Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 12

Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 12
FRETTIR 5. tbl. föstudagur 3. febrúar 1995 Faxaskála 2 • Reykjavík • Sími: 91 - 623518 • Fax: 91 - 27218 -KARALEIG4- FISKVINNSLUVELAR Leigjum út 660 I. fiskikör. Erum miðstöö viðskipta með nýjar og notaðar fiskvinnsluvélar og búnað. Ýmis skipti möguleg. Verið velkomin í sýningarsalinn sem er opinn frá 8.30 -18.00 eða hafið samband við sölumenn okkar í síma 91 - 623518. Seiðaskilja lögleidd á rækjuveiðum á stóru svæði úti fyrir Norðvesturlandi — þar sem um 40% heildarrækjuaflans hefur fengist Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að úthafsrækjuveiðar á stóru svæði úti fyrir Norðvestur- landi verði ekki leyfðar nema skip- in séu með seiðaskilju. Reglugerð þar að lútandi var í undirbúningi þegar Fiskifréttir fóru í prentun. Svæðið sem um ræðir nær milli 18,3. gráðu og 22. gráðu eða aust- an frá Kolbeinsey og vestur undir Nokkrir íslenskir útgerðarmenn hafa að undanförnu leitað eftir því að fá leigða rússneska togara til þess að stunda úthafskarfaveiðar á komandi vertíð. Samkvæmt heim- ildum Fiskifrétta er mjög takmark- að framboð af slíkum leiguskipum en hægt er að fá keypta fjölda rússneska togara ef samningar tak- ast um verð. Meðal þeirra rússnesku skipa, sem íslendingar hafa haft augastað á, er rússneski togarinn Adonkin. Togarinn hefur legið í lengri tíma í höfn í Færeyjum og þykir fullvíst að útgerð hans muni ekki standa skil á hafnargjöldum og að Adonk- in verði boðinn upp á nauðungar- uppboði innan skamms. Einn við- mælandi Fiskifrétta, sem þekkir mjög vel til á markaði með notuð skip, sagði ekkert vit fyrir íslensk- ar útgerðir að bjóða í togarann. Adonkin er togari af svokallaðri Meridan-línu og þrátt fyrir að þetta væru hörkugóð skip þá fylgdi sá böggull skammrifi að engir varahlutir væru til í þau. — Það er hægt að fá þessi Mer- idan-skip keypt á lágu verði mjög víða en gallinn er sá að þau eru öll NETANAUST Horn, en á þessu svæði hefur um 40% heildarrækjuaflans fengist á undanförnum árum. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Fiskifréttir að miðað væri við að stærri skipin hæfu notk- un skiljunnar strax 1. mars næst- komandi, en sum þeirra eru þegar með rússneskum búnaði. Verk- smiðjurnar, sem framleitt hafa búnaðinn í þau, eru margar orðnar komin með þennan búnað. Minni skipunum verður gefinn frestur til 1. maí. Að sögn Jóns er kostnaður við þessar breytingar hjá einstök- um útgerðum mismunandi eftir stærð bátanna og kröfum um tækjabúnað, — allt frá tiltölulega litlu fé og upp í tvær og hálfa til þrjár milljónir króna ef keyptur er viðbótartækjabúnaður svo sem gjaldþrota og það er ekkert til í þau ef eitthvað bilar. Það gegnir öðru máli um rússneska togara sem eru aflanemar. Reglugerðin nú er fyrsta skrefið á þessari braut en hugmyndin er að lögleiða seiða- skilju á fleiri svæðum við landið þegar fram í sækir. Tilgangurinn með því að lög- leiða seiðaskilju í rækjutrolli er sá að stemma stigu við seiðadrápi, einkum drápi á karfaseiðum, og einnig að hlífa smárri grálúðu sem með pólskum eða þýskum búnaði. I þau er hægt að fá varahluti, sagði viðmælandi blaðsins. gjarnan kemur í rækjutroll úti fyrir Norðurlandi. Allnokkur rækju- skip hér við land eru þegar komin með seiðaskilju og hafa þau mátt veiða í lokuðu hólfi vestan Kol- beinseyjar. Tilraunir þar hafa sýnt að minnka má magn seiða í afla um 50-70% með því að nota skilju. Hagsmunasamtök sjómanna og út- vegsmanna eru hlynnt þessum ráð- stöfunum, enda þótt sumir rækju- skipstjórar telji að skiljan geti þvælst fyrir, einkum á þeim bátum sem taka trollið inn á síðunni. I Noregi er skylt að vera með seiða- skilju á öllum rækjuveiðum norðan 62. gráðu og virðist þessi búnaður ekki hafa valdið neinum vandræð- um þar. Vantar 5 Ibs af Þorski, Langlúru fyrir Japan og smáan saltfisk fyrir Grikklandsmarkað. Frosin hrogn. ICELAND PRIMA BRAND G. Ingason Fornbúðum 8, 220 Hafnarfirðí •B 91-653525 - 91-654044 • 985-27020 Rússneski togarinn Adonkin. (Mynd: BN) Thorite Færib andamótorar í frystihús og fiskiskip • sterkir og endingargóðir í öllum hugsanlegum stærðum og fyrir mismunandi rafspennu formax FORMAX HF. MYRARGATA 2, 101 REYKJAVIK. SIMI.: 562 6800 - BREFASIMI.: 562 6808 íslendingar hafa hug á rússa- togurum til úthafskarfaveiða

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.