Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 29
Það verður þó varla sannað úr
þessu. Þess má geta að Courson lést
þremur árum síðar, vegna ofneyslu
heróíns.
Morrison var jarðsunginn 7. júlí,
áður en fregnin af andláti hans fór
eins og eldur í sinu um heimsbyggð-
ina, í Père Lachaise-kirkjugarðinum
í París. Viðstaddir jarðarförina voru
einungis nokkrir nánir vinir, auk
fyrrnefnds umboðsmanns hans,
Williams Siddons og Courson. „Að
vísu höfðu þau Jim og Pamela aldrei
gifzt, í útjaskaðri merkingu þess
orðs, en vinir hans hafa sagt að hún
hafi verið hans eina fjölskylda,“ stóð
í Vikunni, 34. tölublaði, 26. ágúst
1971. Í sömu grein kom fram að
Morrison hafði farið til Parísar í
mars þetta sama ár á eftir Pamelu,
„en þau höfðu áður slitið samvistum
og rifizt heiftarlega. Þau sættust og
hann varð svo ástfanginn af borginni
að hann ákvað að setjast þar að.
Hann kom sér fyrir og hóf ritstörf,
var að skrifa kvikmyndahandrit, og í
bréfum til vina og kunningja heima
fyrir gat hann þess að hann væri
ánægður og hefði fundið frið sem
hann hefði aldrei fundið fyrir áður.“
En enginn má sköpum renna.
Íslendingur-Ísafold hlóð í minn-
ingargrein 11. nóvember 1971 og
vitnaði til orða Morrisons sjálfs í
bókinni American Prayer: „Dauðinn
gerir okkur öll að englum.“
Ennfremur kom þar fram: „Und-
anfarin fimm ár hefur líf Jim verið
stórbrotnara en orð fá lýst. Hann
var fyrirliði hljómsveitarinnar Doors
og samdi mörg þeirra laga, er þeir
fluttu, auk bess að vera mikilvirkt
ljóðskáld. Eftir margra ára slark og
stóra skammta af lífsnautnum hafði
hann nokkru fyrir dauða sinn fundið
frið.“
Hefðum við haft Sting
Líf Morrisons var enginn dans á
rósum; það var lífið með honum
ekki heldur. Félagar hans þrír í The
Doors voru til að mynda orðnir
langþreyttir á hegðun söngvarans.
„Það hefði verið æðislegt hefðum
við haft gaur eins og Sting,“ sagði
Robbie Krieger gítarleikari í sam-
tali við fagtímaritið Guitar World
árið 2008. „Þið vitið, venjulegan
mann en um leið ofboðslega hæfi-
leikaríkan. Einhvern sem ekki
þurfti að standa á bjargbrúninni
hverja einustu sekúndu sem hann
lifði.“
Krieger var aðeins átján ára þeg-
ar hann hitti Morrison fyrst, þegar
söngvarinn sótti hann heim ásamt
John Densmore, trymbli Doors. Þá
virkaði hann alls ekkert illa á hann.
„Ég fékk ekki á tilfinninguna að
neitt amaði að manninum fyrr en
undir lok fyrstu æfingar okkar. Til
að byrja með var hann sultuslakur;
síðan kom einhver gaur að spyrja
eftir honum. Einhver fíkniefna-
viðskipti höfðu farið í handaskolum
og Jim sturlaðist; gjörsamlega tap-
aði sér. Þá hugsaði ég með mér, Jes-
ús Kristur, þessi maður er ekki í
lagi.“
Engin leið var að stóla á Morrison.
„Þetta var stöðugur bömmer. Við
vissum að þetta band okkar hafði
burði til að ná langt en Jim reyndi
ítrekað að eyðileggja það með því að
gera upp á bak við hvert fótmál. Við
boðuðum til æfingar og Jim lét ekki
sjá sig. Svo fengum við símtal frá
Blythe, Arizona, þess efnis að hann
væri í fangelsi.“
Um leið og þessi þeysireið var
strembin gerir Krieger, eins og aðr-
ir, sér fulla grein fyrir því að það
voru þessir innri djöflar og óútreikn-
anleikinn sem gerðu The Doors öðru
fremur að því sem bandið var. Engir
tveir dagar voru eins og ekkert lag
var spilað nákvæmlega eins í tvö
skipti. Ég meina, Jim Morrison var
eðlukóngurinn hér – og mátti gera
hvað sem er!
Múgur og margmenni mun leggja leið sína að gröf Morrisons í Père Lachaise-
kirkjugarðinum í París um helgina. Fjöldi fólks kemur þar á venjulegum degi.
AFP
4.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
GLÆÐUR Jerry gamli Cantrell, gít-
arleikari Alice in Chains með meiru,
spriklar enn af fjöri og tók á dögunum
upp myndband við lag af væntanlegri
sólóskífu sinni. Með honum voru ekki
minni menn en Duff McKagan bassa-
leikari Guns N’ Roses, Greg Puciato,
gítaristi og söngvari The Dillinger
Escape Plan, og trymbillinn Gil
Sharone úr því geðþekka bandi
Stolen Babies. Hvorki er komið
nafn á plötuna né dagsetning á
útgáfuna en október hefur verið
nefndur til sögunnar.
Jerry Cant-
rell veit hvað
hann syngur.
AFP
BÓKSALA Í JÚNÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Palli Playstation
Gunnar Helgason
2 Undir 1.000 kr. fyrir tvo
Áslaug Björg Harðardóttir
3 Dauðahliðið
Lee Child
4 Morðið við Huldukletta
Stella Blómkvist
5 Færðu mér stjörnurnar
Jojo Moyes
6 Bréfið
Kathryn Hughes
7 Fjölskylda fyrir byrjendur
Sarah Morgan
8 Meistari Jakob
Emelie Schepp
9 Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
10 Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
11 Út fyrir rammann
Jordan B. Peterson
12 Kaldaslóð
Kim Faber
13 Leyndarmál
Sophie Kinsella
14
Þorri og Þura
– tjaldferðalagið
Agnes Wild
15 Níu líf
Emelie Schepp
16 Barnalestin
Viola Ardne
17 Sterk
Margrét Tryggvadóttir
18 Bekkurinn minn 3 – lús!
Yrsa Þöll Gylfadóttir
19 Fugladómstóllinn
Agnes Ravatn
20 Þægindarammagerðin
Ýmsir höfundar
Allar bækur
Ég má til með að byrja á minni
uppáhaldsbók sem er án alls vafa
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
eftir Milan Kundera.
Ég las hana í fyrsta
skipti fyrir nokkrum
árum og varð strax
mikill aðdáandi
Kundera. Hann nær
að flétta saman
spennandi persón-
ur, söguþráð, heim-
speki og pólitík á áreynslulausan
hátt og ekki skemmir fyrir að ein-
hvers konar kynþokki einkennir
allan skáldskap hans. Óbærilegur
léttleiki tilverunnar er að mínu
mati hans besta verk. Mjög sexy.
Önnur eftirminnileg bók sem ég
má til með að
nefna er dystóp-
íska skáldsagan
We eftir Yevgeny
Zamyatin. Sagt er
að Orwell hafi les-
ið We áður en
hann skrifaði 1984
(og það hlýtur eiginlega að vera)
en sú fyrrnefnda kom út um 1920.
We fjallar um einstakling í alræð-
issamfélagi sem áttar sig smátt og
smátt á aðstæðum. Hún er mun
betri en 1984 þannig að ef eitt-
hvert ykkar ætlar sér að lesa að-
eins eina bók um ævina og vitna í
hana í hvert sinn
sem pólitík ber á
góma þá mæli ég
með að lesa heldur
Zamyatin en Or-
well.
Nýlega las ég
Aprílsólarkulda
eftir Elísabetu Jök-
ulsdóttur. Elísabet er ekkert ann-
að en snillingur og stíll hennar er
svo einkennandi, blátt áfram og
skemmtilegur þótt efnið geti ver-
ið þungt. Þetta er sönn verðlauna-
bók sem segir svo margt á til-
tölulega fáum síðum. Bókin er
eins konar rannsókn Elísabetar á
eigin fortíð. Spretta geðræn
vandamál úr engu eða ýta vissir
atburðir geðveikinni upp á yf-
irborðið?
Ég gerðist svo djörf að lesa bók
um hagfræði á dögunum. Að vísu
er um að ræða bók sem reynir að
útskýra hagfræði
fyrir fólki eins og
mér, sumsé á
mannamáli. Eik-
onomics eftir Eirík
Ástþór Ragnarsson
fjallar meðal annars
um Macintos-
hmola-hagkerfið, uppvask og
djammið. Ég lærði helling og
skemmti mér í leiðinni, svo Eiríki
hlýtur að hafa tekist
ætlunarverk sitt.
Áður en bíó-
myndin kemur út
ætla ég að lesa
Dune eftir Frank
Herbert. Ég var satt
að segja fegin þegar
fregnir bárust af því
að útgáfu mynd-
arinnar yrði seinkað töluvert því
bókin er engin smásmíð. Fleiri vís-
indaskáldsögur eru á leslistanum,
svo sem A Brave New World eftir
Aldous Huxley en enginn veit
hvaða bók ratar í hendurnar á
mér næst. Mér finnst skemmtileg-
ast að taka upp bók og byrja að
lesa hana án þess að vita neitt um
innihald hennar. Ég les aldrei aftan
á bækur fyrr en eftir lestur.
FRÍÐA ÞORKELSDÓTTIR ER AÐ LESA
Les aldrei aftan á bækur
Fríða Þorkels-
dóttir er bók-
mennta-
fræðinemi.
Í stjörnufans í nýju lagi