Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 03.02.1995, Blaðsíða 7
Gjörsamlega óraunhæft — segir Krístján Ragnarsson formaður LÍÚ um áform sjómannasamtakanna „Það er búið að standa í kjarasamningum í 40 ár að útvegsmenn skuli leitast við að selja afla skipa sinna á hæsta gangverði. Þetta ákvæði hefur aldrei fyrr verið skilið með þeim hætti, að útgerðarmaður, sem léti skip sitt veiða fyrir eigin fiskvinnslu, væri þvingaður til að láta fiskinn af hendi til einhverra utanaðkomandi aðilar, þegar þessum sömu aðilum hentaði að yfirbjóða hann,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LIIJ í samtali við Fiskifréttir. Hvað verð þolir vinnslan? — En nú hafa menn bent á að fiskverkendur á Suðvesturlandi sem treysta á fiskmarkaðina séu ekki eingöngu í sérvinnslu og flug- fiski, heldur einnig í hefðbundinni vinnslu og geti samt greitt mun hærra verð en það gangverð sem tíðkast í beinum viðskiptum. Fyrirtæki Jóns Ásbjörnssonar hef- ur verið nefnt í því sambandi. Hverju svarar þú því? „Það er auðvitað hið besta mál. Við óskum Jóni til hamingju með sinn árangur og þökkum honum fyrir að standa sig vel í þessu. Sama er að segja um fjölda fiskverkenda suður með sjó. í þessari atvinnu- grein eins og öðrum vegna mönn- um misvel, það á bæði við um þá „Fiskvinnsla úti á landi myndi öll leggjast niður, ef svipta hætti hana því öryggi að geta sjálf gengið að sínum fiski til vinnslu. Þessi fiskvinnslufyrirtæki gætu ekki búið við það að einhver sérvinnslufyrir- tæki annars staðar á landinu, sem lifðu aðeins frá degi til dags og byggju við allt aðrar aðstæður, gætu hrifsað til sín hráefnið þegar þeim sýndist með yfirboðum. Þetta er gjörsamlega óraunhæf hugmynd og ég hef ekki heyrt í einum einasta útgerðarmanni sem hefur áhyggjur af þessum yfirlýs- ingu sjómannasamtakanna,“ sagði Kristján. — Er þetta ákvæði þá marklaus bókstafur? „Já, þetta er marklaus bókstafur í þeim skilningi sem sjómannasam- tökin kjósa að leggja í hann. Hvað er hæsta gangverð? Má ekki segja að það sé það verð sem stendur til boða á þeim stað þar sem skipið er gert út?“ Sala á fískmörkuðum — Nú eru fiskmarkaðir komnir út um allt land og sums staðar er- lendis er það aðalreglan að allur fiskur fari á markað. Hvers vegna ekki hérlendis? „Það er nú allur gangur á því hvernig þessu er háttað erlendis. Við héldum lengi vel að allur fisk- ur færi í gegnum markað í Þýska- Kristján Ragnarsson landi en svo hefur komið í ljós í seinni tíð að stór hluti af þeim afla sem kemur þangað frá Færeyjum fer beint til kaupenda og sama er að segja um nánast allan fisk sem kemur frá Noregi. I Bretlandi er þetta einnig með ýmsu móti. Við höfum talið íslensku fiskmarkað- ina góða og gilda að því marki sem þeir geta virkað, en við höfum aldrei litið svo á að markaðirnir yrðu til þess að brjóta niður sam- starf veiða og vinnslu á einstökum stöðum sem á sér áratuga hefð. Á fiskmörkuðunum eru menn að kaupa tilteknar stærðir og tegund- ir. I hinu tilfellinu verður fisk- vinnslan að taka allan afla skips- ins. Á þessu er reginmunur. Það er því af og frá að skylda menn til þess að ráðstafa afla með þessum hætti en ekki hinum. Eg held líka að sjómenn hafi ekki gert sér fulla grein fyrir afleiðingum þess, ef fram ætti að fara uppboð í hverju sjávarþorpi út um allt land og vinnslan myndi nýta sér að taka aflann á lægsta verði vegna þess að eftirspurn frá öðrum væri engin. Ég sé ekki að þetta geti gengið upp.“ sem eru með veiðar og vinnslu á eigin hendi og þá sem kaupa fisk af öðrum. Samstarfsnefnd útgerðar og sjómanna, sem stofnuð var á síðasta ári, safnar og dreifir upp- lýsingum um gangverð á fiski á landinu. Þessar tölur eru því allar uppi á borðinu, menn geta séð ná- kvæmlega hver þróunin er og met- ið sína stöðu með hliðsjón af því. Mér hefur virst sjómenn úti á landi leggja mikið upp úr því að eiga tryggt að geta losnað við aflann í sinni heimahöfn. Ég hef því engar áhyggjur af því að það komi til málaferla út af þessum." í fískvinnslufrakkanum? — Formaður Sjómannasam- bandsins orðaði það svo í samtali við Fiskifréttir að þú hlytir að vera í einhverjum fiskvinnslufrakka úr því að þú teldir þig ekki eiga sam- leið með sjómönnum í því að krefj- ast hæsta gangverðs fyrir fiskinn á sama tíma og útgerðin væri sögð vera rekin með tapi. „Þetta er auðvitað úrúrsnúning- ur hjá Sævari. Það er afkoma fyrir- tækjanna í heild sem skiptir máli en ekki einstakir rekstrarþættir þeirra, þ.e. annars vegar útgerð og hins vegar fiskvinnsla. Ur því að sjómenn óskuðu sjálfir eftir því að verðlagsráðskerfið yrði afnumið hlutu málin að þróast á þann veg sem gerst hefur,“ sagði Kristján Ragnarsson. Sjómannasamtökin boða óvenjulegar aðgerðir: Krefjast hæsta gangverðs fyrír fisk — og hóta að láta reyna á þá kröfu fyrír dómstólum Sjómannasamband íslands, Farmanna- og fiskimannasambandið og Vélstjórafélag Islands hafa boðað aðgerðir sem stuðla eiga að því að færa flskverð í beinum viðskiptum nær því verði sem tíðkast á fiskmörkuðum. Samtökin lýsa vaxandi áhyggjum sínum af því að fískverð sé ákveðið einhliða af fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Raunveruleg frjáls verðmyndun á físki eigi undir högg að sækja og nægi þar að nefna nýlega og eldri deilur áhafna fískiskipa við útgerðir sínar. Núverandi fyrirkomulag jafngildi því að atvinnurekandi land- verkafólks ákveði upp á eigin spýtur alla kauptaxta launþega sinna. Þessu vilja sjómannasamtökin breyta. Það á að gerast með þeim hætti að trúnaðarmenn sjómanna um borð í fiskiskipunum sendi upplýsing- ar um afla og aflasamsetningu viðkomandi skips til sjómannasamtak- anna. Þessum upplýsingum verði síðan komið til Samtaka fískvinnslu- stöðva án útgerðar, sem gefí félagsmönnum sínum kost á að leggja inn tilboð í aflann fyrir milligöngu fískmarkaða. Sá sem hæst bjóði í aflann fái hann, hvort sem það sé fiskvinnsla tengd útgerð viðkomandi skips eða utanaðkomandi aðili. Með þessum hætti vilja sjómanna- samtökin láta reyna á það ákvæði í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna, að útgerðarmaður skuli ávallt sjá til þess að selja aflann á hæsta gangverði hverju sinni. Sætti útgerðarmenn sig ekki við þetta fyrirkomulag hafa sjómannasamtökin ákveðið að vísa málinu til Fé- lagsdóms eða til almenna dómskerfísins. Fiskifréttir ræddu við Sævar Gunnarsson formann Sjómannasam- bandsins, Kristján Ragnarsson formann LÍÚ og Óskar Karlsson rit- ara Samtaka útgerða án útgerðar. — segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins „Ég skil ekki þá varnarstöðu sem Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ hefur skapað sér með því að vilja ekki eiga samieið með sjómönnum um að fá sem hæst verð fyrir aflann. Á sama tíma segir hann útgerðina rekna með tapi. Kristján hlýtur að vera í einhverjum fískvinnslufrakka þegar hann tekur þennan pól í hæðina,“ sagði Sævar Gunnarsson formaður Sjómanna- sambands íslands. „Mér finnst að Kristján eigi að sameinast sjómannasamtökunum um að sjá til þess að staðið verði við gerða kjarasamninga, sem hann hefur sjálfur undirritað. Það er alrangt hjá honum að það sé eldgamalt og úrelt ákvæði að út- gerðinni beri skylda til að selja fiskinn á hæstu gangverði. Þetta ákvæði kom inn í samninga Sjó- mannasambandsins árið 1991 í beinu framhaldi af þróuninni sem fylgdi stofnun fiskmarkaðanna. Ég neita því ekki að Eskifjarðardeilan er kveikjan að þeim aðgerðum sem sjómannasamtökin efna nú til, en auðvitað hafa útgerðarmenn huns- að þetta ákvæði kjarasamninganna frá upphafi og ákveðið fiskverð að eigin geðþótta," sagði Sævar. Heimamenn hafa forskot — En er verðið á fiskmörkuðum eðlileg viðmiðun í ljósi þess að þar er lítið framboð, en úti á landi verður fiskvinnslan að taka við öll- um afla viðkomandi skipa? „Með tilkomu fiskmarkaðanna hafa málin þróast á þann veg síð- ustu misserin að fiskvinnslufyrir- tækin þurfa ekki lengur að vinna sjálf allan afla sem til þeirra berst, heldur geta þau sent frá sér afla á markað og sömuleiðis keypt til sín fisk að vild. Það er verið að flytja fisk í stórum stíl vestan frá Snæ- fellsnesi allt austur á Fáskrúðs- fjörð, frá Austfjörðum til Suður- nesja, og frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Þetta gerist á einni nóttu og fiskbílarnir fara gjarnan Fiskkaupum hf. ýmis konar auka- afurðir úr afgöngum af hráefninu að verðmæti 34 milljónir króna á síðasta ári. Úti á landi fá þeir fisk- inn á skít á priki og sjá því oft ekki ástæðu til þess að fullnýta hráefnið eins og kostur er.“ — Átt þú von á því að núverandi verðlagningarkerfi á fiski sé að bresta? „Já ég sé fram á það. Það getur ekki verið eðlilegt að útgerðar- menn sitji beggja megin borðsins og semji við sjálfa sig um þorsk- verð, sem er lægra en verð fyrir undirmálsþorsk á markaði, svo dæmi sé tekið. Ég vona að sjó- menn á sem flestum skipum úr sem flestum landshlutum láti reyna á áðurnefnt ákvæði í kjarasamning- unum með þeim hætti sem við höf- um lagt til. Áframhaldið byggist allt á viðbrögðum sjómanna. Ég vil taka skýrt fram, að við höfum eng- in áform um að beina aðgerðunum að einstökum fyrirtækjum eða ein- stökum skipum. Við hvetjum ein- ungis sjómenn til þess að láta reyna á þetta hver á sínum stað,“ sagði Sævar Gunnarsson eðlilegt verð fyrir fiskinn. Heima- menn á hverjum stað hafa auk þess forskot í samkeppninni um fiskinn því aðkomumenn þurfa að bæta flutningskostnaðinum ofan á verð- ið.“ Það fer ekki allur fískur í flug — Nú hefur verið bent á að fisk- verkendur á suðvesturhorninu geti borgað hærra verð fyrir fiskinn vegna sérhæfingar sem hægt sé að stunda í nálægð markaðanna og vegna þess að þeir liggi betur við fiskútflutningi með flugi. Hverju svarar þú því? „Það er nú ekki einhlítt að allur fiskur sem seldur er á mörkuðun- um hér syðra fari í flug. Ég get nefnt sem dæmi Fiskkaup hf., fyrirtæki Jóns Ásbjörnssonar, sem setur engan fisk í flug. Þar er fisk- urinn fluttur utan af landi í stórum stíl og saltaður í Reykjavík. Ég hafna því að fiskverkun úti á landi standi ekki undir fiskverði sem saltfiskverkun í Reykjavík borgar. Þar að auki voru framleiddar hjá með fisk bæði fram og til baka í sömu ferð. Ég hafna þeim fullyrð- ingum að samgöngur að vetrinum komi í veg fyrir fiskflutninga. Þjóðvegir landsins eru ekki tepptir nema örfáa daga á ári auk þess sem miklir fiskflutningar fara fram með strandferðaskipum hafna á milli. Sævar Gunnarsson Ef menn sjá þetta ekki eru þeir fastir í einhverri fornöld. Við erum því ekki að leggja til að hráefnið verði tekið frá fiskvinnslufyrir- tækjum úti á landi og flutt til suð- vesturhornsins, við erum einfald- lega að fara fram á að borgað sé Krístján Ragnarsson í fískvinnslufrakkanum Fiskverð í beinum við- skiptum óeðlilega lágt — segir Óskar Karlsson ritarí Samtaka fiskvinnslu án útgerðar „Við höfum lýst okkur reiðubúna að verða við óskum sjómanna- samtakanna í þessu máli. Það er verið að undirbúa þetta í samstarfi við fiskmarkaðina og við leggjum áhcrslu á að allir sem áhuga hafi geti tekið þátt í að bjóða í fiskinn,“ sagði Óskar Karlsson framkvæmdastjóri ísfisks hf. og ritari Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar í samtali við Fiski- fréttir. „Hugmyndin er sú, að fyrst til að byrja með verði ekki um eiginlegt uppboð að ræða. Þess í stað verði upplýsingum um þann afla sem í boði er komið á framfæri við fisk- kaupendur á svæðinu og þeim gefst síðan kostur á að leggja tilboð inn á fiskmarkaði. Fiskmarkaður- inn sér svo um að greiðsluábyrgðir og annað sem sölunni tengist sé í lagi. Langtímamarkmið okkar allra er síðan að allur fiskur verði boðinn upp á mörkuðunum,“ sagði Óskar. Hvers vegna þessi mikli verðmunur? — Fiskverkendur sem kaupa hráefni á fiskmörkuðunum virðast geta greitt mun hærra verð fyrir fiskinn en þeir sem kaupa hann í beinum viðskiptum. Hvers vegna? „Á því eru ýmsar skýringar. Fiskvinnslufyrirtæki sem skipta við markaðina virðast komast af þótt hærra hlutfall af tekjum þeirra fari í hráefniskaup. Flest öll þess- ara fyrirtækja byggja á mikilli sér- hæfingu, hvort sem það er í söltun eða frystingu. Þetta er meiri sér- hæfing en almennt tíðkast í fisk- Óskar Karlsson vinnslu á íslandi. Markaðirnir gera mönnum kleift að velja sér hráefni til vinnslu. Önnur fiskvinnslufyrir- tæki sem taka heila farma af eigin skipum eru kannski að vinna 5-6 fisktegundir og skipta oft á milli pakkninga. Þetta skapar auðvitað visst óhagræði. Eigi að síður erum við sammála sjómönnum um að verðið sem þessi fyrirtæki eru að greiða sé í mörgum tilvikum óeðli- lega lágt og sannanlega undir því verði sem kostar að veiða fiskinn. Þessi fyrirtæki bjuggu um langt árabil við miðstýrðar verðákvarð- anir á fiski í Verðlagsrráði. Það átti að heita svo að ráðið ákvæði lág- marksverð en í raun var það notað sem hámarksverð. Þegar svo fisk- vinnslan skipti við óskyldar út- gerðir var bætt ofan á verðið alls konar duldum yfirborgunum eða sporslum sem ekki komu til skipta þegar laun sjómanna voru reikn- uð, svo sem þátttöku í kostnaði við veiðarfæri, ís og olíu. Með tilkomu fiskmarkaðanna vonuðust sjó- menn til þess að verðmyndunin færðist yfir á markaðina en sú von hefur algjörlega brugðist víða úti á landi,“ sagði Óskar. Hráefnisgæði myndu batna Við sem kaupum hráefni á mörkuðunum erum ekki í vafa um að ef fiskverðið yrði markaðstengt myndu hráefnisgæðin batna til muna. Það segir sig sjálft að sjó- menn, sem eru hundóánægðir með það fiskverð sem þeir fá, ganga ekki eins vel frá fiskinum og þeir sem hafa beinan hag af því. Þá má einnig nefna að hráefnisnýting verður betri hjá þeim sem kaupa fiskinn dýru verði en hinum sem fá hann fyrir lítið. Hins vegar má ekki gleyma því, þegar borið er saman fiskverð á markaði og í beinum viðskiptum nú þessar vikurnar, að helftin af línufiskinum kemur inn á markaðina og það er hægt að borga meira verð fyrir hann en tog- arafisk. Það er hluti skýringarinn- ar á því hvers vegna munurinn á verðinu er svona mikill,“ sagði Óskar Karlsson. Kapalvindur: 4 tonn - 6 tonn Vindurnar fást með lengdar- og átaksmælum og tölvustýrðri átaksstýringu frá INS. Kapalvindur frá okkur hafa á síðustu 16 mánuðum verið settar í eftirfarandi skip: Víðir EA, Þerney RE, Siglir, Harðbak EA, Kaldbak EA, Svalbak EA, Sigurbjörg ÓF, Vestmannaey VE, Skagfirðing SK og ms. Anijksciai. Vélaverkstœði Sigurðar hf. Skeiðarás, 210 Garðabæ. Sími: 565 8850 Fax: 565 2860

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.