Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 1
ISSN 1017-3609 HOTH4JipHSIStf Jj'l ÞAR SEM GÆÐIN GANGA FYRIR Einangruð Frauðplastkassar Piastvörubretti Línubalar Sefgörðum 3,170, Seltjarnarnesi. Sími 561 2211. Fax 561 4185 5. tbl. 13. árg. föstudagur 3. febrúar 1995 Slippfélagið Málningarverksmiója SIMI: 588 8000 Netavertíðin fer hægt af s Drög að frumvarpi um umgengni um auðlindir sjávar: Netaveiðar báta undir 30 bt. verði bannaðar nóv.-febrúar Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um umgengni um auðlindir sjávar. Þar er meðal annars gert ráð fyrir banni við netaveiðum báta undir 30 brúttótonnum í fjóra mánuði á hverju fískveiðiári, eða frá 1. nóvember til febrúarloka. í greinargerð segir að lengi hafi verið rætt um að banna eigi minnstu bátunum netaveiðar að vetrarlagi, fyrst og fremst vegna þess að þeir nýti afla illa og hendi afla vegna þess hve oft veður hamli því að vitjað sé um net, en einnig af öryggisástæðum. Varðandi stærð- armörk bátanna er tekið fram að liggi brúttótonnamæling viðkom- andi báts ekki fyrir skuli miðað við brúttórúmlestir. Af öðrum ákvæðum frumvarps- ins má nefna að lögfest verður bann við því að henda fiski í hafið. Að óheimilt verði að hefja veiði- ferð án þess að skip hafi veiðiheim- ildir í þeim tegundum, sem líklegt sé að fáist í veiðiferðinni. Að Fiski- stofu verði heimilt að áætla við- bótarafla á skip víki aflasamsetn- ing þess verulega frá aflasamsetn- ingu annarra skipa, sem hliðstæðar veiðar stundi. Og að skylt verði að draga reglulega veiðarfæri, sem skilin séu eftir í sjó, svo sem net og línu. Heimilt verði á kostnað eig- enda að draga upp veiðarfæri sem ekki er sinnt. Þá er kveðið skýrt á um viðurlög við brotum á lögunum, en á það hefur þótt skorta fram að þessu. Veiði skip ítrekað umfram afla- mark á sama fiskveiðiári skal svipta það veiðileyfi í tvær vikur við fyrstu ítrekun, í sex vikur við aðra ítrekun og til loka fiskveið- iársins við þriðju ítrekun, þó aldrei skemur en í 12 vikur. Brot gegn ákvæðum laganna skulu sæta sekt- um, varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Við fyrsta brot skal sekt eigi vera lægri en 400 þús. kr. og ekki hærri en 4 milljónir. Við ítrekað brot skal lágmarkssekt vera 800 þús. og hámark 8 milljón- ir, allt eftir eðli og umfangi brots- ins. Við ítrekað brot á skipstjóri það einnig á hættu að missa skip- stjórnarréttindi sín um tiltekinn tíma, allt að fimm árum. Þeir sem brjóta reglurnar um vigtun afla skulu einnig sæta refsingum og leyfissviptinum. Frumvarpsdrög þessi eru samin með hliðsjón af tillögum sam- starfsnefndar um bætta umgengni um auðlindina og eru þau nú til umfjöllunar hjá þingflokkum og hagsmunaðailum. Smáey og Emmaá tveggja báta troll Togbátarnir Smáey VE og Ófeigur VE, sem verið hafa saman á veiðum með eitt troll um eins árs skeið, eru nú skildir að skiptum. Utgerð Smáeyjar VE hefur í fram- haldi af því samið við útgerð Emmu VE um að þessir tveir bátar verði paraðir saman. Að sögn Magnúsar Kristinsson- ar, útgerðarmanns Smáeyjar VE, vildi útgerð Ófeigs VE slíta sam- starfinu og því var gengið til samn- inga við útgerð Emmu VE. Magn- ús sagði það sína skoðun að sam- starf Smáeyjar VE og Ófeigs VE hefði verið með miklum ágætum og kostirnir við slíkar tveggja báta veiðar væru ótvíræðir að sínu mati. Samstarfinu hefði fylgt bæði veið- arfæra- og olíusparnaður og aflinn hefði verið ágætur. Sjólastöðin í loðnufrystingu: 165 tonna frystigeta Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði hefur aukið verulega við frystigetu vegna væntanlegrar loðnufrystingar frá því í fyrra. Að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra, er búist við því að hægt verði að frysta á milli 120 og 130 tonn af loðnu á sólarhring í frystihúsum fyrirtækisins. Að sögn Guðmundar er þetta veruleg aukning í frystigetu frá því í fyrra en ástæðuna má rekja til kaupa fyrirtækisins á húsnæði og frystibúnaði Hvaleyrar hf., sem er til húsa þar sem áður var Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. — Við höfum gert samning um kaup á loðnu frá loðnuskipunum Guðmundi Ólafi ÓF og Súlunni EA og munu þau landa loðnunni í Þorlákshöfn. Þaðan munum við aka henni hingað til Hafnarfjarðar og flokka hana hér fyrir frystingu. Ef kraftur verður í veiðunum þá höfum við möguleika á að frysta loðnu um borð í frystitogaranum Haraldi Kristjánssyni HF hér í Hafnarfjarðarhöfn. Frystigetan um borð er á milli 35 og 40 tonn _ og heildarafkastagetan frystingunni væri þá um 155 til 165 tonn á sól- arhring, segir Guðmundur Jónsson. XSKIPAPJONUSTA Olíufélagiðhf Ssso Ágúst Sigurðsson HF var með 14,5 tonna afla í síðustu viku Mynd/Fiskifréttir: Gunnar Ufsinn iætur ekki sjá sig Vetrarvertíð hjá netabátunum hefur farið ákaflega hægt af stað. Ufsinn, sem oft hefur verið drjúg- ur hluti afla nctabáta í janúar, sést ekki og slæmar gæftir og litlir kvótar hafa sett svip sinn á þorsk- veiðarnar. Hrefna Björg Óskarsdóttir, hafnarvörður í Sandgerði, sagði að alls hefðu borist 680 tonn af fiski á land í Sandgerði í síðustu viku. — Það má e.t.v. segja að það sé þokkalegt miðað við tíðarfarið og kvótastöðuna. Aflinn hefur verið einna skástur hjá Ágústi Sigurðs- syni HF en sá bátur var með 14,5 tonn í síðustu viku og það var allt aulaþorskur, sagði Hrefna Björg en hún sagði trega ufsaveiði hafa komið mönnum hvað mest á óvart það sem af væri vertíðinni. — Jafnvel Grétar Mar, skip- stjóri á Bergi Vigfúsi GK, hefur ekki fundið ufsann. Það segir sitt um ástandið því Grétar hefur verið manna drýgstur á ufsaveið- unum undanfarin ár, sagði Hrefna Björg Óskarsdóttir.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.