Morgunblaðið - 31.07.2021, Side 40
Kvartett gít-
arleikarans
Bjarna Más Ing-
ólfssonar kemur
fram á tónleikum
sumarjazz-
tónleikaraðar
veitingahússins
Jómfrúarinnar
við Lækjargötu í
dag, laugardag.
Fara þeir fram
utandyra, hefjast
kl. 15 og standa til 17. Aðgangur er ókeypis. Með Bjarna
Má koma fram Ari Bragi Kárason á trompet, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Einar Scheving á
trommur.
Bjarni er búsettur í Svíþjóð þar sem hann nemur við
Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Á tónleik-
unum mun hljóma fjölbreytilegt úrval af eftirlætis-
djassstandördum Bjarna Más.
Kvartett Bjarna Más Ingólfssonar
skemmtir gestum Jómfrúarinnar
LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Þrjú stig á Hlíðarenda og við erum komnir á fullu inn í
slaginn um þann stóra, þannig að það er mikil eftir-
vænting eftir þeim leik. Við erum með mjög reynt lið og
Valur sömuleiðis. Ég held að þetta verði frábær leikur,“
segir Kristinn Jónsson, leikmaður KR, meðal annars um
viðureignina á milli Vals og KR sem er fram undan í
ágúst. Rætt er við Kristin í blaðinu í dag í tilefni af því
að hann er leikmaður mánaðarins í Pepsí Max-deildinni
í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu. Lið júlímánaðar er
jafnframt birt í blaðinu. » 32
Kristinn Jónsson er leikmaður
mánaðarins hjá Morgunblaðinu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Magnús Kjartan Eyjólfsson, for-
söngvari og gítarleikari Stuðla-
bandsins frá Selfossi, mun á morg-
un stýra brekkusöngnum fræga af
stóra sviðinu í Herjólfsdal.
Brekkusöngurinn í ár tók óvænta
stefnu fyrir rúmri viku þegar til-
kynnt var tvö hundruð manna
samkomubann og Þjóðhátíð frestað
í kjölfarið. Magnús hefur komið
fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016
en þetta mun vera frumraun hans í
að stýra brekkusöng á þessum
skala.
Erfitt að lýsa tilfinningunni
„Jú, ég hef verið að gera þetta
síðustu 20 árin með hléum. Hef
haft þetta að atvinnu allavega síð-
ustu 10 árin,“ segir Magnús en
hann hefur verið í Stuðlabandinu
síðan 2010.
Fyrir það spilaði hann bæði sem
trúbador auk þess sem hann var
með kántríbandinu Klaufum.
Magnús segist spenntur fyrir
söngnum annað kvöld, enda um að
ræða stærsta „trúbadoragigg“
landsins. „Fyrir mann sem er einn
með kassagítar held ég að það
verði ekki mikið stærra en þetta.“
Þó sé erfitt að lýsa tilfinningunni.
„Þetta er náttúrlega stórskrítið, að
vera með brekkusöng fyrir framan
tóma brekku. Ég er svona að spá
hvort ég fái viðbrögð frá álfum og
huldufólki,“ segir Magnús glettinn.
Hvort það hafi verið áfall þegar
samkomutakmarkanir voru boðaðar
svarar hann: „Það er ekkert hægt
að neita því en maður hafði svo
sem búist við þessu. Maður sýnir
því skilning.“
Spurður hvort hann sé opinn fyr-
ir að halda áfram brekkusöngnum
eftir þessa undarlegu frumraun
jánkar Magnús því. „Ég er alveg
opinn fyrir því. Ég hef stjórnað
brekkusöng áður, þó ekki í þessari
brekku,“ segir Magnús og á þar við
sumarhátíðina Sumar á Selfossi en
þar hefur hann verið með brekku-
söng, sem þó er ekki í eiginlegri
brekku. „Það er kallað sléttusöngur
af því að það eru engar brekkur á
Selfossi,“ segir hann og bætir við:
„Ég er vanur því þannig séð en það
er ekki hægt að líkja neinum öðr-
um aðstæðum við þessar í Herjólfs-
dal; með brekkuna og allt fyrir
framan sig. Við getum sagt brekku-
söngur-inn með greini um þennan í
Herjólfsdalnum. Og ég væri alveg
til í að fá að stýra honum með fólk
fyrir framan mig. Allavega einu
sinni,“ segir Magnús.
Útsendingin hefst annað kvöld
klukkan 20:30. Fyrst spilar Alba-
tross ásamt góðum gestum.
Brekkusöngurinn sjálfur hefst síð-
an klukkan 23. Hægt er að fá miða
á tónleikana í beinu streymi á tix.is.
Brekkusöngvarinn Magnús Kjartan stýrir söngnum af stóra sviðinu í Herjólfsdal annað kvöld.
Fyrsti brekkusöngur-
inn með tóma brekku
- Magnús Kjartan slær hljóminn - Frumleg frumraun