Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021 ÍÞRÓTTIR Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Þ ar til mánudaginn fyrir tæp- um tveimur vikum var ruðn- ingskappinn Carl Nassib lík- lega þekktastur fyrir eftirminnilega framgöngu í HBO-þáttunum Hard Knocks. Fylgja heimildaþættirnir á hverju ári einu liði (raunar tveimur í fyrra) er það undirbýr sig fyrir tíma- bilið í NFL-deildinni. Árið 2018 var liði Cleveland Browns fylgt eftir þar sem Nassib lék sem varnarlínuendi (e. defensive end). Fyrir fundi varnarlínumanna pré- dikaði Nassib yfir mönnum um vexti, tímaeyðslu á Instagram og annað sem honum fannst kollegar sínir ekki nægilega fróðir um og fór oft og tíðum á kostum. En eins og oft verður hjá þeim sem vekja athygli áhorfenda í þáttunum átti Nassib ekki upp á pallborðið hjá Browns þegar hópurinn hafði verið skorinn niður hjá liðinu. Hann fékk þó samning hjá liði Tampa Bay Buccaneers nokkrum dögum síðar og lék með liðinu tíma- bilin 2018 og 2019. Í fyrra gerði Nas- sib samning við Las Vegas Raiders sem hann lék með á síðasta tímabili og mun leika með í vetur, þá 28 ára. Fær stuðning Bidens Það voru þó ekki fjárráð eða ruðn- ingsgeta sem vakti athygli fólks á Nassib mánudaginn 21. júní síðast- liðinn. „Mig langaði bara að greina snöggvast frá því að ég er samkyn- hneigður,“ sagði hann í myndbandi á Instagram-síðu sinni. „Ég ætlaði mér að gera þetta fyrr en líður loks nógu vel til þess að koma þessu frá mér.“ Varð hann þar með fyrsti leik- maður deildarinnar sem kemur út úr skápnum á meðan hann er enn að á vellinum. Áður hafði knatt- spyrnumaðurinn Robbie Rogers orðið fyrsti opinberlega samkyn- hneigði karlmaðurinn til að leika í einni af fjórum stærstu íþróttadeild- um Bandaríkjanna árið 2013. Jason Collins kom út úr skápnum sama ár þegar hann var samningslaus í NBA-deildinni. Hann gerði samning við Brooklyn Nets og lék með þeim síðustu leiki tímabilsins 2013-14 en lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Stuðningsyfirlýsingum rigndi yfir Nassib eftir að hann greindi frá mál- um sínum. Rodger Goodell, fram- kvæmdastjóri NFL, sagðist stoltur af Nassib, DeMaurice Smith, fram- kvæmdastjóri leikmannasamtaka deildarinnar, lýsti yfir stuðningi sín- um sem og Mark Davis, eigandi Ra- iders, og Jon Gruden, þjálfari liðs- ins. Meira að segja Joe Biden Bandaríkjaforseti skarst í leikinn. Þá hafa aðrir leikmenn einnig lýst yfir stuðningi sínum. Af viðtökunum að dæma mætti ætla að ekkert til- tökumál þyki að vera samkyn- hneigður íþróttamaður. Árið er jú 2021 og viðhorf til hinsegin fólks hef- ur breyst til batnaðar síðustu ár. Klefinn langt á eftir Málið er þó ekki svo einfalt og eru ummæli Nassib í myndskeiði hans merki um það. „Ég vona að einn daginn verði ekki þörf á mynd- skeiðum sem þessum og öllu ferlinu sem snýr að því koma út úr skápn- um,“ sagði hann. Chris Simms, fyrrverandi leik- stjórnandi Tampa Bay Buccaneers sem nú fjallar um NFL fyrir NBC- sjónvarpsstöðina, sagði í hlaðvarps- þætti í síðustu viku að Nassib muni mæta einhverri mótstöðu innan NFL- deildarinnar, þótt það væri á bak við tjöldin. „Þetta verður ekki samþykkt af öllum í klefanum í NFL,“ sagði Simms. Hann sagðist vona að Nassib yrði tekið opnum örmum og allir inn- an deildarinnar gætu verið opnir um kynhneigð sína í framhaldinu. „En það er ekki þannig sem hlut- irnir ganga fyrir sig í NFL. Klefinn er mörgum árum á eftir restinni af samfélaginu.“ Ummæli Simms varpa ljósi á stöðu samkynheigðra innan karla- íþrótta. Þeir sem hafa komið út úr skápnum eru bæði mjög fáir og hafa flestir gert það undir lok ferilsins eða eftir að honum lýkur. Einhverjir þeirra sem leikið hafa eftir að hafa komið úr skápnum segjast ekki hafa fengið jöfn tækifæri samanborið við aðra leikmenn. Hið sama má ekki segja um kvennaíþróttir þar sem samkynhneigð virðist hafa verið samþykkt fyrir nokkru síðan, að minnsta kosti í talsvert meira mæli en í karlaíþróttum. Erfitt að fyrirgefa Michael Sam greindi frá því að hann væri samkynhneigður í aðdraganda nýliðavals NFL-deildarinnar árið 2014. Hann hafði verið valinn besti varnarmaður hinnar sterku SEC- deildar í háskólaboltanum og var því spáð að hann yrði valinn í fjórðu um- ferð valsins. Eftir að hann greindi frá kynhneigð sinni var hann færður í sjöttu umferð í spá sérfræðinga og fór svo að hann var valinn í sjöundu og síðustu umferðinni af St. Luis Rams. Sam lék aldrei í deildinni og mikið hefur verið rætt og ritað um hvort hann hafi fengið sanngjarna með- ferð innan deildarinnar. Möguleiki gæti verið á því að hann hafi verið nálægt því að komast í lið en sam- keppnin um það er gífurleg og þjálf- urum hefur fundist að mál hans væri of mikil „truflun“ fyrir liðið. („Trufl- un“ er oft ástæðan sem gefin er fyrir því að leikmönnum sem hafa vakið athygli á sér utan vallar er gert að taka pokann sinn.) Þótt deilt sé um hvort kynhneigð Sam hafi spilað inn í að hann fékk fá tækifæri í deildinni virðist hann viss í sinni sök. „Ég fékk kalda meðferð í NFL-deildinni,“ sagði hann árið 2019. „Það var erfitt að fyrirgefa þeim.“ Engar fyrirmyndir Yfirlýsing Nassib mun vonandi verða til þess að viðhorf til hinsegin íþróttamanna mun halda áfram að þokast í rétta átt. Nassib segist hlé- drægur að eðlisfari, sé ekki að leitast eftir athygli en hafi fundist hann þurfa að stíga fram. „Ég vil gera mitt besta til að koma á fót menn- ingu sem er móttækileg og einkenn- ist af umhyggju.“ Samkynhneigðir leikmenn eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungt fólk sem dreymir um að verða at- vinnumenn í sínum íþróttum. The Athletic ræddi við Marc Davino, 55 ára íþróttaunnanda sem er samkyn- hneigður. „Það voru engar fyr- irmyndir í hópíþróttum þegar ég ólst upp. Þess vegna held ég að það sé frábært að þessi ungi maður sé að segja sögu sína opinberlega á meðan hann leikur í NFL-deildinni.“ Nassib virðist skilja hve miklu máli hann komi til með að skipta fyr- ir hinsegin íþróttaunnendur. Hann styrkti Trevor-verkefnið sem eru samtök með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvíg meðal hin- segin ungmenna um 100 þúsund dollara í tilefni af tilkynningu sinni. „Hinsegin börn eru meira en fimm sinnum líklegri til að íhuga sjálfs- víg,“ sagði Nassib í myndskeiði sínu. „Mér finnst ég bera ábyrgð á því að hjálpa eins mikið og ég get.“ Ætti ekki að vera þörf Carl Nassib er fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NFL-deilarinnar. Hann vonar að einn daginn þurfi leikmenn ekki að greina sérstaklega frá kynhneigð sinni. Nokkuð langt er í land eins og saga Michael Sam sýnir og hefur hún eflaust reynst einhverjum leikmönnum víti til varnaðar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Carl Nassib varð á dögunum fyrsti leikmaður NFL-deildarinnar til að koma út úr skápnum meðan á ferlinum stendur. Stutt hefur verið rækilega við bakið á honum síðan hann greindi frá kynhneigð sinni fyrir tæpum tveimur vikum. AFP Michael Sam sést hér í búningi St. Luis Rams sem valdi hann í nýliðavalinu 2014. Hann spilaði aldrei í deildinni en lék nokkra æfingaleiki með Rams. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.