Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Side 4

Fiskifréttir - 03.02.1995, Side 4
4 FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. febrúar 1995 SALTFISKKASSAR Norskir úrvals kassar 25 kg og 50 kg til afgreiðslu strax Snorri hf. Skeifunni 19 • Sími: 889 577 • Fax: 688 317 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta. Gerum við bjargbúninga. GÚMMI'BÁTAÞJÓNUSTAN Eyjaslóð 9 ■ Örfirisey ■ Sími 91-14010 • Fax 91-624010 TIL SANDBLÁSTURS SANDBLÁSTURSSANDUR 30 kg. sekkur kr. 420 m/vsk FINPUSSNING Sf. Dugguvogur 6. 104 Rvk 2 91-32 500 FISKIDÆLUR HdgœðaflS2 ; með Ka>'m dœlU Sífellt meiri áhersla er lögð á varfærnislega dælingu á fiski úr lestum skipa og á það ekki síst við um makrfl og sfld til manneldis. Á undanfömum fimm árum hefur Karmdy Winch hf.unnið að þróun fiskdælu er skaðar fiskinn sem minnst. Þetta starf hefur gefið góðan árangur og nú getum við sagt með sanni að Karm fiskdælan skaðar fiskinn nánast ekkert. Fiskdœlan er með sérstakan gírbúnað sem við höfum hannað en hann hefur aukið svigrúm við fiskdœlingu. Þegar dœla á neyslusíld úr skipslest er mikilvœgt að dœluhraði sé hœgur til þess aðforðast skaða á síldinni. Öðru máli gegnir, hins vegar, þegar loðnu, sem nota á ífiskmjöl, er dœlt en þá má auka dœluhraðann til muna. Um þessar mundir eru mörg norsk fiskveiðiskip að skipta yfir á fiskdœlurfrá Karmoy. Um 80% nótaskipa, sem eru að veiðum í Norðursjónum, nota Karmöy fiskdœluna. Unnt er aðfá Karmóy fiskdœluna með 18" opifyrir 18" slöngu en það eykur afkastagetuna yfirleitt um 20-30%. KARM0YWINCHI P.O. BOX 160, 4251 KOPERVIK, NORWAY TEL.+47 52851044 -TELEFAX +47 52 8516 54 Kvótakerfið Allur undirmálsfiskur reiknist til kvóta: Verður smáfíski fíeygt í auknum mæfí? — skiptar skoðanir um ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðu- neytisins að eftir 1. febrúar 1995 skuli allur undirmálsfiskur reiknast til kvóta. Hingað til hafa aðeins tveir þriðju undirmálsfisks verið reiknaðir til kvóta, enda hafi undirmál ekki farið yfir 10% af heildarafla viðkom- andi skips í veiðiferð. Undirmálsfiskur hefur miðast við 50 cm þorsk og ufsa, 45 cm ýsu og 500 gr karfa. Ákvörðun ráðherra byggist á áfangaskýrslu samstarfsnefndar um auðlindir sjávar, en þar segir að athuganir hafi sýnt að stór hluti eða 70-80% þess fisks sem landað sé sem undirmálsfiski, standist mál. Nefndin telur ómögulegt fyrir vigtarmenn að fylgjast með því að reglan sé ekki mis- notuð og segir að löndun undirmáls- fisks fari vax- andi. Reglan leiði því til sjálftöku á kvóta og hana beri að af- nema. Kristján Ragnarsson formaður LÍU er samþykkur þessari ákvörðun. „Pað hefur verið sýnt fram á að þessi regla hefur verið misnotuð, eins og svo margt ann- að sem er undanþegið. Sú spurn- ing hefur vaknað hvort þessi breyting leiði til þess að undir- málsfiski verði fleygt í ríkara mæli en nú er gert. Mitt svar er það að þá verði menn að koma í veg fyrir það með öðrum hætti. Það gengur ekki að bókfæra ful- lorðin fisk sem undirmálsfisk," sagði Kristján. Veikir fískifræðilegt mat Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins er á öndverðum meiði. Hann átti sæti í samstarfsnefndinni og réði mönnum frá því að stíga það skref að setja allan undirmáls- fisk í kvóta. „Ég held að þessi ákvörðun geti orðið til þess að minna af undir- málsfiskinum komi að landi en nú. Stórum svæðum fyrir norðan og norðaustan land hefur verið lokað vegna smáfisks. Alltof lítið hefur verið fylgst með þessum svæðum og ef menn ætla núna að fara að skekkja samanburðinn við fyrri ár með því að hafa áhrif á það hvað kemur í land af smáfiski, þá er miklu meiru fórnað en ástæða er til. Þá er verið að veikja fiskifræði- lega grunninn undir matinu á stofninum,“ sagði Guðjón. Þá er eftirlitinu ábótavant Að sögn Guðjóns var smáfiskur- inn upprunalega að hálfu utan kvóta. Síðan tók Halldór Ásgríms- son þáverandi sjávarútvegsráð- herra allan undirmálsfiskinn inn í kvóta á tímabili. „Þaö varð til þess að smáfiskurinn hætti að koma að landi. Halldór breytti því þessu ákvæði aftur og nú á þann veg að þriðjungur væri undanþeginn kvóta. Þannig hefur það verið síðan. Þetta virðist hafa dug- að til þess að undirmálsfisk- inum hefur verið haldið að- greindum um borð í fiskiskip- unum og hann skilað sér í land þannig að hægt hefur verið að fylgjast með því hversu mikið er veitt af honum. Því hefur verið kennt um að erf- itt sé að hafa eftirlit með þessu og erfitt að sjá hvað sé undirmálsfisk- ur og hvað ekki. Ef það eru rök í málinu, þá er alveg jafn erfitt sjá við því að þorski sé stungið undir ýsu, ufsa eða keilu í körum og kössum. Þá er bara eitthvað að eft- irlitinu. Mikilvægast í þessu máli er að sá fiskur sem drepinn er komi að landi,“ sagði Guðjón A. Kristj- ánsson. Tækninýjungar Reykofnar frá Kerres Fyrirtækið FTC á íslandi hefur nú hafið innflutning á litlum tölvu- stýrðum reykofnum sem kosta inn- an við eina milljón króna. Reyking á matvælum, s.s. á fiski, er athygl- isverður kostur sem aukabúgrein í hefðbundinni fiskvinnslu og hver veit nema að reykofnarnir, sem eru frá þýska fyrirtækinu Kerres, henti fyrir íslenskan markað. Reykofnarnir eru 1,70 metrar á hæð og 0,82 metrar á breidd og þeir komast því auðveldlega fyrir í jafnvel smæstu fyrirtækjum. í reykofnunum er hægt að heit- og kaldreykja matmæli og hægt er að nota ofninn til þess að sjóða, þurrka, steikja og gerja matvæli. Reykofninn rúmar allt að 50 kíló af hráefni og tekur reykingin aðeins um fjórar klukkustundir. Vegna þess hve ofninn er lítill dreifist hit- inn jafnt um hann og það tryggir jafnt og gott hráefni. Sérstakir fískireykofnar Kerres framleiðir einnig stærri og dýrari gerðir reykofna og þar á meðal má nefna sérstaka fiskireyk- ofna. Hægt er að stilla hitann í ofn- unum frá 1 gráðu og upp í 180 gráð- ur á Celsíus og með láréttu loft- streymi til skiptis frá báðum hliðum er tryggt að fiskurinn reyk- ist jafnt hvar svo sem hann er stað- settur í ofnum. Með þessari aðferð er hægt að reykja fiskinn á þremur til fjórum tímum í stað þess að í flestum öðrum reykofnum tekur reykingin sex til átta tíma. Sam- kvæmt upplýsingum frá söluaðila skilar þetta sér í auknum bragð- gæðum og fiskurinn rýrnar minna en í hefðbundnum reykofnum.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.