Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur í ítölsku A- deildinni á komandi keppnis- tímabili. Rússneska félagið CSKA Moskva, sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár, tilkynnti í gær að samningur hans hefði verið framlengdur til ársins 2024 en Arn- ór jafnframt verið lánaður til Ve- nezia í eitt ár. Venezia er nýliði í A- deildinni en í hópi aðalliðs félagsins eru Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason og íslensk- ir piltar leika líka með unglingaliði Venezia. Arnór næsta árið í Feneyjum Morgunblaðið/Eggert Ítalía Arnór Sigurðsson spilar í A- deildinni á komandi tímabili. Handknattleikskonan reynda, Sól- veig Lára Kjærnested, hefur ákveð- ið að leggja skóna á hilluna eftir tuttugu ára nær samfelldan feril með meistaraflokki Stjörnunnar. Hún lék í eitt ár með Weibern í Þýskalandi en annars með Garða- bæjarliðinu þar sem hún varð fimm sinnum bikarmeistari, þrisvar Ís- landsmeistari og þrisvar deild- armeistari, og var lengi fyrirliði liðsins. Sólveig lék 63 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og var um árabil einn besti leikmaður íslensku úr- valsdeildarinnar. Sólveig hætt eftir langan feril Morgunblaðið/Árni Sæberg Hætt Sólveig Lára Kjærnested lék með Stjörnunni í 20 ár. JÚLÍ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Bakvörðurinn sprettharði, Kristinn Jónsson, hefur verið drjúgur með KR-ingum í júlí en Vesturbæingar unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í mánuðinum, gegn KA, Keflavík og Fylki, og skildu jafnir við Breiðablik. Eftir slitrótta byrjun á Íslands- mótinu hafa KR-ingar fært sig upp á skaftið og eru nú ekki langt frá því að blanda sér af alvöru í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn sem þeir misstu í hendur erkifjenda sinna í Val á síðustu leiktíð. Kristinn er leik- maður júlímánaðar hjá Morgun- blaðinu. Eftir 4:0-sigurinn á Fylki á Meist- aravöllum í síðustu umferð, sem var einn besti leikur Vesturbæinga á árinu, er KR í 3. sæti úrvalsdeild- arinnar eftir 14 leiki, með 25 stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Reykjavíkurstórveldin mætast ein- mitt í næsta leik, á Hlíðarenda mið- vikudaginn 4. ágúst. „Þetta voru bestu 90 mínúturnar okkar í sumar, við höfum byrjað leiki mjög vel án þess að halda það út all- an tímann. Þannig að þetta var klár- lega besti leikurinn okkar og sér- staklega á heimavelli,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum 2019 en síðan þá hafa þeir spilað 18 deildarleiki í Frostaskjóli og ekki unnið nema sex. „Ég held að Atli [Sigurjónsson] hafi orðað þetta ágætlega í viðtali um daginn: heimavöllur er enginn heimavöllur án áhorfenda. Ég spila betur þegar fleiri KR-ingar eru á vellinum, það er alveg klárt mál, þeir leika stórt hlutverk í þessu,“ út- skýrði Kristinn en kórónuveiru- faraldurinn hefur sett sinn svip á áhorfendapalla um allt land síðasta rúma árið. KR-ingar hafa í gegnum árin oftast verið vel studdir á heima- velli, sér í lagi þegar vel gengur. „Ég held að það sé gegnumgangandi alls staðar á Íslandi. Ef þú ert að spila skemmtilegan fótbolta þá kemur fleira fólk á völlinn.“ KR vann tvo af fyrstu sex leikjum sínum og var um tíma átta stigum frá toppsætinu. Júlí hefur hins vegar gefið Vesturbæingum vel og sigur gegn Val í næsta leik myndi hleypa mikilli spennu í toppbaráttuna. Kristinn segir þó ekkert róttækt hafa gerst frá upphafi móts. Kraftmeiri og skilvirkari „Það hefur svo sem ekkert breyst, við höfum bara jafnt og þétt verið að bæta okkur eftir því sem hefur liðið á mótið. Það er meiri kraftur í okkur og við erum skilvirkari á vellinum, bæði í vörn og sókn. Leikurinn gegn Fylki er gott dæmi um það og hvernig við erum að finna okkar besta form. Ég held að allir í okkar liði hafi átt toppleik, það er mjög erfitt að taka einhvern einn út fyrir og segja að hann hafi verið betri en annar. Þetta var sigur liðs- heildarinnar og gefur gott veganesti inn í erfitt prógramm í ágúst.“ Þá segist hann bíða stórleiksins með mikilli eftirvæntingu. „Þrjú stig á Hlíðarenda og við erum komnir á fullu inn í slaginn um þann stóra, þannig að það er mikil eftirvænting eftir þeim leik. Við erum með mjög reynslumikið lið og Valur sömuleið- is. Ég held að þetta verði frábær leikur.“ Hjálpar að hafa góða liðsfélaga Kristinn verður 31 árs í næsta mánuði en hann gekk til liðs við KR fyrir tímabilið 2018 eftir að hafa ver- ið í atvinnumennsku um tíma, bæði í Svíþjóð og Noregi. Undanfarin ár hefur hann þótt einn besti bakvörð- ur Íslandsmótsins og var til að mynda valinn besti leikmaður úr- valsdeildarinnar af Morgunblaðinu er KR-ingar urðu Íslandsmeistarar 2019. Sjálfur segist hann ekki fylgj- ast mikið með lofræðum fjölmiðla. „Ég fylgist nú ekki það mikið með þessari umfjöllun. Ég held að mín frammistaða síðan ég kom í KR sé búin að vera nokkuð góð og rúmlega það í flestum leikjum. Ég er ánægð- ur hér og spila með frábærum leik- mönnum, það hjálpar mikið til.“ Eftir frábært sumar 2019 fór titil- vörnin í súginn á síðustu leiktíð auk þess sem kórónuveirufaraldurinn herjaði ítrekað á mótið. Stöðva þurfti keppni nokkrum sinnum og að lokum var mótinu aflýst þegar lið áttu ýmist fjóra eða fimm leiki eftir. „Síðasta tímabil var bæði erfitt og skrítið. Við fengum stuttan undir- búning fyrir mótið sjálft og síðan var nokkuð mikið um að stoppa og byrja aftur, sem getur verið erfitt. Ég veit ekki hvort það hafi spilað eitthvað inn í að við séum með eldra lið en mörg önnur í deildinni. Það er svo sem kannski létt að fela sig á bak við það og að fimm umferð- ir voru eftir af mótinu. Eins og stað- an var, þegar keppni var slaufað, þá vorum við í fimmta sæti. Það var langt frá markmiðum okkar fyrir mót og klárlega má tala um það sem vonbrigði,“ segir Kristinn og ítrekar að KR-ingar ætli sér að gera betur í sumar. „Það eru fimm lið sem gera tilkall til þess að vera í þessari baráttu, ég held að þetta verði spennandi á loka- sprettinum. Jafnt og sterkt mót er það sem allir vilja, en við náttúrlega viljum vinna þann stóra,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið. „Við viljum berjast um þann stóra“ - Kristinn ánægður með þróun mála hjá KR og bíður Valsleiksins spenntur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bestur Kristinn Jónsson er leikmaður júlímánaðar hjá Morgunblaðinu. Hann fékk fimm M í fjórum leikjum og KR fékk tíu stig í deildinni. Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR-inga, var besti leikmaður júlí- mánaðar í úrvalsdeild karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Kristinn var annar tveggja leikmanna í deildinni sem fengu fimm M samtals í eink- unn hjá blaðinu í júlímánuði en hinn var Sindri Kristinn Ólafsson mark- vörður Keflavíkur. KR-ingar fengu tíu stig í fjórum leikjum í deildinni í júlí og Kristinn var mjög atkvæðamikill í stöðu vinstri bakvarðar en hann fékk tvö M í einkunn í tveimur þeirra. Í liði mánaðarins hér til hliðar er Kristinn vinstra megin á miðjunni í 3-4-3 leikaðferðinni, enda afar drjúgur í sóknarleik Vest- urbæinga. Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, er í þriðja sinn í úrvalsliði mán- aðarins og er eini leikmaðurinn sem hefur verið valinn í byrjunarlið þess í öll þrjú skiptin, í maí, júní og júlí. Hansen og Kristinn eru einmitt jafnir og efstir í M-gjöf Morgunblaðsins. Kristinn er í byrjunarliði mánaðarins í annað sinn, eins og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki. Orri Hrafn Kjartansson, miðjumaður Fylkis, hefur verið í 18 manna úrvali í öllum þremur mánuðunum, einu sinni í byrj- unarliðinu og er nú í annað sinn meðal varamanna. Þá hafa Joey Gibbs úr Keflavík og Sævar Atli Magnússon úr Leikni báðir verið einu sinni í byrjunarliði og einu sinni varamaður á þremur mánuðum og Atli Sigurjónsson er meðal varamanna í annað sinn. KR fékk 29 M í júlí, Keflavík 25, Víkingur 23, Leiknir 19, Valur 17, Breiðablik 15, Fylkir 15, HK 15, FH 14, KA 14, ÍA 14 en Stjarnan fékk að- eins 7 M í júlí. Lið júlímánaðar hjá Morgunblaðinu í Pepsi Max-deild karla 2021 VARAMENN: Gunnar Nielsen 4 FH Kristall Máni Ingason 3 1 Víkingur R. Orri Hrafn Kjartansson 3 1 Fylkir 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Fjöldi sem leik- maður hefur fengið 2 Sindri Kristinn Ólafsson Keflavík Kristinn Jónsson KR Andrés Manga Escobar Leiknir R. Frans Elvarsson KeflavíkHöskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Viktor Örlygur Andrason Víkingur R. Nikolaj Hansen Víkingur R. Birkir Valur Jónsson HK Arnór Sveinn Aðalsteinsson KR Hallgrímur Mar Steingrímsson KA Atli Barkarson Víkingur R. Atli Sigurjónsson 3 1 KR Joey Gibbs 3 1 Keflavík Steven Lennon 3 1 FH SævarAtli Magnússon 3 1 Leiknir R. 5 4 3 4 3 3 4 5 3 3 4 2 2 2 1 1 1 1 1 2 Kristinn var bestur í deildinni í júlí Pepsi Max-deild kvenna Fylkir – Valur ........................................... 1:5 Staðan: Valur 13 10 2 1 38:15 32 Breiðablik 13 9 1 3 46:20 28 Stjarnan 12 6 1 5 15:17 19 Þróttur R. 12 5 3 4 26:23 18 Selfoss 13 5 3 5 18:17 18 ÍBV 12 5 1 6 20:27 16 Þór/KA 13 3 5 5 14:20 14 Tindastóll 12 3 2 7 9:18 11 Keflavík 12 2 3 7 10:21 9 Fylkir 12 2 3 7 11:29 9 Ólympíuleikarnir 8-liða úrslit kvenna: Kanada – Brasilía ........................ (0:0) 4:3(v) Bretland – Ástralía .......................... (frl.) 3:4 Svíþjóð – Japan......................................... 3:1 Holland – Bandaríkin.................. (2:2) 4:6(v) _ Í undanúrslitum á mánudaginn kemur mætast Kanada – Bandaríkin og Ástralía – Svíþjóð. Pólland Górnik Zabrze – Lech Poznan ............... 1:3 - Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Lech Poznan. Danmörk B-deild: Jammerbugt – Lyngby ........................... 1:2 - Frederik Schram lék ekki með Lyngby vegna meiðsla. Freyr Alexandersson þjálf- ar liðið. 0-'**5746-' Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Þýskaland – Noregur.......................... 28:23 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Argentína – Brasilía............................. 23:25 Frakkland – Spánn............................... 36:31 _ Frakkland 8, Spánn 6, Þýskaland 4, Nor- egur 4, Brasilía 2, Argentína 0. Karlar, B-riðill: Japan – Barein..................................... 30:32 - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. - Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Svíþjóð – Egyptaland........................... 22:27 Portúgal – Danmörk ............................ 28:34 _ Danmörk 8, Egyptaland 6, Svíþjóð 6, Portúgal 2, Barein 2, Japan 0. _ Lokaumferð á morgun, sunnudag. E(;R&:=/D Ólympíuleikar Konur, B-riðill: Bandaríkin – Japan .............................. 86:69 Frakkland – Nígería ............................ 87:62 _ Bandaríkin 4, Frakkland 3, Japan 3, Níg- ería 2. Konur, C-riðill: Belgía – Púertó Ríkó............................ 87:52 Kína – Ástralía...................................... 76:74 _ Belgía 4, Kína 4, Ástralía 2, Púertó Ríkó 2. (2 stig fyrir sigur 1 fyrir tap). >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kópavogsv.: Breiðablik – Víkingur M19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Afturelding ....... L14 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.