Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Ein kunnasta og fegursta höll
endurreisnartímans í Rómaborg er
Palazzo Farnese sem reist var
snemma á 16. öld og að hönnuninni
komu nokkrir þekktustu arkitektar
og listamenn þess tíma. Sjálfur
Michelangelo hannaði til að mynda
efstu hæðina og gluggana á henni,
auk brúar sem átti að ganga yfir
Tíberfljót bak við höllina en var
aldrei byggð. Höllin er í eigu ítalska
ríkisins og árið 1936 afhenti það
hana Frökkum til 99 ára fyrir sendi-
ráð. Núverandi sendiherra Frakka á
Ítalíu gengst um þessar mundir fyr-
ir nauðsynlegum viðgerðum á höll-
inni og hefur í tengslum við þær
fengið til liðs við sig listamenn, landa
sína, sem setja með líflegum hætti
mark sitt á bygginguna og umhverfi
hennar meðan á viðgerðum stendur.
Á dögunum sveif í loftbelgjum
uppi fyrir aftan höllina, yfir Tíber,
verk listamannsins Oliviers Gros-
setetes „Farnese-brúin“. Hafði hann
gert eftirmynd af brú Michelangelos
úr pappa og sveif hún þar sem
meistarinn hafði ætlað henni stað.
Og nú í vikunni var sett utan á höll-
ina flennistórt verk listamannsins
vinsæla sem kallar sig JR. Er þar að
sjá sem hluta framhliðarinnar hafi
verið flett af höllinni svo sést inn í
súlnasali og á hinar kunnu freskur
og listaverk sem eru inni í höllinni.
Þyrpist fólk að til að skoða verkið.
AFP
Flughopp Franski listamaðurinn sem kallar sig JR tekur einkennisstökk sitt fyrir framan sköpunarverk sitt á endurreisnarhöllinni fögru, Palazzo Farnese.
AFP
Loftbrú „Farnese-brúin“, verk úr pappa eftir Olivier Grossetete, sveif yfir
Tíberfljóti í Róm, þar sem Michelangelo hannaði brú sem aldrei var byggð.
Listamenn takast á
við Farnese-höllina
Tónlistarhópurinn Umbra kemur
fram í sumartónleikaröð Hall-
grímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á
morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnis-
skrá tónleikanna eru íslensk þjóð-
lög og evrópsk miðaldatónlist.
Umbra var stofnuð haustið 2014
og hana skipa fjórar atvinnutónlist-
arkonur, Alexandra Kjeld, sem
leikur á kontrabassa og syngur,
Arngerður María Árnadóttir, sem
leikur á keltneska hörpu, orgel og
syngur, Guðbjörg Hlín Guðmunds-
dóttir, sem leikur á barokkfiðlu,
langspil og syngur, og Lilja Dögg
Gunnarsdóttir, sem syngur og leik-
ur á slagverk og flautur. Tónlistar-
hópurinn hefur komið víða fram,
innanlands sem utan og hlotið
viðurkenningar fyrir verk sín og
hljómplötur.
Umbra Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög,
sagnadansar og evrópsk miðaldatónlist.
Umbra kemur
fram í Saurbæ
Fágætt eintak
úr fyrsta inn-
bundna upplagi
fyrstu bókar rit-
höfundarins J.K.
Rowling um
galdrastrákinn
Harry Potter
var slegið hæst-
bjóðanda á upp-
boði í Bretlandi
fyrir 80 þúsund pund, nærri 14
milljónir króna.
Harry Potter and the Philo-
sopher’s Stone kom upphaflega út
í aðeins 500 eintökum árið 1997
og þar af fóru um 300 á bókasöfn
þar sem þau létu mjög á sjá. Þetta
eintak var hins vegar nánast
ósnert og þá er í þessum fyrstu
eintökum höfundarrétturin merkt-
ur „Joanne Rowling“, ekki J.K.
Rowling.
Galdraverð á bók
um Harry Potter
Eintakið dýra.
Tónlistarhátíðin Seigla hefst á
þriðjudaginn í næstu viku, 3. ágúst,
og stendur fram á helgi, til 7. ágúst.
Stofnað er til hátíðarinar af Ernu
Völu Arnardóttur píanóleikara í
samstarfi við Íslenska Schumann-
félagið. Sjö tónleikar verða haldnir,
í Hörpu og Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar, og koma að þeim 24
tónlistarmenn. Að sögn Ernu Völu
er á hátíðinni lögð áhersla á „hið
bjarta og jákvæða“ og er efnis-
skráin sögð sumarleg.
Opnunartónleikar hátíðarinnar,
„Ævintýri síðsumars“ verða í
Kaldalóni Hörpu á þriðjudag kl. 20.
Fram koma Ásta Dóra Finnsdóttir
píanóleikari, Grímur Helgason
klarínettuleikari, Þórarinn Már
Baldursson víóluleikari og Guðrún
Dalía Salómonsdóttir píanóleikari.
Ásta Dóra er einungis 14 ára gömul
en hefur unnið til verðlauna í mörg-
um píanókeppnum. Hún hefur þeg-
ar leikið einleik með hljómsveitum
og stundað bæði nám við MÍT í
Reykjavík og Barratt Due Institute
í Noregi. Ásta mun byrja tón-
leikana með rómönsum eftir Clöru
Schumann og Corelli-tilbrigðum
Rakhmanínoffs. Þá tekur við tríó
Gríms, Þórarins og Guðrúnar Dalíu
en þau hafa komið víða við í ís-
lensku tónlistarlífi síðustu ár. Nú
munu þau flytja Kegelstatt-tríó
Mozarts og Märchenerzählungen
eftir Robert Schumann. Dagskrá
hátíðarinnar má sjá í heild á vefsíð-
unni seiglafestival.is.
Erna Vala (f. 1995), listrænn
stjórnandi Seiglu, hefur komið
fram víða í Evrópu og Bandaríkj-
unum síðustu ár og unnið til fjölda
verðlauna fyrir píanóleik sinn. Hún
hefur til að mynda leikið einleik
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.
Sjö tónleikar í næstu
viku á hátíðinni Seiglu
- Fyrstu tónleikar í Hörpu á þriðjudag
Stjórnandinn Erna Vala Arnar-
dóttir heldur hátíðina í samstarfi
við Íslenska Schumannfélagið.