Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Síða 3

Fiskifréttir - 03.02.1995, Síða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. febrúar 1995 3 Fréttir Fiskinnflutningur á árínu 1994: Landanir er- lendra skipa jukust um 121% milli ára — rússafiskur jókst ekki, en við- bótin stafar af þorskafla hentifána- skipa, úthafskarfaafla og auknum löndunum norskra lodnuskipa Erlend skip lönduðu tæpum 73 þús. tonnum af físki á íslandi á árinu 1994, samkvæmt þeim tölum sem Fiskifréttir öfluðu sér hjá Fiskistofu. Þetta er tæpum 40 þús. tonnum meira en árið áður og nemur aukningin 121%. Þar munar mest um aukinn loðnuafla norskra veiðiskipa, verulegan úthafskarfaafla sem er nýjung, og þorskafla sem íslensk hentifánaskip lönduðu. Innflutningur á þorski af erlend- um skipum til vinnslu hérlendis hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. A árinu 1992, þegar rússafiskurinn hélt innreið sína, komu alls 7.400 tonn af þorski með erlendum skipum, mest rússneskum. A árinu 1993 jókst þessi innflutningur í 11.700 tonn, þar af var rússaþorskur 10.500 tonn. Á árinu 1994 var inn- flutningur rússaþorsks svipaður eða um 11.000 tonn, en alls nam þorskinnflutningurinn 18 þúsund tonnum og hefur aldrei verið meiri. Viðbótina má fyrst og fremst rekja til íslensku hentifána- skipanna sem skráð eru sem erlend skip, en þau lönduðu um 4.400 tonnum af þorski hérlendis, sam- kvæmt tölum Fiskistofu. Þar er meðtalinn afli tveggja skipa, Atl- antic King og Atlantic Eagle, sem íslendingar gera út í samvinnu við Þorsklandanir erlendra sKipa a ísianai lyy^ (miðað við físk upp úr sjú) Ríki tonn Rússland 10.964 Þýskaland 1.584 England 437 Grænland 430 Færeyjar 91 Belgía 15 Noregur 8 Samtals 13.529 ísl. hentifániiskip: Ottar Birting Siglir 1.668 859 Hágangur I 370 Hágangur 11 406 Rex 422 Fisherman 240 Atlantic King* 340 Arctic Eagle* 113 Alls hentifánaskip 4.418 AIIs innfl. afli 17.947 * skíp að liluta f eigu íslenc (Heimild: Fiskistofa) linga. Færeyinga. Önnur skip sem lönd- uðu þorskafla hérlendis voru þýsk, ensk, færeysk, belgísk, norsk og grænlensk, en þau grænlensku veiddu þorskafla sinn í Barents- hafi, enda þorsklaust við Græn- land. Allar tölur miðast við fisk upp úr sjó. Ekki eru mörg ár síðan útflutn- ingur á ferskum þorski frá Islandi til vinnslu í Bretlandi var mikið áhyggjuefni íslenskra fiskvinnslu- manna. Nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Á síðasta ári voru að aðeins um 4.000 tonn af ísuðum þorski flutt á Bretlandsmarkað miðað við óslægðan fisk. 12 þús. tonn af úthafskarfa Úthafskarfinn var veigamikill þáttur í aukningu innflutnings á fiski á síðasta ári, en af honum var landað liðlega 12 þús. tonnum, þar af komu 5.200 tonn upp úr þýskum Rússaþorskur þíddur upp. Þrátt fyrir dulbúinn þrýsting rússneskra yfirvalda á þarlendar útgerðir um að selja Islendingum ekki fisk vegna Smugudeilunnar barst álíka mikill rússaþorskur til vinnslu hérlendis á nýliðnu ári og árið áður. (Mynd/Fiskifréttir: Hreinn). skipum, 3.900 tonn úr rússneskum skipum og Færeyingar lönduðu 1500 tonnum. Þá lönd- uðu þrjú skip á vegum íslendinga en skráð er- lendis úthafskarfaafla hér á landi: Ottar Birt- ing 489 tonnum, Siglir 253 tonnum og Vyd- unas 870 tonnum. Liðlega 35 þús. tonn- um af loðnu af erlend- um skipum var landað á íslandi á síðasta ári. Er það 20 þús. tonnum meira en árið áður. Ástæðan er sú að norsk Landanir (mii erlendra skip: )að við afla uj t á ísiandi! ip úr sjó) 994 lirevt. 1992 1993 % Þorskur Ýsa Ut'si 11.671 2.001 17.946 2.049 269 + 54% + 2% + 341% Loðna Rækja 15.387 3.707 35.444 4.638 + 130% + 25% Út. karfi Annað 78 12.271 147 + 88% Samtals 32.915 72.764 + 121% (Heímiídir: Fiskístofa og Fiskifélagið) loðnuskip voru iðin við að landa hérlendis slöttum af loðnu sem ekki þótti svara kostn- aði að sigla með til Nor- egs. Þar við bættist afli grænlenska skipsins Ammasat sem var hér að veiðum undir stjórn íslendinga. Af öðrum fiskteg- undum er það helst að segja, að innflutt rækja hefur aukist um 25%. Það eru einkum græn- lensk og rússnesk skip sem koma með rækj- una. Færeyingar: Mega veiða 23.000 tonn af þorski í Barentshafi — Rússar refsa Færeyingum fyrír Smuguveiðar hentifánaskipa Færeyingar hafa nú gengið frá samningum við Rússa og Norð- menn um þorskkvóta í Barents- hafi á þessu ári. Rússar minnka þorskkvóta Færeyinga um 2.000 tonn í refsingarskyni fyrir að hafa ekki stöðvað veiðar fær- eyskra hentifánaskipa í Smug- unni. Færeyingar fá nú að veiða 16.600 tonn í rússneskri lögsögu og að auki 2.400 tonn af rúss- neska kvótanum í norskri lög- sögu. Norðmenn juku hins vegar þorskkvóta Færeyinga í norskri lögsögu um 100 tonn og mega þeir nú veiða 3.200 tonn af þorski þar. Að auki skuldbinda Færeyingar sig til að takmarka þorskveiðar sínar á Svalbarðasvæðinu við 910 tonn. Alls hafa Færeyingar því 23.110 tonna þorskkvóta í Bar- entshafi á árinu 1995. Samningarnir við Rússa og Norðmenn byggjast á gagnkvæm- um veiðiheimildum. Auk þorsks- ins fá Færeyingar að veiða nokkur hundruð tonn af ýsu, ufsa, karfa og blálöngu, sem kemur sem aukaafli á þorskveiðunum. Þar til viðbótar koma kvótar á ýmsum tegundum af bræðslufiski. Þá vekur athygli að Færeyingar fá 5.000 tonna kvóta til tilraunaveiða á kolmunna í lögsögunni umhverfis Jan Mayen og önnur 5.000 tonn annars staðar í norskri lögsögu. I færeyskri lögsögu fá Norð- menn að veiða 27 þús. tonn af kol- munna, tæp 20.000 tonn af makríl, 5.000 tonn af hrossamakríl, 5.500 tonn af botnfiski svo sem löngu, keilu, ufsa og blálöngu, 300 tonn af háfi og mega taka 100 tonn af há- karlalifur. Þá fá Norðmenn heimild til tilraunaveiða á skötu- sel (100 tonna kvóta) og grálúðu (500 tonna kvóta) í færeyskri lög- sögu. Smuguveiðar færeyskra henti- fánaskipa hafa verið viðkvæmt vandamál í samskiptum Norð- manna og Færeyinga á fiskveiði- sviðinu, eins og fram hefur kom- ið hér í Fiskifréttum. Norðmenn hafa þó ekki valið þá leið að refsa Færeyingum með kvótaniðurs- kurði eins og Rússar gerðu. Þvert á móti juku þeir kvótann lítillega og í frétt frá norska sjávarútvegs- ráðuneytinu segir aðeins, að full- trúar þjóðanna muni síðar taka afstöðu til nánara samstarfs um að stöðva veiðar kvótalausra skipa í Barentshafi.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.