Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Þetta er blanda af viljanum til að
berjast en svo er ákveðið vonleysi
líka. Við þurfum að vinna statt og
stöðugt og það má ekki gleyma
þessu viðfangsefni. Við þurfum að
halda áfram að fjalla um þetta,“ seg-
ir Tumi Árnason saxófónleikari en
hann sendi nýverið frá sér djassplöt-
una Hlýnun þar sem hann tekst á við
eitt stærsta vandamál sem mann-
kynið stendur nú frammi fyrir, lofts-
lagsbreytingar.
Platan er í sex þáttum og er út-
færð líkt og villt og ótamið vistkerfi
sem fer hnignandi með hverju verki
og deyr svo að lokum. Að sögn
Tuma er verkið brotið niður með
petaltónum og ráðandi tónum sem
toga og taka yfirhöndina þangað til
voða lítið stendur eftir, „bara eitt-
hvert suð“.
Sem lagrænan efnivið nýtir Tumi
40 ára gamla upptöku af fuglasöng
frá tegundinni kaua’i ’o ’o sem er nú
útdauð og er upptakan sú seinasta
sem vitað er um. Skrifaði Tumi nót-
ur upp úr söngnum og vinnur hann
með þær á mismunandi hátt í gegn-
um plötuna. Lítur hann þannig á að
ákveðinn draugur sé að syngja í
gegnum hljómsveitina.
Vinnsla plötunnar hófst ekki af
krafti fyrr en snemma árið 2019 og
inniheldur hún bæði spunatónlist og
ósungna tónlist. Varði Tumi miklum
tíma í vangaveltur um hvernig væri
ákjósanlegast að útfæra verkið enda
ekki auðvelt verkefni að vekja at-
hygli á alvarleika hlýnunar jarðar
með skýrum og skilvirkum hætti á
abstrakt formi djasstónlistar. Segir
hann lokaafurðina byggjast meira á
tilfinningu en skýrri yfirlýsingu.
„Ástæðan fyrir því að ég byrjaði á
þessu verkefni var að ég er búinn að
lesa svo mikið um loftslagsbreyt-
ingar og hamfarahlýnun og fannst
ég verða að gera eitthvað. Verandi
tónlistarmaður upplifir maður sig
ekki í neinni kjörstöðu til þess að
hafa einhver áhrif. Mér fannst samt
eins og ég þyrfti að vinna eitthvað
um efnið í mínum miðli og fór þá leið
að gera þessa plötu,“ segir hann.
Afrakstur mikillar samvinnu
Tumi samdi plötuna fyrir kvartett
og fékk hann með sér í lið Magnús
Jóhann Ragnarsson á hljómborð,
Skúla Sverrisson á rafbassa og
Magnús Trygvason Eliassen á
trommur. Að sögn Tuma er loka-
útkoma plötunnar afrakstur mikillar
samvinnu þeirra félaga og hælir
hann samstarfsfélögum sínum fyrir
aðkomu þeirra. Segist hann jafn-
framt hafa samið verkið með þá í
huga, en hann hefur áður leikið með
öllum þeirra í ýmsum útgáfum.
„Ég er með alveg frábæra hljóð-
færaleikara með mér sem taka
þennan upphafspunkt og svo vinnum
við saman með þetta til að skapa
lokaafurðina. Þeir eru á margan hátt
miklu klárari en ég, sérstaklega á
sínum sviðum. Það var eiginlega það
skemmtilegasta við ferlið fyrir mig.
Maður er búinn að burðast með
þessar vangaveltur í höfðinu og svo
fer þetta að lifna við fyrir tilstilli
samstarfsfélaga minna.“
Plata úr plasti mótsögn
Aðspurður segist Tumi standa í
þeirri trú að tónlistarbransinn sé al-
mennt farinn að huga meira að um-
hverfismálum, hvað varðar tónleika-
ferðalög og einnig útgáfu tónlistar.
Segir hann róttækar breytingar
hafa átt sér stað undanfarin ár, sér-
staklega hvað varðar útgáfu tónlist-
ar. Efnislegir hlutir á borð við
geisladiskinn og vínilplötuna lúta nú
í lægra haldi fyrir stafrænni útgáfu.
Auk þess hefur lítið borið á tónleika-
ferðalögum nú þegar heimsfaraldur
stendur yfir og hvorki vinsælt né
leyfilegt að halda stórar samkomur.
Þrátt fyrir að vera ánægður með
minnkaða kolefnissporið sem þessar
breytingar kunna að hafa í för með
sér segir Tumi þó stöðuna varhuga-
verða fyrir tónlistarfólk. Á sama
tíma og færri ferðalög minnka út-
blástur skaðlegra lofttegunda þá eru
listamenn einnig í erfiðri stöðu og
hefur heimsfaraldurinn, með til-
heyrandi aflýsingum, óneitanlega
skapað mikla óvissu hjá tónlistar-
fólki. Er honum einnig umhugað um
tekjutapið sem tónlistarmenn þurfa
nú að sæta í kjölfar þess að útgáfa
fer að mestu fram með stafrænum
hætti en stóru streymisveiturnar
eru ekki þekktar fyrir að gefa lista-
mönnum mikið fyrir snúð sinn. Á
þetta sérstaklega við um tónlist sem
fellur ekki innan marka vinsællar
dægurmenningar, og tekur Tumi
plötuna sína sem dæmi. Segir hann
það geta reynst flókið verk fyrir um-
hverfissinnaða listamenn að fóta sig
í hinum kapítalíska heimi tónlistar-
bransans.
„Verkið er tapað stríð. Maður er
með einhverja andkapítalíska plötu
en samt með einhvers konar vöru og
ekki nóg með það heldur er vínil-
platan úr plasti. Þannig að maður er
að gera verk um umhverfisvernd á
plastformati. Þetta er samt sem áð-
ur veruleikinn sem við búum í og í
rauninni er hann ekki mótaður af
mér eða einhverju tónlistarfólki
heldur af markaðnum.“
Tumi tekur þó fram að hann hafi
lagt mikið upp úr því að hafa útgáfu
plötunnar eins umhverfisvæna og
mögulegt var. Var platan meðal ann-
ars framleidd úr endurunnum vínil
og eru bæði plötumiðjurnar og innri
umslögin úr endurunnum pappír.
Tók Tumi einnig ákvörðun um að
gefa Hlýnun ekki út á stærstu
streymisveitunum enda hefur það
skilað honum litlu í gegnum tíðina.
Verður því stafræn útgáfa plötunnar
einungis á miðlinum Bandcamp. Þar
getur fólk hlustað á lögin gjaldfrjálst
eða hlaðið verkinu niður í heild sinni
gegn lágmarksupphæð. Er það svo í
höndum hvers og eins hvort hann
vilji styrkja listamanninn umfram
það eður ei.
Spurður hvort hann hyggist halda
áfram með viðlíka nálgun í næstu
verkum segist Tumi þurfa að taka sér
smá hlé, enda hlýnun jarðar þungur
efniviður til að vinna með. „Ég held
náttúrlega áfram að reyna að leggja
mitt af mörkum. Þessi plata er líka
liður í því að reyna að auðvelda mér
að glíma við þessar áhyggjur og til-
finningar sem spretta upp.“
Kveðst hann vonast eftir því að
verkið muni hafa einhver áhrif á
samfélagið og hvetji fólk áfram í
þessari sameiginlegu baráttu. Telur
hann þá mikilvægast að knýja fram
breytingar hjá þeim sem bera mestu
ábyrgðina á ástandinu, ríkisstjórn-
inni og stórfyrirtækjum.
„Þetta er náttúrlega bara barátta
fyrir öllu lífi og framtíðinni okkar.
Tónlistarfólk ætti algjörlega að láta
sig það varða, og gerir það.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hugsjónaverk Tumi segir flókið fyrir umhverfissinnaða listamenn að fóta sig í hinum kapítalíska heimi bransans.
Andkapítalísk tónlist á vínilplötu
- Tumi Árnason saxófónleikari sendir frá sér djassplötuna Hlýnun - Loftslagsbreytingar, tegunda-
dauði og hnignun vistkerfa koma við sögu - Erfitt fyrir listamenn að gefa út andkapítalískt efni
„Endurómur“ er heiti sýningar með
verkum fimm listamanna sem verð-
ur opnuð í Verksmiðjunni á Hjalt-
eyri í dag, laugardag, klukkan 14.
Listamennirnir sem sýna eru Ang-
ela Dufresne, Olga Bergmann, Anna
Hallin, Vesa-Pekka Rannikko og
Simon Rouby. Olga og Anna eru
skipuleggjendur sýningarinnar sem
er fylgt úr hlaði með texta eftir Þór-
dísi Aðalsteinsdóttur.
„Endurómur“ er í röð árlegra og
áhugaverðra sumarsýninga Verk-
smiðjunnar sem hefur hreppt
Eyrarrósina, fyrir framúrskarandi
verkefni á landsbyggðinni.
Nýtt tímahylki
Um sýninguna „Endurómur“ seg-
ir í texta Þórdísar:
„Gullplata Voyagers var send út í
geim 1977, tímahylki með sneið-
mynd af raunveruleika okkar hér á
jörðinni. Myndir og hljóðdæmi,
fuglasöngur, hlátur, vindur, öldunið-
ur. Ljósmyndir af nöktum líkömum
þóttu of ósiðlegar þannig að geim-
verurnar verða að gefa ímyndunar-
aflinu lausan tauminn. En þær geta
notið þess að skoða ljósmynd af
konu í matvöruverslun og heyrt
kveðjur á 55 tungumálum. Við vor-
um að dansa, sópa, reisa tjald, hlaða
vegg, skera nöfnin okkar í fjár-
húsagrindur meðan við biðum eftir
lambi. Við murkuðum lífið úr millj-
ónum, fluttum björg, þurrkuðum
land og veittum vatni á land, hækk-
uðum í ofnunum, settum loftkæl-
inguna á fullt, horfðum á stjörn-
urnar þartil við sofnuðum í
húsagarðinum. Listamennirnir á
sýningunni Endurómur munu senda
okkur tóninn af engu minni bjart-
sýni en starfsfólk NASA. Þau senda
kveðju út í tómið, rómantíska, ljóð-
ræna, symbólíska. Tæknin staðsetur
skilaboðin í vertigó tímans. Ég nem
boðin, en þekki ekki tungumál skila-
boðanna eða landslagið í verkunum –
skil ekki markmið athafna – það er
sama tilfinning og ég fæ þegar ég
horfi út um gluggann eða hlusta á
fréttirnar. Ég hlakka til að verða
vitni að raunveruleika listamann-
anna á Hjalteyri í sumar; efast um
jörðina undir fótunum á mér, láta
náttúruafl tækninnar hellast yfir
mig, sjá Angelu nakta og verða þar
með mun heppnari geimvera en þær
sem finna gullnu plötu Voyagers.“
Vegna sóttvarna er tekið fram að
hámarksfjöldi gesta í húsinu við
opnunina er 200.
Listamenn senda
okkur tóninn
- „Endurómur“ á sýningu á Hjalteyri
Töfraheimur Sena úr ævintýralegu vídeóverki Olgu Bergmann og Önnu Hallin á sýningunni í Verksmiðjunni.
Nekt Stilla úr verki eftir Angelu Dufresne, einn sýnendanna.Landslag Verkið Pangea eftir Simon Rouby.