Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 30 ÁRA Þórey Ebba fæddist í Reykjavík á Landspítalanum við Hringbraut en ólst upp í vesturbæ Kópavogs þar sem hún gekk í Kárs- nesskóla. Árið 2011 varð hún stúd- ent í Fjölbrautaskólanum Garðabæ. „Ég er mikil fjölskyldumann- eskja og finnst best að eyða frítím- anum með stráknum mínum, hon- um Viktori Inga, og manninum mínum, Sigga. Svo veit ég ekkert betra en að fara í göngutúr eða hjóla úti í náttúrunni og það er eig- inlega mitt helsta áhugamál í dag.“ Þórey Ebba starfar á Landspít- alanum á göngudeild þvagfæra og er í sjúkraliðanámi samhliða því. „Áhuginn á sjúkraliðanum kviknaði þegar ég vann við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð árið 2016 en það var eitt mest gefandi starf sem ég hef verið í.“ FJÖLSKYLDA Þórey Ebba er í sambúð með Sigurði Má Eggertssyni, lög- fræðingi og persónuverndarfulltrúa, f. 6.8. 1989. Sonur þeirra heitir Viktor Ingi Sigurðssons og er fæddur 16.10. 2017. Foreldrar Þóreyjar Ebbu eru hjónin Ingi Þór Edvardsson bókari, f. 20.11. 1958, og Eybjörg Guðmundsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, f. 29.5. 1960. Þau eru búsett í Reykjavík. Þórey Ebba Ingadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu engan þvinga þig til sam- komulags í dag heldur láttu í þér heyra. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við. 20. apríl - 20. maí + Naut Samstarfsfólk þitt er sérstaklega samvinnuþýtt þessa dagana. Láttu eftir í litlu málunum og haltu þínu striki í þeim stóru. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Enda þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þér þyki lofið gott skaltu var- ast að leggja of mikið upp úr því - dramb er falli næst. Ekki er gott að taka ákvarð- anir í dag. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þig langar til að flytja eða gera breytingar á heimilinu. Vitleysa eða hug- rekki? Vertu óhrædd/ur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er margt spjallað í kringum þig og það virðist valda þér einhverjum áhyggjum. Biddu fólk um að sýna þér skilning. 23. sept. - 22. okt. k Vog Vertu skjótur til að hrinda hug- myndum þínum í framkvæmd áður en einhverjir aðrir verða fyrri til og stela hug- myndum þínum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Frábært! Verkefni sem þú vinnur að fær meiriháttar undirtektir. Not- aðu tækifærið og skrifaðu undir samninga eða samkomulag í dag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú öðlast ekki aga með því neyða þig til að gera eitthvað sem þig langar ekki til að gera. Fólk heldur oft að það viti hvað öðrum er fyrir bestu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ekki einblína á það sem geng- ur illa, heldur það sem gengur vel og byggðu á því. Annars getur allt farið á versta veg. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það getur verið ósköp leiðinlegt þegar aðrir dragast aftur úr í samstarfinu. Ertu skrefi á undan eða eftir? Vertu á sama hraða og njóttu umhyggjunnar. ar. Mér er sérstaklega minnisstætt að sjá hofin sem reist voru til dýrðar Búdda og Gullna hofið. Það var magnað.“ Bernhard hefur lengi starfað innan Kiwanis-hreyfingarinnar og hefur verið virkur meðlimur í þremur klúbbum og forseti í þeim öllum ásamt því að vera svæðisstjóri. „Það er virkilega gefandi að vinna innan þessarar hreyfingar, eflandi og eykur ég á frændfólk en einnig hef ég farið bæði vegna vinnu og félagsstarfa.“ Honum er minnisstæð ferð þeirra hjóna með hluta af fjölskyldunni þeg- ar þau heimsóttu yngsta son sinn í Hong Kong. „Sú borg er ákaflega ólík því sem við þekkjum með mikl- um háhýsum og mikilli gróðursæld þegar borginni sleppir. Í þeirri ferð fórum við einnig til Japan, þar er menningin einnig allt önnur en okk- B ernhard Jóhannesson fæddist að Laugalandi í Stafholtstungum í Borgarfirði 31. júlí 1951. „Faðir minn var hollenskur og hafði komið hingað fyrst 1939 til að aðstoða íslenska garðyrkjubændur að stíga sín fyrstu skref í ylrækt, þá á Suðurlandi. Eftir stríð kom hann upp í Borgarfjörð þar sem hann svo kynntist móður minni 1945. Árið 1953 keyptu foreldrar mínir hlut úr garðyrkjustöð á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal og nefndu nýbýli sitt Dalbæ.“ Á Klepp- járnsreykjum var hann í barnaskóla, fór síðan í Héraðsskólann í Reykholti og ári síðar að Núpi í Dýrafirði og lauk þaðan gagnfræðiprófi 1970. Árið eftir keypti Bernhard garð- yrkjubýlið Sólbyrgi þar sem hann hóf búskap með Hugrúnu Björk, konu sinni, sem hann kynntist á Núpi. Seinna stækkuðu þau við sig og keyptu Dalbæ af föður Bernhards. Þar bjuggu þau næstu 27 árin eða til ársins 1998 þegar þau fluttust til Reykjavíkur. Þá höfðu þau stækkað stöðina upp í tæpa 6.000 m2 og var hún þá ein stærsta garðyrkjustöð á landinu. Einnig byggðu þau nýtt íbúðarhús. Á upphafsárum þeirra var þröngt í búi eins og gerist og gengur og var Bernhard þá á sjó á veturna á togaranum Neptúnusi RE sem var síðasti gufutogarinn sem gerður var út frá Reykjavík. „Þetta voru margir úthaldsdagar, ég man að einu sinni var ég 54 daga án þess að koma heim.“ Á yngri árum í Borgarfirðinum átti Bernhard hlut í flugvél, TF-LUX, með nokkrum vinum sínum og hafði mikla ánægu af því að skoða landið ofan frá ef svo má segja. Eftir að hann flutti suður eignaðist hann hlut í bát, Færeyingi sem nefndur er Böddi. „Á honum er gaman að sigla um og skoða landið frá öðru sjónar- horni og sækja aðeins í soðið.“ Bern- hard hefur gaman af því að fara um fallega landið okkar og var nokkur sumur bílstjóri á rútu og keyrði all- nokkra hringi um landið með fjölda skemmtilegs fólks. „Einnig höfum við hjónin farið í ýmsar ferðir þó oftast höfum við farið til Hollands þar sem víðsýni og hefur fært mér dýrmæta vini.“ Bernhard var fréttaritari Morgun- blaðsins í tíu ár í Borgarfirði og þekk- ir því marga. Síðan tók hann við sem slökkviliðsstjóri í uppsveitum Borg- arfjarðar á svæðinu frá Seleyri og fram í Húsafell. Eftir að garð- yrkjustöðin var seld lá leiðin til Brunamálastofnunar en þar vann Bernhard næstu 18 árin sem sér- fræðingur á slökkviliðasviði og hafði það verkefni að annast kennslu við Brunamálaskólann og hafa með höndum úttektir og eftirlit með slökkviliðum landsins. „Verkefnið var mjög fjölþætt og gaf mikla ánægju.“ Eftir starfslok hjá Mannvirkja- stofnun var næsti vinnustaður Viking Life Saving Equipment á Íslandi, var Bernhard þar næstu tvö árin sem ráðgjafi. Um þetta leyti var Bern- hard orðinn formaður Skógrækt- arfélags Kópavogs og tók fljótlega við sem framkvæmdastjóri. „Við hjónin höfum gaman af rækt- un grænmetis og blóma, einnig erum við með ávaxtatré í garðinum. Það eru nú ekki allir sem trúa því, en veðrið er ansi gott í Kópavoginum, ef ekki bara best á Íslandi.“ Eftir að Bernhard hætti að vinna hefur hann meiri tíma til að sinna áhugamál- Bernhard Jóhannesson garðyrkjubóndi og eftirlitsmaður – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Bernhard Þór, Bernhard, Hugrún Björk, Magni Már og Heiðar Örn. Veðrið best í Kópavoginum Afkomendur Fjölskyldan með öll- um barnabörnum á góðri stund. Hjónin Bernhard og Hugrún við Buddha á Lantau Island Hong Kong. Til hamingju með daginn Þau leiðu mistök urðu í afmælis- grein um Arnór Guðjohnsen í gær að innsláttarvilla var í dánarári móður hans, Arnrúnar Sigríðar Sigfúsdóttur, og stóð árið 1914 í stað ársins 2014. Mistök af sama toga voru í afmælisgrein um Gunn- ar Valgarðsson, 27. júlí sl., þar sem dánarár föður hans, Valgarðs Birk- is Guðmundssonar, var sagt 1916, í stað 2016. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.