Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Side 14
ég verði örugglega fimmtugur. Neyðist meira
að segja ábyggilega til að halda veislu. En ég
veit ekki hvort ég næ að verða sextugur.“
Langar ekkert í leyfi
Hann hefur getað stundað sína vinnu og von-
ast til að gera það áfram. „Horfði til verri veg-
ar og ég fengi þau tíðindi að ég ætti bara eitt
ár eftir þá myndi ég fara í veikindaleyfi. Ég
nenni ekki að eyða síðasta árinu mínu í að ala
upp annarra manna börn. En mig langar ekk-
ert í leyfi, mér líður vel hérna á Laugum,
mörgu hefur verið breytt til hins betra og skól-
inn gengur vel.“
Fyrstu viðbrögð Sigurbjörns voru að skora
meinið á hólm með því að hreyfa sig meira,
borða hollar, drekka minna áfengi og stunda
hugleiðslu. „Vandamálið er hins vegar að ég
upplifi þetta ekki eins og að ég sé að berjast
við eitthvað. Læknarnir segja að ég sé mjög
veikur með langt gengið krabbamein en fyrir
mér er það óraunverulegt. Mér líður ekki
þannig og ég lít ekki þannig út. Pabbi var með
fjórða stigs krabbamein í blöðruhálsi og hann
leit þannig út. Eins og helsjúkur maður. Ég
horfði upp á þá glímu í návígi.“
Hann kveðst vera vongóður um bata en um
leið raunsær. „Ég er með fjórða stigs krabba-
mein sem læknar meta ólæknandi. Vitað er um
fólk sem hefur náð sér en í þeim tilvikum tala
læknar um „engar vísbendingar um sjúkdóm-
inn“ en ekki að fólk sé „læknað“. Líkurnar á
því að lifa lengi eru ekki með mér, ég geri mér
fulla grein fyrir því. Einn af hverjum sex eru
lifandi eftir fimm ár. Það eru ekkert sérstakar
líkur, svolítið eins og að vera á fyrstu braut í
úrslitum í 100 metra hlaupi á Ólympíu-
leikunum. Þú horfir á Usain Bolt á fimmtu
brautinni og veist að 80% líkur eru á því að
hann vinni. En góðu fréttirnar eru þær að þú
átt líka möguleika – vegna þess að þú ert á rás-
línunni og Bolt gæti alltaf þjófstartað eða
tognað. Sjálfum líður mér heldur ekki eins og
ég sé á fyrstu brautinni. Án þess að líkja mér
við Usain Bolt upplifi ég mína möguleika meiri
en Jóa á bolnum sem greinist með svona
krabbamein vegna þess að ég hef farið vel með
mig gegnum tíðina og bý að drjúgu keppnis-
skapi.“
Var dapur fyrst eftir greininguna
Andlega hliðin skiptir ekki minna máli og af-
staðan, það er hvernig menn nálgast þessa
rimmu upp á líf og dauða. „Ég viðurkenni al-
veg að mér leið hreint ekki vel með þetta
fyrstu dagana eftir greininguna. Ég var dapur.
Bað mína nánustu um að gefa mér smá svig-
rúm. Ég fékk greininguna á föstudegi og á
þriðjudeginum eftir leið mér strax betur.
Fannst ég vera tilbúinn að berjast – og það
ætla ég mér að gera meðan enn er von. Þarna
var fólk líka farið að senda mér góðar kveðjur
og biðja fyrir mér. Ég er þakklátur fyrir það;
maður þiggur alla mögulega hjálp í svona bar-
áttu.“
Hann vitnar í samtal sem hann átti nýverið
við þrettán ára gamlan dreng sem sótti hann
heim ásamt foreldrum sínum. „„Jæja, hvað
ætlar þú að verða?“ spurði ég unga manninn.
Og ekki stóð á svari: „Eldri!“ Það er stórkost-
legt svar og akkúrat markmiðið hjá mér sjálf-
um. Ég ætla að verða eldri!“
Æskuvinur Sigurbjörns úr Mývatnssveit-
inni, Þórir Sigmundur Þórisson, lést árið 2015
eftir níu ára baráttu við heilakrabbamein.
„Hverjar eru líkurnar á því að tveir úr þessum
fámenna bekk greinist með alvarlegt krabba-
mein? Maður spyr sig. Veikindin kenndu hon-
um að njóta lífsins og fresta engu sem mögu-
lega var hægt að gera í dag. Sjálfur er ég
þannig innréttaður að ég býst alltaf við hinu
versta, þannig eru líkurnar á því að enda í plús
bestar. Í þessu tilviki get ég það hins vegar
ekki vegna þess að versta útkoman er sú að ég
deyi. Ég get ekki reiknað með því.“
Í lopapeysu og fjárhúsastígvélum?
Hann segir alls konar hugsanir hafa leitað á
hugann undanfarna mánuði. „Ein er sú að ég
deyi og konan mín kynnist öðrum manni. Það
er ofboðslega skrýtin tilhugsun sem ég er alls
ekki sáttur við enda þótt slíkar vangaveltur
séu engan veginn tímabærar. Maður veltir líka
fyrir sér í hverju maður eigi að vera í kistunni;
íslenska þjóðbúningnum eða bara gömlu góðu
lopapeysunni og fjárhúsastígvélunum? Og
hvað á að spila í jarðarförinni?“
Eitt af því sem óhjákvæmilega fylgir alvar-
legum veikindum eru áhyggjur annarra. Þegar
Sigurbjörn var nýverið að fá sér í glas á sam-
komu gaf kona nokkur sig á tal við hann og
spurði hvort hann ætti að vera að drekka. „Ég
svaraði því til að ég hefði spurt lækninn minn
og hann sagt það óhætt ef ég ætti ekki í vand-
ræðum með áfengi. „Ertu með nógu góðan
lækni?“ spurði þá konan. „Tja,“ svaraði ég,
„pabbi var hjá honum og hann er dáinn.“ Það
kom á aumingja konuna enda hafa ekki allir
húmor fyrir svona spaugi. En svona er ég
bara; ég hugsa um leið og ég tala. Það finnst
ekki öllum það þægilegt. Ég er ekkert feiminn
við að gera grín að veikindum mínum og veit
alveg að ég fer stundum yfir strikið. En maður
lærir smám saman af reynslunni.“
Varð lýsandi fyrir tilviljun
Sú hlið á Sigurbirni sem oftast snýr að þjóð-
inni er íþróttalýsandinn í sjónvarpinu en und-
anfarin átján ár hefur hann lýst því sem fyrir
augu ber á hverju stórmótinu af öðru í frjáls-
um íþróttum. Iðulega með miklum tilþrifum.
„Það var algjör tilviljun að ég byrjaði á
þessu. Ég hafði lokið námi í Bandaríkjunum ár-
ið 2001 og sumarið 2002 var fyrsta sumarleyfi
okkar hjóna saman. Hún vildi fara að eiga börn,
ég að leika mér. Liður í því, það er að leika sér
en ekki að eiga börn, var að fara á stórmót í
frjálsum íþróttum en EM fór fram í München
það sumar. Ingólfur Hannesson átti að lýsa frá
mótinu ásamt Samúel Erni Erlingssyni en var
skömmu áður ráðinn til EBU. Í stað þess að
lýsa einn hafði Sammi samband við Frjáls-
íþróttasamband Íslands til að kanna hvort það
vissi af einhverjum þarna úti og Vésteinn Haf-
steinsson landsliðsþjálfari benti á mig en ég
hafði athugað hvort Frjálsíþróttasambandið
hefði einhverja miða á mótið handa okkur. Frá-
bært, hugsaði ég bara, ég er alveg til í þetta
enda þekki ég sportið mjög vel,“ segir Sig-
urbjörn sem sjálfur var liðtækur millivega-
lengdahlaupari á sinni tíð. „Konunni minni
fannst þetta ekki alveg eins frábært enda varð
sumarfríið ömurlegt hjá henni. Ég vann allan
tímann en undirbúningur fyrir svona útsend-
ingar tekur marga klukkutíma.“
Sjötti á heimsmeistaramóti
unglinga innanhúss árið 2013
Það var ekki bara þekkingin sem skein af Sig-
urbirni, heldur ekki síður innlifunin. Maður
hefur ósjaldan á tilfinningunni að hann sé
sveittari eftir keppni en þátttakendurnir sjálf-
ir. Hann hefur lýst frá öllum stórmótum síðan,
fyrir utan HM innanhúss 2003. „Ég fann strax
að þetta átti við mig og mér finnst þetta mjög
skemmtilegt. Auðvitað er þetta mikil vinna
enda vill maður vera undirbúinn.“
Hver kannast ekki við að sjá bláókunnugan
mann á skjánum og heyra Sigurbjörn hlaða í
Skólameistarinn á skrif-
stofu sinni í Framhalds-
skólanum á Laugum.
Morgunblaðið/Orri Páll
Sigurbjörn í essinu sínu að lýsa flunkunýju heimsmeti í 10.000 metra
hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016.
Ljósmynd/Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Laugar í Reykjadal njóta sín
vel úr lofti.
Sigurbjörn var liðtækur millivegalengdahlaupari. Hér er hann fyrstur í
mark eftir mikinn endasprett í 800 m. hlaupi á Meistaramóti Íslands 2008.
Morgunblaðið/hag
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021