Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 26

Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 ✝ Þorgeir Brimir Hjaltason fæddist 31. ágúst árið 1939 í Brunn- vör á Raufarhöfn. Hann lést á HSN á Húsavík þann 20. júlí 2021. Foreldrar hans voru Hjalti Frið- geirsson, f. 10.12. 1911, d. 30.5. 1981, frá Hóli á Sléttu og Þórhildur Kristinsdóttir, f. 29.1. 1913, d. 15.7. 1995, frá Garð- stungu í Þistilfirði. Þorgeir Þorgeir og Signý eignuðust fimm börn: 1) Þórhildur Hrönn, f. 1961, fyrrverandi maki Gunn- ar F. Jónasson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Fjóla Björg, f. 1964, maki Þorbergur Gestsson, þau eiga þrjú börn, eitt þeirra er látið, og fimm barnabörn. 3) Heiða Ingunn, f. 1970, fyrrverandi maki Magnús Einarsson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, en Magnús átti eitt barn fyrir. 4) Hörður Ingimar, f. 1970, maki Kristín Þ. Pálsdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn, en Kristín átti eitt barn fyrir. 5) Hugrún Elva, f. 1977, fyrrverandi maki Sæmundur Jóhannsson, þau eiga eitt barn. Útför Þorgeirs fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag, 31. júlí 2021, klukkan 14. Brimir ólst upp í stórum systk- inahópi en þau voru samtals ellefu og var Þorgeir elstur þeirra. Þorgeir Brimir kvæntist Signýju Einarsdóttur, f. 22.4. 1940, þann 29.12. 1962. Segja má að Þorgeir hafi starf- að við sjómennsku á Rauf- arhöfn frá 10 ára aldri til 67 ára aldurs. Ég hef ekki verið nema sjö ára gömul þegar afi hætti á sjó. Við sátum oft saman við eldhús- gluggann og fylgdumst með bát- um koma í höfn og tókum ósjald- an rúnt niður að bryggju til þess að athuga hve vel hafði fiskast. Ég varði miklum tíma hjá ömmu og afa í Akurgerði á uppvaxt- arárum og þar leið mér einstak- lega vel. Ég upplifði aldrei að ég væri að ónáða afa. Hann var þol- inmóður, umburðarlyndur og mikill húmoristi. Honum tókst svo vel að gefa mér hlutverk, til dæmis þegar leið okkar lá inn í bústað í Þverárdal. Þá bað hann mig að láta sig vita þegar ein- breiðar brýr væru fram undan svo hann gæti undirbúið sig. Auðvitað vissi hann hvenær von væri á þeim en gekk úr skugga um að ég upplifði að ég skipti máli. Afi eyddi miklum tíma í skúrn- um þar sem hann vann hin ýmsu verk, skapaði og smíðaði. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna hann kenndi mér ekki að smíða og nota verkfæri. Sýndi ég því aldrei áhuga og bjóst afi ekki við því að áhuginn gæti kviknað? Í dag er mér þó ljóst að hann kenndi mér eitthvað mun dýr- mætara. Ég hef alla tíð verið mikil tilfinningavera og trúi því að afi vissi nákvæmlega á hverju ég þurfti að halda. Hann kenndi mér að yrkja ljóð. Hann gaf mér verkfæri til að vinna úr áföllum og komast í gegnum erfiða tíma en sorgina hef ég bundið í ljóðum og textum síðan ég var barn. Afi gaf mér eina dýrmætustu gjöf sem ég hef fengið. Manstu það ekki afi allt sem færðir þú mér. Ég veit ekki hvort ég hafi af einlægni þakkað þér. Ég kveð þig með hlýju í hjarta, finn í huga mér ró. Ég man þig dagana bjarta er umhverfið speglast í sjó. Þorbjörg Eva Magnúsdóttir. Þorgeir Brimir Hjaltason ✝ Elín Bjarney Jóhannsdóttir, Elley, fæddist í Vestmannaeyjum 19. september 1944. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. júlí 2021. Foreldarar hennar voru Sig- ríður Júnía Júníus- dóttir og Jóhann Eysteinsson. Systur Elleyjar eru Sigrún, f. 1938, d. 1983, og Selma, f. 1942. Eiginmaður Elleyjar er Svav- ar Sigmundsson, fæddur í Vest- mannaeyjum 1944. Móðir hans var Klara Kristjánsdóttir frá Vestmannaeyjum og faðir var Elley ólst upp í Vest- mannaeyjum þar sem hún unni sér alltaf vel. Á yngri árum tók hún virkan þátt í íþróttastarfi Týs í handbolta. Sem ung kona fór hún til Noregs, nánar til- tekið til Voss þar sem hún var í lýðháskóla á íþróttasviði í tvö ár. Elley og Svavar giftu sig á jóladag 1964 og byrjuðu sinn búskap í Hásteinsblokkinni í Vestmannaeyjum. Þar bjuggu þau til ársins 1967 er þau fluttu á Heiðarveg og hafa búið þar síðan. Elley vann lengst af bók- halds- og skrifstofustörf, fyrst hjá Vinnslustöðinni og síðar hjá sínu eigin fyrirtæki, Brimnesi, sem hún rak ásamt eiginmanni í 33 ár. Elley var mikil hann- yrðakona og hafði áhuga á ætt- fræði, ferðalögum og málum líðandi stundar. Útför Elleyjar fór fram í Landakirkju 22. júlí 2021, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Sigmundur Karls- son frá Stokkseyri. Börn Elleyjar og Svavars eru þrjú: 1) Héðinn, f. 1965, eiginkona Jóna Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1967, börn þeirra eru Guð- mundur Þór, f. 1993, Elín Harpa, f. 1996, Tómas Árni, f. 2000. 2) Jóhanna Sigríður, f. 1972, eiginmaður Stefán Guðmundsson, f. 1967. Dætur Jóhönnu eru Rakel Ása, f. 2001, og Katrín Svava, f. 2004. 3) Svavar Örn, f. 1976, sambýliskona Sara María Pål- son, f. 1981. Dóttir Svavars er Díana Dögg, f. 2001. Mamma mín elskuleg er fallin frá eftir langvinna baráttu við krabbamein. Hún barðist hetju- lega gegn sjúkdómnum en meinið var ólæknandi. Það er sársauka- full staðreynd. Ég syrgi yndislega móður sem alltaf tók fullan þátt í lífi mínu af heilum hug og af öllu hjarta. Með sínu fallega og hlýja brosi, gáfum sínum og jákvæðni var hún svo gefandi. Hún kenndi manni að nálgast viðfangsefni hversdags- ins sem og flókin verkefni lífsins af æðruleysi, kærleika og þraut- seigju. Aldrei kom maður að tóm- um kofunum þegar mann vantaði upplýsingar um bara hvað sem var. Hún var vel að sér í svo mörgu og fylgdist vel með. Alla tíð átti hún tíma og þol- inmæði fyrir mig. Þetta breyttist aldrei þótt sambandið og vináttan þroskaðist og dýpkaði, viðfangs- efnin og umræðurnar breyttust. Hún studdi mig og mína í leik og starfi af heilum hug. Velferð okk- ar skipti hana öllu máli. Að vera með mömmu í góðu spjalli yfir kaffibolla, þar sem hún sagði mér sögur af því þegar hún var lítil stelpa í Eyjum, æskuvin- konum sínum, handboltanum, námsdvölinni í Noregi og þegar þau pabbi kynntust. Ég verð æv- inlega þakklátur fyrir allar minn- ingarnar og góðu stundirnar sem ég átti með mömmu. Mamma var réttsýn og heið- arleg. Hún var sá klettur og sú fyrirmynd sem maður getur ein- ungis óskað sér að eiga í móður sinni. Það verður erfitt að laga sig að lífinu án mömmu. Hennar gildi og eiginleikar munu hins vegar vera minn vegvísir. Ég mun ávallt sakna hennar en ég veit að hún gætir mín og mun aldrei fara frá mér. Héðinn. Elsku mamma mín Nú er komið að leiðarlokum. Í þetta skiptið sigraði meinið sem þú tókst á við eins og hetja þrisv- ar á lífsleiðinni og af miklu æðru- leysi. Mikið á ég eftir að sakna þín. Sakna þess að taka spjall um heima og geima, hringja í þig þegar ég er að viðra Storminn og segja þér frá því sem ég er að gera. Mikið á ég eftir að sakna þess að koma á Heiðarveginn þar sem þú tókst alltaf á móti okkur með hlýju og fallega brosinu þínu. Það verður skrýtið án þín en pabbi heldur áfram að taka á móti okk- ur með opnum örmum. Takk fyrir allt elsku mamma. Fyrir hvatninguna, stuðninginn og leiðsögnina í lífinu. Fyrir að stappa í mig stálinu þegar ég þurfti á að halda og hafa trú á mér í mínum verkefnum. Góða ferð í sumarlandið sem við töluðum oft um í veikindum þínum og vorum sannfærðar um að þar myndi þér líða betur. Við hittumst á ný síðar þegar minn tími kemur. Þangað til veit ég að þú vakir yfir okkur öllum. Elska þig af öllu hjarta Og þó að í vindinum visni á völlum og engjum hvert blóm og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm, og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó, hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason) Þín Jóhanna Sigríður (Hanna Sigga). Elín Bjarney Jóhannsdóttir Um 1970 var svo komið á skrifstofu Alþingis að hrúgast höfðu upp óútgefnir árgangar af Alþingistíðindum, nærri heill áratugur. Af rótgró- inni sparsemi í rekstri þingsins hafði einungs einum manni, að vísu óvenjuafkastamiklum, verið ætlað að búa ræður undir prent- un. Þingmenn og blaðamenn þurftu því að grafa eftir handrit- um í þinghúsinu ef þeir vildu vitna í nýlegar ræður. Þegar skörung- urinn Eysteinn Jónsson var kos- inn forseti þingsins haustið 1971 réðst hann í að breyta útgáfu Sigrún Árnadóttir ✝ Sigrún Árna- dóttir fæddist 6. september 1927. Hún lést 9. júlí 2021. Útför Sigrúnar var gerð 20. júlí 2021. þingtíðindanna, láta þau koma í réttri tímaröð og prenta þau vikulega. En jafnframt skipulagði Eysteinn prentun óútgefinna árganga og kallaði í það verk námsmenn í hluta- starfi og réð a.m.k. þrjá í fullt starf. Sneru menn sér til Óskars Halldórs- sonar um ráð í því sambandi. Ósk- ar benti þá á konu sína, Sigrúnu Árnadóttur, sem væri tilvalin til starfans. Þetta var 1974 en síðar komu Sigrúnu til aðstoðar Guð- rún Stefánsdóttir og Björgvin Kemp. Lauk þessi vaska sveit, sem hafði aðstöðu í Vonarstræti 8, verki sínu á nokkrum árum og tók svo við hinni vikulegu útgáfu þingtíðindanna í framhaldi af því. Það var mikið happ fyrir Al- þingi og skrifstofu þess að fá Sig- rúnu til liðs við sig. Hún mótaði þegar í upphafi starfið, setti metnaðarfullan staðal sem engum leiðst að víkja frá. Virðing hennar fyrir verkefninu og viðhorf til þess réð öllu um þann anda sem ríkti í Vonarstræti 8. Hann smit- aði frá sér og hefur verið leiðar- mark allar götur síðan. Þar var landsliðið í útgáfu og ritstjórn. Sigrún var rösk, samviskusöm og afburðavandvirk. Allur frágangur handrita frá henni var eins og setjarar í prentsmiðjum gátu frekast óskað sér, enda rithöndin skýr og fögur. Síðar tileinkaði hún sér áreynslu- og áhyggju- laust nýja tækni í textavinnslu. Vonarstræti 8 varð á þessum árum allmikil akademía og kaffi- tímar ógleymanlegir og einatt kostulegir. Móðir hússins var Guðmunda Þorgeirsdóttir, sú ein- stæða kona, en á fleti sátu bóka- verðirnir Lárus Blöndal magister og Eiríkur Eiríksson frá Dag- verðargerði og Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli sem vann að út- gáfu Alþingismannatals, allir ólíkir að framgöngu og skapgerð. Sigrún hafi góða kímnigáfu og kynti stundum undir í orðasenn- um þeirra karlanna. Gestur Magnússon og Björg Her- mannsdóttir, sem sátu líka við borðið, voru á bandi friðarins. Sigrúnu auðnaðist oft að gefa þessum samverustundum starfs- manna í húsinu ríkara innihald með tali sínu um bókmenntir, menningu og sögu. Hún var góður hagyrðingur og naut sín vel á árshátíðum starfsmanna þar sem aðeins mátti fara með bundið mál. Málhög var hún umfram nær alla aðra. Sigrúnu verður seint fullþakk- að fyrir störf sín á skrifstofu Al- þingis og holl og langæ áhrif þar. Það var sjaldgæf unun að tala við Sigrúnu. Góðvild einkenndi hana í einu og öllu og þekking hennar á mörgum sviðum með af- brigðum góð, agi á öllu og alvara með hæfilegum skammti af gam- ansemi. Af hennar fundi fór eng- inn óglaðari en hann kom, og oft- ast með meiri göfgi í sálinni. Blessuð veri minning hennar. Helgi Bernódusson. Elsku Kiddi. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar um þig. Það var alltaf stuð og nóg að gera í kringum þig. Stórfjöl- skyldan var þér mikilvæg og þér þótti alltaf vænt um það þegar hún kom öll saman á jóladag og á 17. júní. Þú og mamma voruð forsprakkar skipulagningarinn- ar á þessum dögum. Með árunum jókst samgang- ur okkar á milli og alltaf var gaman að fá ykkur Dídí í heim- sókn í boð. Sérstaklega standa upp úr hrekkjavökupartíin og gamlárskvöldin. Krakkarnir biðu alltaf spennt eftir að þú Kristinn Kristinsson ✝ Kristinn Krist- insson fæddist 30. nóvember 1953. Hann lést 11. júlí 2021. Útför Kristins fór fram 22. júlí 2021. kæmir eftir mið- nætti á gamlárs- kvöld og sprengdir restarnar af flug- eldunum og byggir til brennu með þeim. Ekki má gleyma að minnast á heimsóknirnar til ykkar í Öndverðar- nesi í páskaeggja- leit þar sem þú lagðir mikið upp úr því að fela egg út um allt fyrir krakkana. Krakkarnir okkar voru farin að líta á þig sem einn af öfum sínum og tala um þig sem afa Kidda. Þú sagðir okkur að vera dug- legar að skapa skemmtilegar minningar með börnunum okkar því það væri það sem skipti máli hjá þeim þegar þau yrðu eldri. Við eigum eftir að sakna þess að þú takir á móti okkur opnum örmum og með stóra brosið þitt. Þínar frænkur, Hildur, Áslaug og Ragna. Þá er nú mín kæra systir og mín „önnur móðir“ látin á sínu 91. aldursári. Á þessum tímamótum langar mig að reyna að festa fáein orð á blað þó ekki væri nema til að sýna þakklæti fyrir allt það sem þau Ragnar snerust í kringum mig þegar ég var ungur. Við vorum sjö systkinin í Hjarðarholti og þar af bara ein systir. Friðgerður var hún skírð en alltaf kölluð Didda. Í þá daga var ekki til þvottavél og ekki hrærivél svo þá urðu hendur og þvottabretti að duga. Ekki var útivinnan auðveldari, slegið var með hestum, þurrkað og snúið með handafli og tekið saman og flutt í hlöðu. Svona voru nú bú- skaparhættirnir á þessum tím- um. Í þessu öllu tók Didda fullan þátt ásamt kaupakonum og frænkum norðan úr Höfðahverfi, Friðgerður Þórðardóttir ✝ Friðgerður Þórðardóttir fæddist 11. október 1930. Hún lést 4. júlí 2021. Útför Frið- gerðar var gerð 15. júlí 2021. að ógleymdri Jó- hönnu Kristjóns- dóttur rithöfundi sem dvaldi nokkuð mörg sumur heima og vann alltaf í hey- skapnum. Í þessu stóð Didda sig til jafns við karlpen- inginn. Eftir vinnu- daginn úti við rétti hún móður okkar oftast hjálparhönd því heimilið var stórt. Didda var mjög félagslynd og söng í mörg ár í kirkjukórnum og stundaði nám í húsmæðra- og hússtjórnarskólum bæði á Akur- eyri og Reykjavík. Hún var drjúg hannyrðakona og eru til dæmis veggteppi eftir hana á nokkrum heimilum enn í dag. Svo liðu árin og aðdáendahópurinn stækkaði óðum. Henni leist vel á einn þeirra, Ragnar Guðmundsson frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Hann varð kennari og síðar aðstoðar- skólastjóri til margra ára. Syn- irnir urðu tveir, Logi tölvunar- fræðingur og Valur lyfjafræðingur, og svo barnabörn og langömmubörn sem erfa munu landið. Eitt vil ég segja að lokum, en eftir að þau Didda og Ragnar stofnuðu sitt fyrsta heimili hér í Reykjavík í Karfavogi 25 var eins og það yrði nokkurs konar útibú að heiman, þangað komu allir sem erindi áttu suður og alltaf stóð það öllum opið bæði í mat og drykk eins og best varð á kosið. Elsku Didda, hafðu ævarandi þökk fyrir alla þína hjálpsemi og umhyggju við mig og mína. Þinn bróðir, Andrés. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN BJARNEY JÓHANNSDÓTTIR, Elley, Heiðarvegi 27, Vestmannaeyjum, lést 13. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Starfsfólki færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Svavar Sigmundsson Héðinn Svavarsson Jóna Guðrún Guðmundsdóttir Jóhanna Sigr. Svavarsdóttir Stefán Guðmundsson Svavar Örn Svavarsson Sara Maria Pålson og barnabörn HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.