Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 2
2 FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. febrúar 1995 Sóttu tæptega 100 millj. kr. aflaverðmæt í Barentshafíð Sverrir Kjartansson skipstjóri á Hegranesi SK Togarinn Hegranes SK var með alls u.þ.b. 244 milljón króna aflaverðmæti á sl. ári. Aðeins einn annar ísfisktogari, Guðbjörg IS, var með hærra aflaverðmæti á árinu 1994. Arangur áhafnar Hegranessins er einkar athyglisverður í ljósi þess að togarinn sigldi aðeins tvisvar með afla og frátafir frá veiðum voru miklar vegna langra siglinga til og frá Smugunni í Barentshafl en þang- að fór Hegranesið í fimm veiðiferðir frá því í júní og fram í október. Skipstjóri á Heganesi SK er Sverrir Kjartansson og er við náðum tali af honum í byrjun vikunnar var hann með togarann að veiðum í Grindavíkurdjúpi. Að sögn Sverris byrjaði sl. ár ekkert sérstaklega vel hjá áhöfn Hegranessins. Togarinn var að vanda að veiðum um jól og ára- mót og hann átti bókaðan sölu- dag í Bremerhaven um miðjan janúar. Vegna sjómannaverk- fallsins varð að stytta túrinn og aflinn, sem seldur var á fiskupp- boðinu, var mun minni en vonast hafði verið eftir. Salan var því frekar slök. — Eftir verkfallið fórum við á grálúðuveiðar fyrir austan og það verður ekki annað sagt en að þær hafi gengið ágætlega. Aflinn var reyndar ekkert sérstakur en við lönduðum grálúðunni í gáma og hún seldist á mjög háu verði er- lendis, segir Sverrir. Náðum trollinu upp á klukkutíma Hegranesið fór í sína fyrstu veiðiferð í Smuguna eftir sjó- mannadaginn og að sögn Sverris varð úthaldið styttra en reiknað hafði verið með. — Það kom á daginn að það var enginn fiskur í Smugunni og því fórum við inn á Svalbarða- svæðið í leit að fiski. Við fengum ágætan afla í kantinum langt fyrir norðan Bjarnarey og á tveimur dögum náðum við alls um 80 tonnum af þorski. Aflinn var saltaður um borð en eftir þessa tvo daga var friðurinn úti. Við vorum þarna ásamt Drangey SK og Stakfelli ÞH er norska strand- gæslan kom á staðinn og skipaði okkur að hífa. Við þráuðumst við en svo fór að lokum að við hífð- um og færðum okkur. Um þetta leyti fjölgaði skipunum á svæðinu og við ákváðum því að láta reyna á rétt Norðmanna og köstuðum að nýju. Þetta endaði með því að það var klippt á báða togvírana hjá okkur og Blika EA en atlaga strandgæslunnar að Má SH mis- tókst. A meðan strandgæslan var að atast í hinum skipinum þá náð- um við trollinu upp og sömuleiðis tókst áhöfninni á Blika að ná sínu trolli. Við vissum hvar trollið var og því splæstum við auga á vírinn og náðum að kraka upp trollið eftir u.þ.b. klukkutíma tilraunir. Strandgæslan vissi ekkert af þessu og þeir töldu okkur hafa orðið fyrir miklu tjóni, segir Sverrir en hann upplýsir að vegna heimsóknar Noregskonungs til íslands hafi borist fyrirmæli um það frá útgerð- inni að aðhafast ekkert sem ögrað gæti norsku strandgæslunni. — Eftir þjóðhátíðardaginn reyndum við veiðar fyrir norðan Bjarnarey en fengum engan frið. Þegar norsku herskipin voru næst- um búin að sigla Drangey niður, eins og frægt er orðið, þá gáfumst við upp á þessu og flotinn hélt heimleiðis. Úr 200 kílóum í 25 tonn Að sögn Sverris var ferðinni heitið norður í Smuguna í byrjun júlí og Hegranesið var komið á miðin 8. júlí. Þann dag fékkst eng- inn afli og þann 10. júlí fengust 76 þorskar, samtals um 200 kíló, í einu holi. — Við höfðum orðið varir við lóðningar inni á Svalbarðasvæðinu en það var algjör dauði í Smug- unni. Færeyingarnir, sem þarna voru, tóku þessu með þolinmæði og létu reka en það var meiri óeirð í okkur og við sigldum því um og leituðum að fiski. Ekki þýddi að fara til veiða inn á Svalbarðasvæð- ið vegna strandgæsluskipanna og útlitið var því allt annað en gott. En að morgni 11. júlí þegar ég kom upp í brú var verið að hífa 25 tonna hol og í hönd fór ævintýralegt fisk- erí. Þorskurinn var á norðurleið og við náðum um 300 tonnum upp úr sjó, eða sem svarar um 110 tonnum af saltfiski, á skömmum tíma. Tveir næstu túrar, sem hvor um sig stóð í þrjár vikur, voru eins. Við vorum með um 110 tonn af saltfiski í túr að verðmæti um 25 milljóni króna, segir Sverrir en hann upp- lýsir að Hegranesið hafi verið að veiðum í Smugunni fram í október en þá hafi aflinn alveg verið dott- inn niður. — Síðasti túrinn var hræðilegur. Það var engan fisk að hafa og flest skipin voru orðin olíulítil og vatns- laus. Þeir, sem voru heppnir, voru „náðaðir" eins og við kölluðum það en „náðunin" var fólgin í því að skilaboð komu frá útgerðunum um að skipin mættu sigla heim. Birgðamálin voru í algjörum ólestri á þessum tíma og þarna var aðeins eitt olíuskip, sem kom viku- lega á svæðið, en birgðir þess voru ekki meiri en svo að hvert skip gat fengið olíu sem dugði til eins dags brennslu. Þetta þarf að laga fyrir næsta sumar og þá þarf að gera ráðstafanir til þess að flotinn geti fengið næga olíu og vistir, segir Sverrir en hann segir engan vafa leika á því að íslensku togararnir muni sækja stíft í Smuguna á næsta sumri. Þarna virðist vera hægt að ganga að aflanum nokkuð vísum frá því um miðjan júlí og fram í september en tíminn þess utan sé mjög óviss. Línudans á landhelgislínunni Alls sótti Hegranesið um 90 til 100 milljón króna aflaverðmæti í Barentshafið á sl. ári og það munar um minna. Sverrir segir þægilegt að stunda veiðar í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu og þessir túrar séu ekki lengri en hefðbundnir siglingartúrar íslenskra togara þegar siglt er með aflann til Þýska- lands. — Þorskurinn, sem við fengum þarna norður frá, var yfirleitt mjög góður. Við fengum mjög góðan fisk í fyrstu tveimur túrunum en aflinn í þriðja túrnum, þegar við veiddum í flottrollið, var aðeins blandaðari, segir Sverrir en hann segir að þriðji túrinn hafi verið sannkallaðurlínudans. Þorskurinn var þá mest allur inni á Svalbarða- svæðinu en íslensku togararnir og hentifánaskipin á svæðinu gátu fengið þokkalegan afla með því að toga alveg á landhelgislínunni. Sverrir segir skipin hafa raðað sér í röð og síðan hafi verið togað eftir línunni. — Þetta gekk mjög vel hjá ís- lensku skipunum en færeysku hentifánaskipin þvældust fyrir okkur. Þeir áttu í einhverjum erf- iðleikum með að skilja skipulag- ið en það kom þó aldrei til veru- legra árekstra á miðunum, segir Sverrir en hann segir að þrátt fyrir að Hegranesið sé útbúið til flottrollsveiða þá hafi hann ekki mikla trú á því að togarinn eigi erindi á úthafskarfaveiðarnar. — Ég held að við myndum aldrei ná mjög góðum árangri á úthafskarfaveiðunum. Við gæt- um ekki verið með eins stórt flot- troll og öflugustu skipin og ég held að togkrafturinn hjá okkur sé ekki nógu mikill. Þá er lestar- rýmið hjá okkur í það minnsta til þess að þessar veiðar borgi sig. Það er a.m.k. mín skoðun, segir Sverrir. Ufsinn sést ekki Nú í byrjun ársins átti Hegran- esið mjög góða sölu í Þýskalandi en eftir hana hafa Sverrir og hans menn leitað að grálúðu og ýms- um öðrum fisktegundum, öðrum en þorski, með allri austur- og suðurströndinni. — Það var mjög dauft á grá- lúðuveiðunum fyrir austan að þessu sinni og þeim veiðum var því sjálfhætt. Við reyndum því næst við karfa suður í Rósagarð- inum en þar var lítið um að vera. Við fengum þó nægilegt magn til þess að við gátum landað í tvo gáma í Vestmannaeyjum og nú síðustu dagana höfum við verið fyrir sunnan Surtinn og í Grinda- víkurdjúpi. Við höfum verið að svipast um eftir ufsa og ýsu en árangurinn er ekkert sérstakur, Ufsinn sést ekki og það er ekki mikið um ýsu. Við heyrðum þó að ýsuaflinn væri að glæðast á Látragrunni og í Víkurálnum og ætli ferðinni verði ekki heitið þangað eftir tilskilið frí núna í vikulokin. Ég reikna með því að við verðum í Reykjavík á fimmtudag. Það tekur því ekki að sigla skipinu norður með þennan afla. Ég geri ráð fyrir að við löndum karfanum í gáma í Reykjavík og spörum okkur með því 40 tíma siglingu til og frá Sauðárkróki, segir Sverrir Kjart- ansson. Landað úr togaranum Hegranesi á Sauðárkróki Mynd ESE Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson Ritstjómarfuiltrúi: Eiríkur St. Eiríksson FIÉ 1? WW VB Ljósmyndarar: A Al Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Útgefanói: Fróði tit, Reykjavík Kristján E. Eínarsson Ritstjórn og augiýsingar: Áskrift og innheimta: Bildshöfða 18, sími 91-875380 Ármula 18, simi 812300 Telefax: 91-879982 Pósthólf 8820 Augiýsingastjórar: 128 ReVkiavík Hjördís Árnadóttir Stjórnarformaður: Steinar J. Lúðvíksson Framkyæmdastjóri; , Halldóra Viktorsdóttir Prentvinnsla: G. Ben.-Edda prentstofa hf, Áskriftarverð: 3.664 kr. m.vsk. sept.-desember innanlands Hvert tclublað í áskrift 229 kr. m.vsk. Þeír sem greiða áskrift með greiðslu- kortí fá 10% afslátt, þánnig að áskrift- arverð verður3.292 kr. fyrirofangreínt timabii og hVert tölubiað þá 206 kr. Lausasöluverð 289 kr. Allt verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgjr áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert. ISSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.