í Garðakirkju, alla sunnu-
daga kl. 11 í júní, júlí og ágúst. Hafn-
arfjarðarkirkja tekur þátt í sumar-
messum í Garðakirkju. Streymt er frá
messunum. Sjá Garðakirkja hér á síð-
unni.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar í
Hallgrímskirkju. Tónleikar laugardag
kl. 12. Tuuli Rähni leikur á orgelið.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Forsöngvarar syngja og leiða
safnaðarsöng. Organisti er Kjartan
Jósefsson Ognibene.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar
úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja.
Organisti er Arngerður María Árnadótt-
ir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund
verður sunnudaginn 1. ágúst nk. kl.
11 í safnaðarheimilinu Borgum (úti ef
veður leyfir). Sr. Sigurður Arnarson
þjónar fyrir altari og prédikar. Lára
Bryndís Eggertsdóttir annast tónlistar-
flutning. Að stundinni lokinni (um kl.
11.35) mun Sögufélag Kópavogs
leiða göngu um nágrenni Kópavogs-
kirkju. Að göngu lokinni verður boðið
upp á kaffi og kleinur í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessa
í Laugarneskirkju sunnudaginn 1.
ágúst kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir
sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi
Ragnarssyni organista. Félagar úr Fíl-
harmóníunni leiða sönginn. Heitt á
könnunni og smá nart, í safnaðar-
heimilinu að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Sumar-
messa í Laugarneskirkju sunnudag-
inn 1. ágúst kl. 11. Guðbjörg Jóhann-
esdóttir sóknarprestur þjónar ásamt
Magnúsi Ragnarssyni organista. Fé-
lagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn.
Heitt á könnunni og smá nart, í safn-
aðarheimilinu að messu lokinni.
Messan er sameiginleg fyrir söfnuði
Laugardalsprestakalls.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Allt
helgihald fellur niður til 15. ágúst.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Helgihaldið verður í garðinum ef veður
leyfir, annars í safnaðarheimili með
kaffihúsasniði. Félagar úr kór Nes-
kirkju leiða söng. Prestur er sr. Stein-
unn Arnþrúður Björnsdóttir.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós |
Hestamessa- og útivistarguðsþjón-
usta í Reynivallakirkju sunnudaginn 1.
ágúst kl.14. Guðmundur Ómar
Óskarsson organisti leiðir sálmasöng
ásamt kirkjukór Reynivallapresta-
kalls. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknar-
prestur þjónar fyrir altari.
Formaður framkvæmdanefndar tekur
fyrstu skóflustungu að aðstöðuhúsi
milli kirkju og kirkjugarðs. Formaður
sóknarnefndar kynnir lagfæringar á
kirkjugarði.
Kaffi og meðlæti á pallinum við
prestssetrið eftir messuna. Allra sótt-
varna verður gætt.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs-
þjónusta í Skálholtsdómkirkju kl. 11.
Sr. Axel Á. Njarðvík annast prests-
þjónustuna. Veitingahúsið Skálholt er
opið í hádeginu, sem og alla daga.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í
Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í sumar-
messunum. Sjá Garðakirkja hér í síð-
unni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Akrakirkja á Mýrum.
ESB er miklu
meira en sam-
eiginlegur mark-
aður og evran.
Á hverjum
einasta degi, og
oft á dag, erum
við með hluti –
alls kyns varn-
ing; matvöru,
fatnað, heim-
ilisbúnað, áhöld
og verkfæri, líka
öll rafmagnstæki, vélar, far-
artæki og bílinn okkar – í
höndunum, þar sem einmitt
ESB hefur tryggt okkur
mestu möguleg þægindi, um-
hverfisvænar lausnir og um-
fram allt öryggi og gæði í
notkun.
Allt sem við erum með í
höndunum og notum, sem er
CE-merkt, hefur þurft að
uppfylla stífar kröfur ESB og
prófanir um vænar lausnir
fyrir neytendur og aðra not-
endur, lágmarks orkunotkun
og minnsta mögulega um-
hverfisspillingu og, eins og áð-
ur segir, hámarks öryggi og
endingu.
Þessi starfsþáttur ESB er
einn af lykilþáttum sambands-
ins hvað varðar okkar daglega
líf; trygging hagsmuna og vel-
farnaðar þegna þess.
En ESB kemur víða annars
staðar við sögu og hefur já-
kvæð áhrif á líf okkar, um-
hverfi, athafnafrelsi og ör-
yggi.
Baráttan fyrir „virðingu
mannsins“ og sameiginleg
mannréttindi
okkar – frelsi til
orðs og æðis –
standa efst á
blaði hjá ESB.
Eru 1. einkunn-
arorð sam-
bandsins.
Næst má
telja jafnrétt-
isbaráttuna;
baráttuna fyrir
jafnrétti
kynjanna, hör-
undsdökkra,
hinsegin fólks,
fatlaðra og allra annarra sem
minna mega sín gagnvart
þeim sem meira mega sín, en
líka baráttuna fyrir sér-
stökum réttindum kvenna.
ESB lætur sérstaklega að
sér kveða í þessum efnum í
Póllandi og Ungverjalandi
þessa dagana, en þar þrengja
stjórnvöld að frelsi og jafn-
rétti ýmissa hópa.
ESB leggur líka mikla
áherslu á sameiginlega heil-
brigðisvelferð okkar, ekki síst
á sviði hollustu, heilnæms lífs,
forvarna og fyrirbyggjandi
aðgerða.
Forystuhlutverk ESB í því
að láta þróa og útvega öllum
aðildarríkjunum 27, svo og Ís-
landi og Noregi, bóluefni
gegn Covid er auðvitað skýrt
dæmi um það, en Evrópa
virðist nú vera mest og best
bólusetta álfa heimsins.
Við getum í raun mikið
þakkað ráðstöfunum ESB þá
staðreynd að við erum nú
flest hér bólusett og Covid-
varin, þó að veiran herji enn
nokkuð á, en auðvitað með
miklu mildari afleiðingum.
Hluti af sömu viðleitni ESB
er samstilling sjúkratrygg-
inga í Evrópu, sem leiddi til
útgáfu hins evrópska sjúkra-
tryggingarkorts, sem veitir
Íslendingum aðgang að
sjúkraþjónustu og sjúkra-
tryggingu í 28 öðrum evrópsk-
um löndum.
ESB vinnur líka hratt og
skipulega að því að tryggja
okkar sameiginlega neytenda-
rétt og neytendavernd (það
hefur knúið fram sanngjörn
símakjör fyrir alla ESB- og
EES-símanotendur, þar sem
menn geta hringt á eigin
heimagjaldi um alla álfuna,
styrkt réttindi ferðamanna
gagnvart flugfélögum og ann-
arri ferðaþjónustu, tryggt
neytendum sanngjörn þjón-
ustugjöld banka o.s.frv.).
Það óskoraða ferðafrelsi,
dvalarfrelsi, námsfrelsi og
starfsfrelsi sem við njótum
um mestalla Evrópu er líka
ESB að þakka.
Það sama gildir þegar kem-
ur að baráttunni gegn verð-
samráði, einokun og markaðs-
misnotkun stórfyrirtækja og
alþjóðlegra auðhringa. Þar
vakir ESB yfir hagsmunum
okkar og velferð og bregst
hart við þegar neytendur eða
almenningur eru beittir órétti
eða yfirgangi.
ESB leggur mikla áherslu á
okkar sameiginlegu evrópsku
menningararfleifð svo og á
viðvarandi menntun og menn-
ingu íbúa álfunnar og fjár-
mögnun hennar.
ESB er leiðandi afl á sviði
sameiginlegrar tæknilegrar
framþróunar okkar, innleið-
ingar stafrænna lausna og
gervigreindar og fjármögn-
unar slíkrar framtíðartækni.
Úthlutanir og styrkir, líka til
íslenskra einstaklinga og fyr-
irtækja, eru ríflegir og fjöl-
margir.
Þegar kemur að umhverf-
isvernd og minnkun meng-
unar og eiturefna og barátt-
unni gegn spillingu lofts, láðs
og lagar, eyðingu dýra, nátt-
úru og skóglendis, ekki bara í
Evrópu heldur um allan heim,
gegnir ESB óumdeildu for-
ystuhlutverki.
ESB er líka sá aðili sem
annast og tryggir sameiginleg
ytri landamæri Evrópu.
Það er því sannarlega mik-
ilvæg og margvísleg þjónusta
sem ESB veitir bandalags-
þjóðum sínum, svo og okkur
tengdum EFTA-þjóðum, fyrir
utan alls kyns viðskipta- og
efnahagsmál, en á því sviði
tryggir sambandið okkur öll-
um frjálsan og jafnan mark-
aðsaðgang og athafnafrelsi.
Stundum hefur maður það
á tilfinningunni að sumir hér
haldi að þetta hafi allt komið
af sjálfu sér, eða sé okkur
sjálfum allt að þakka, en það
er fjarri lagi.
Það sem ESB gerir
dagsdaglega fyrir okkur
Eftir Ole Ant-
on Bieltvedt
Ole Anton
Bieltvedt
»ESB er miklu
meira en sam-
eiginlegur mark-
aður og evran.
Höfundur er alþjóðlegur
kaupsýslumaður og stjórn-
málarýnir.
Messur á morgun
Ég var nýkomin
til Spánar er ég
fékk símtal um að
Ragga mín væri dá-
in, mér varð um og
ó. Ég kvaddi hana áður en ég fór,
þetta voru sorglegar fréttir, svo
var hún jörðuð síðasta fimmtu-
dag og þá var ég í flugi heim til
Íslands, en Ragga þráði hvíldina,
hún sagði það oft við mig.
Ragga var ættuð úr Gnúp-
verjahreppi eins og ég og var
hún fermingarsystir systur
minnar heitinnar, hún fer síðust í
röðinni af þeim. Þegar ég flutti á
Selfoss 1974 urðum við strax
Ragnheiður
Zóphóníasdóttir
✝
Ragnheiður
Zóphóníasdótt-
ir fæddist 26. ágúst
1930. Hún lést 29.
júní 2021.
Útförin fór fram
15. júlí 2021.
nánar vinkonur,
hún tók mér opnum
örmum, þessi elska,
sem nú er komin til
Stebba síns sem
hún saknaði mikið
og sagði oft við mig
að hún væri ein-
mana.
Hér á árum áður,
skömmu eftir að við
hjónin fluttum
heim, tókum við upp
á því að spila saman vist, alltaf á
föstudögum, en eftir að hún
missti manninn sinn spiluðum við
allt mögulegt annað. Það var allt-
af fjör í kringum Röggu mína,
hún var dugnaðarkona alla tíð og
sakna ég hennar mikið. Ég ætla
fljótlega að heimsækja hana út í
kirkjugarð að tala við hana og
segja henni hversu mikið ég
sakna hennar.
Sólrún Guðjónsdóttir.
Elsku Malla, hér
skilur leiðir. Myndir
og minningar koma í
hugann, við áttum
margar ljúfar stund-
ir. Börnin okkar Rafn og Sigurdís
leiddu okkur saman fyrir rúmum
aldafjórðungi. Með okkur tókst
einlæg vinátta og kærleiksbönd
sem aldrei bar skugga á. Ég kom
fljótlega á fallegt heimili ykkar
Bödda (Björn Líndal) og mætti
mikilli hlýju. Rafn var eina barn
ykkar og mikil gleði hefur verið að
fá hann í faðminn, heilbrigðan lít-
inn dreng. Það er svo að lífinu
fylgja bæði gleði og sorgir. Þú
fórst ekki varhluta af því. Að fæða
þrjá drengi á þremur árum, sem
allir dóu á fyrstu dögum lífsins,
hefur fylgt mikil sorg og harmur. Í
þá daga var ekki sálusorgun né
áfallahjálp. Þá var ekki til siðs að
tala um áföll og tilfinningar, en
fólki ætlað að bera höfuðið hátt og
harm sinn í hljóði. Það hefur verið
mikil hamingja að fá Rafn og upp-
skera barnalán. Þið umvöfðuð
hann ást og umhyggju. Þú varst
einnig kærleiksrík við allt þitt
fólk.
Þegar Rafn fór að heiman í
menntaskóla tókuð þig Böddi
skiptinema frá Frakklandi, Jean-
Luc. Alla tíð hélduð þið góðum
tengslum við hann og fjölskyldu,
og það gagnkvæmt. Síðast kom
hann með konu sína, barn og for-
eldra og dvaldi hjá ykkur á Húsa-
vík. Ykkur hugnaðist að sýna þeim
höfuðborgina. Þá var íbúðin mín
föl í nokkra daga og þið nutuð
samveru sunnan heiða. Þá var
Björn Líndal yngri fæddur – gló-
kollur og gleðigjafi, fyrsta barna-
barn Möllu. Árið 1998 fluttu Sig-
urdís og Rafn til Noregs í sérnám.
Þar bættust tvö börn við fjölskyld-
una, Fannar Steinn og Harpa
Dögg. Mál þróuðust svo að fjöl-
skyldan ílengdist í Osló.
Þegar litið er til baka fóru
Málmfríður
Pálsdóttir
✝
Málmfríður
Pálsdóttir
fæddist 8. febrúar
1936. Hún lést 15.
júlí 2021.
Útförin fór fram
26. júlí 2021.
Malla og Böddi oft til
Noregs og fjölskyld-
an okkar kom heim.
Við áttum margar
góðar stundir sam-
an, á ýmsum tímum
árs og einnig um jól
bæði í Ósló og
Nönnó. Ævinlega
fagnaðarfundir og
Malla umvafði
barnabörnin. Hún
fór sem au-pair til
Osló eitt vorið, til að vera með
tveimur ömmustrákum. Margs er
að minnast.
Breyting varð þegar Böddi lést
fyrir fjórum árum. Þá áttum við
Karla Dögg, dóttir mín, frábæra
samveru með Möllu, Rafni, Sigur-
dísi og börnum á Húsavík. Eitt
kvöldið spiluðu þau kubb úti og
mikið fjör. Við Malla sátum hlið við
hlið, sveipaðar einu teppi, glaðar
með okkar fólki. Fyrir jólin 2019
komu Rafn og Sigurdís og sóttu
Möllu og hún ílengdist í Osló fram
á sumar 2020. Það var Covid sem
raskaði ferðaáætlun en frábært að
hún fékk góðan tíma og naut sam-
veru með barnabörnunum og
fylgdist með þeim í leik og starfi.
Síðastliðið haust fór heilsa
Möllu versnandi. Hún kom suður
til læknis. Í apríl kom hún enn í
eftirlit – við hittumst eins og fyrr,
áttum frábæra dagstund og fórum
yfir mörg mikilvæg mál. Þar var
líka glens og gaman – en ljóst að
heilsa Möllu hafði versnað. Rétt
mánuði seinna var hringt frá Osló.
Malla hafði fengið heilablóðfall og
var komin til Akureyrar. Þá er
erfitt að eiga sína nánustu í öðru
landi og einnig erfitt fyrir fjöl-
skylduna þar. Við Karla Dögg
drifum okkur norður, það var mik-
ilvægt að Malla sæi fjölskylduna
sína og þau gætu talað við hana. Á
slíkum stundum þakkar maður
tæknina. Malla naut þess ekki síð-
ur en fjölskyldan að sjá fólkið sitt
á skjánum þó hún ætti erfitt með
mál. Síðan kom Rafn og átti góða
daga með móður sinni. Ljóst var
að hverju stefndi. Að leiðarlokum
þakka ég lífinu fyrir Möllu. Minn-
ingarnar lifa. Ástvinum votta ég
dýpstu samúð.
Harpa Njáls.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til
birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar