Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Síða 15
setningu af þessu tagi: „Hann varð sjötti á heimsmeistaramóti unglinga innanhúss árið 2013.“ Hann hlær þegar ég færi þetta í tal og upp- lýsir að hann muni sumt en öðru fletti hann einfaldlega upp. Og það þarf að gera fyrir fram enda enginn tími til þess það andartak sem viðkomandi keppandi er í nærmynd á skján- um. „Til að byrja með vorum við Samúel Örn eins og tveir monthanar á priki en sannleik- urinn er sá að ég lærði margt af honum. Ekki bara um íþróttir, heldur ekki síður um íslensku. Til að byrja með notaði ég til dæmis sögnina „að sigra“ vitlaust. Maður sigrar andstæð- ing en hvorki riðil né mót. Í eitt skiptið greip Sammi þéttingsfast í handlegginn á mér og skipaði mér að nota sögnina „að vinna“ frekar; „varla geturðu klúðrað henni!“ Annars þótti Samma, þeim eðaldreng og kæra vini, alltaf erfitt að skamma mig. „Þú leist alltaf á mig eins og barinn hundur,“ sagði hann einhverju sinni við mig.“ Hann hlær. Hékk í fjóra tíma á dag í rútu Sigurbjörn segir alla Ólympíuleika sem hann hefur sótt eftirminnilega á sinn hátt, leikarnir í Ríó 2016 hafi þó verið sístir vegna mikilla ferðalaga til og frá leikvanginum. „Það á ekki vel við mig að hanga í rútu í fjóra tíma á dag. Ég náði ekki einu sinni að smakka brasilískan mat í ferðinni. Á heimleiðinni var millilent í New York og þar sat ég á flugvellinum og samdi nýjar áfengisreglur fyrir heimavistina á Laugum – með uppáhaldsbjórinn minn, Blue Moon, við höndina. Vel fór á því.“ Hann hlær. Leikarnir í London 2012 voru skemmtilegir, að dómi Sigurbjörns, en ókostur hvað Bret- arnir skelltu snemma í lás, eða klukkan ellefu á kvöldin. „Þá var vaktin oft ekki búin og ég borðaði ekkert nema samlokur alla leikana. Fróðlegt verður að sjá hvernig málum verður háttað í Tókíó en viðbúið er að takmarkanir verði miklar vegna heimsfaraldursins.“ Sigurbjörn hlakkar til að fara til Tókíó. „Fólk er að spyrja hvers vegna ég sé að fara, lasinn maðurinn. Svarið er einfalt: Það gefur mér heilmikið að fara á Ólympíuleikana. Þeir eru eitthvað annað og fyrst þegar ég fór, til Aþenu 2004, var ég eins og krakki í sælgæt- isbúð. Núna fer ég líka fyrr en ég er vanur, áð- ur en mótið hefst, og hver veit nema tími gefist til hvíldar líka. Ég er ofboðslega þakklátur fyr- ir að leitað sé til mín; ég er ekki fastráðinn starfsmaður RÚV,“ segir hann en einnig fara utan á vegum stofnunarinnar íþrótta- fréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og María Guðmunds- dóttir pródúsent. „Þetta er fámennari hópur en áður og ég á eftir að sakna Óskars Nikulás- sonar pródúsents; hann er svona pabbatýpa sem kallar mig aldrei annað en „kút“.“ Ferðalagið leggst vel í hann. „Ég fór síðast til útlanda í janúar 2020 og hef varla farið til Reykjavíkur í millitíð- inni – hef svo sem ekk- ert þangað að sækja,“ segir hann kíminn. „Það er helst að maður kvíði fluginu aðeins en þetta eru einhverjir tólf tímar frá London og maður með grímu allan tímann. Gera má ráð fyrir tíðum ferðum á salernið til að geta tekið hana aðeins af sér.“ Betra að vera á staðnum Sigurbjörn segir tvennt ólíkt að vera á staðn- um eða niðri í kjallara í Efstaleitinu að lýsa eft- ir sjónvarpsmyndum. Því til staðfestingar rýk- ur okkar maður á fætur og leikur fyrir mig spjótkast með ímynduðu spjóti. „Í sjónvarpi sést bara í kastarann og síðan sjáum við spjót- ið svífa í loftinu án nokkurs viðmiðs. Hvað á maður þá að halda? Ef maður er hins vegar á staðnum hefur maður yfirsýn og fær strax til- finningu fyrir því hvort kastið er langt eða misheppnað. Þess utan eru iðulega margar greinar í gangi á vellinum í einu og maður get- ur gert miklu betri grein fyrir þeim öllum ef maður er á staðnum.“ Eftirminnilegasti keppandinn sem Sigur- björn hefur séð á Ólympíuleikum er títt- nefndur Usain Bolt. „Hann er mesta stjarnan. Ótrúlegur afreksmaður og næstum ósigrandi en um leið mikill karakter og skemmtikraftur. Það er mjög sjaldgæft að þetta fari saman. Carl Lewis var til dæmis mikill afreksmaður en alls ekki með eins mikla útgeislun og Bolt.“ Ég veiti því athygli að Sigurbjörn sýpur kaffið sitt úr Liverpool-könnu og spyr hvort aldrei hafi komið til tals að hann lýsi knatt- spyrnu. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég er Púlari og hef gaman af knattspyrnu, eins og eiginlega öllum íþróttum, en margir eru mun betur að sér um hana en ég. Mér finnst skíðaskotfimi líka æðisleg; það er svo mikil þolraun.“ Sigurbjörn hefur líka lýst blaki enda með landsdómararéttindi í þeirri grein og einu sinni sundi með Guðmundi Harðarsyni. Fyrir úrslitaleikinn í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking 2008 milli Frakklands og Íslands komu áskoranir til RÚV um að Sigurbjörn lýsti hon- um. „Sem betur fer var ekki hlustað á það enda hefði ég ekki komist vel frá því.“ Svo sem ekkert þangað að sækja Í hans huga er Einar Örn Jónsson yfirburðalýs- andi á Íslandi í dag. „Hann er mjög vel máli far- inn, býr að víðtækri þekkingu á alls konar íþróttum og er aldrei hlutdrægur né dónalegur. Einar getur líka verið kómískur ef það á við eins og þegar hann sagði þegar fótboltamaður brenndi af í algjöru dauðafæri: „Stundum er markið bara ekki nógu stórt?“ Öðru hvoru er sagt við mig að ég sé Gummi Ben. frjáls- íþróttanna en staðreyndin er sú að ég byrjaði að lýsa löngu á undan honum. Er Gummi þá ekki frekar Bjössi knattspyrnunnar?“ Hann skellihlær. Jæja, þá er mál til komið að kveðja skóla- meistarann á Laugum enda bongóblíða úti og ófært að sitja inni allan daginn. Við skiptumst að lokum á netföngum og úr verður bráð- skemmtileg saga. Sitt er nefnilega hvað, Bjössi á Laugum og Bjössi í Laugum. „Ég fæ ógrynni af tölvupósti sem ætlaður er Bjössa í Laugum,“ útskýrir Sigurbjörn. „Fólk að bóka spinning og afbóka spinning. Ég er alveg vís með að snúa út úr þessu, eins og þegar matreiðslumeistari nokkur sendi mér þennan líka girnilega matseð- ilinn. Ég svaraði því til að ég væri meira en til í að bjóða upp á þær krásir í mötuneytinu hérna í skólanum. Fátt varð um svör.“ Sigurbjörn fylgir mér út á hlað og við stönd- um um stund saman í 25 stiga hita og glamp- andi sól fyrir utan skólabygginguna á Laug- um. Mörg ár eru síðan ég hef upplifað svona veður á Íslandi, ég get svarið það, meira að segja golan er hlý. Hversu oft getur maður sagt það? Í Reykjavík eru ellefu gráður og rigning. Enn og aftur. Sigurbjörn les hugsanir mínar eins og opna bók. „Góða ferð suður, lagsi. Eins og ég segi, þá hef ég svo sem ekkert þangað að sækja.“ ’ Fólk er að spyrja hvers vegna ég sé að fara, lasinn maðurinn. Svarið er einfalt: Það gefur mér heilmikið að fara á Ólympíuleikana. Þeir eru eitt- hvað annað og fyrst þegar ég fór, til Aþenu 2004, var ég eins og krakki í sælgætisbúð. Ljósmynd/Kristinn Ingi Pétursson 4.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Óvenjufáir Íslendingar taka þátt í Ólymp- íuleikunum í Tókíó, en aðeins þrír hafa tryggt sér þátttökurétt, Anton Sveinn McKee sundmaður, skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson og Guðni Valur Guðnason sleggjukastari sem fékk á fimmtudag út- hlutað sæti án þess að hafa náð tilsettu lágmarki sem hann var þó mjög nálægt. Ólíklegt er að fleiri frjálsíþróttamenn bætist í hópinn. Nái þó einhver lágmark- inu á lokametrunum tæki hann með sér annan keppanda af gagnstæðu kyni. Sigurbjörn hefði að vonum viljað sjá fleiri keppendur á leikunum en þetta helgist öðru fremur af heimsfaraldrinum. Búið er að gera mönnum erfiðara fyrir að ná lágmörkum inn á leikana. „Þeir eru farnir að gera þetta leiðinlega erfitt fyrir okkur minni þjóðirnar með því að tak- marka þátttökuna, sérstaklega í tækni- greinunum. B-lágmörkin voru viðráð- anleg fyrir okkur en því er ekki að heilsa lengur, því miður. Að mínu viti er þetta röng þróun; hér er ekki verið að hugsa fyrst um íþróttamanninn, heldur eitt- hvað annað,“ segir hann. Guðni Valur er búinn að kasta langt yf- ir B-lágmarkið. „Hann á 66 metra best og nái hann því á leikunum kæmist hann án efa í úrslit.“ Hefðu leikarnir farið fram í fyrra, eins og stóð til, segir Sigurbjörn líklegt að fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn hefðu verið meðal keppenda; Ásdís Hjálms- dóttir spjótkastari, sem nú er hætt, Aníta Hinriksdóttir hlaupari, sem hefur verið að glíma við meiðsli, fyrrnefndur Guðni Valur og Hilmar Örn Jónsson sleggjukast- ari. Jafnvel Hlynur Andrésson víðavangs- hlaupari. Að auki bendir hann á, að bestu sund- konur okkar seinustu árin, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthers- dóttir, séu hættar keppni. Enginn Usain Bolt verður í Tókíó sem er skarð fyrir skildi, stjarna hans hefur skinið skærast á síðustu leikum. Sigur- björn á eigi að síður von á harðri og skemmtilegri keppni í mörgum greinum, ekki síst spretthlaupum. Þannig hafi góð- ur árangur náðst á bandaríska úrtöku- mótinu, meðal annars næstbesti tími sögunnar í 200 metra hlaupi kvenna. Eins verði 400 metra grindahlaup kvenna og 200 metra hlaup karla óvenjusterk í ár. Þá hefur heimsmetið í 10.000 metra hlaupi kvenna verið slegið tvisvar með stuttu millibili. „Það hlaup gæti orðið ep- ískt.“ En hverjir stela senunni? „Það er ekki endilega ljóst fyrir fram enda mikið tómarúm eftir Bolt en ég slæ á að hin gamalreynda Shelly-Ann Fraser Pryce frá Jamaíku verði atkvæðamikil í spretthlaupunum og svo hef ég þá trú að Svíinn Armand Duplantis eigi eftir að svífa hátt í stangarstökkinu. Geri einhver sér svo lítið fyrir, karl eða kona, og vinni bæði 100 og 200 metra hlaupin, verður viðkomandi um leið stór. Annars finnst mér 800 metra hlaupið alltaf mest spennandi. Það er nógu stutt til að þú nennir að horfa og nógu langt til að hægt sé að byggja upp spennu.“ Usain Bolt vinnur 100 metra hlaupið fræga á ÓL í London 2012. Morgunblaðið/Golli Hefði viljað sjá fleiri Íslendinga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.