Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Side 8

Fiskifréttir - 03.02.1995, Side 8
8 FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. febrúar 1995 Fiskirannsóknir Óþarfí að hafa áhyggjur af viðgangi ýsunnar: Ótímabær kynþroski 1990 árgangsins hefur dregið úr vexti ýsustofnsins — rætt við Einar Jónsson fiskifræðing Það hefur vart farið framhjá þeim, sem fylgst hafa með íslensk- um sjávarútvegi á undanförnum árum, að erfíðlega hefur gengið að veiða ýsu og sl. þrjú ár hefur ýsukvótinn ekki náðst. Segja má að stjórnvöld hafí í meginatriðum farið eftir tillögum Hafrann- sóknastofnunar um aflahámark öll þessi ár að því undanskildu að í stað tillögu um 60 þúsund tonna aflahámark fískveiðiárið 1992 til 1993 heimiluðu stjórnvöld 65 þúsund tonna veiði. Ekki tókst að veiða nema 46 þúsund tonn á því fiskveiðiári eða um 70% kvót- ans. Ýmsar skýringar hafa verið á lofti um ástand ýsustofnsins. Sagt hefur verið að gefínn hafi verið út óraunhæfur ýsukvóti til þess að „milda“ áhrif þorskskerðingarinnar og eins hafa verið uppi kenningar um að aukin sókn á ýsuslóð með togveiðarfærum hafí stuðlað að smáýsudrápi og er í því sambandi bent á hve illa ýsan þolir möskvasmug. Einar Jónsson fískifræðingur er helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar þegar ýsurannsóknir eru annars vegar og það lá því beinast við að spyrja hann um ástæður þess hve erfiðlega hefði gengið að ná ýsukvótunum á umræddu tímabili. — Við höfum auðvitað velt þessu mikið fyrir okkur. Segja má að útgefinn kvóti hafi ekki verið raunhæfur í ljósi þeirra miklu tak- markana sem verið hafa á ýsuveið- unum í formi skyndilokana og ann- arra friðunaraðgerða, segir Einar en hann viðurkennir jafnframt að e.t.v. hafi fiskifræðingar ómeðvit- að spennt bogann of hátt við ákvörðun ýsukvótans vegna þeirr- ar miklu niðursveiflu sem verið hefur í þorskveiðunum undanfarin ár. — Þetta hefur trúlega verið tví- eggjuð aðgerð því vitað er að margir sjómenn hafa reynt að klóra upp ýsu langt fram eftir kvótaárinu þótt þorskkvótinn hafi verið á þrotum. Það fer tvennum sögum af því hvort sá þorskafli hef- ur skilað sér að landi en ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu, segir Einar. 90% kynþroskahlutfall — En hvernig stendur á þessu misræmi á milli útgefins kvóta og veiða á ýsu? — I þessu sambandi er nauðsyn- legt að hafa í huga að á sl. ári var meginuppistaðan í ýsuveiðinni fjögurra ára gömul ýsa úr 1990 ár- ganginum. Þetta er stærsti árgang- urinn, sem við höfum séð í aldar- fjórðung eða svo, og ekki dró það úr bjartsýni okkar að 1989 árgang- urinn er einnig tiltölulega sterkur og langt fyrir ofan meðallag. Við nánari skoðun á ýsuaflanum kom hins vegar í ljós að fjögurra ára gömul ýsa hér á suðursvæði var mun styttri og léttari en eðlilegt gat talist. Þetta kom töluvert á óvart því ástand ýsunnar á suðursvæðinu er oft mun jafnara og betra en ýsu á norðursvæði. Okkur datt fyrst í hug, í ljósi þess hve 1990 árgangur- inn er sterkur, að þarna væri of mikill þéttleiki á takmörkuðu svæði og æti væri ekki nægilegt fyrir allan þennan fjölda. Þessi skýring þótti okkur nokkuð hörð undir tönn, ekki síst vegna þess að ástandið á suðursvæðinu hefur yfirleitt verið mjög gott og aðrar fisktegundir, s.s. þorskur, höfðu dafnað þar ágætlega á sama tíma og það dró úr vexti ýsunnar. í þessu sambandi er reyndar rétt að taka fram að fæða þorsks og ýsu er töluvert ólík en engu að síður benti fátt til þess að ýsan á suðursvæðinu hefði ekki haft næga fæðu, segir Einar en hann upplýsir að í fram- haldi af þessu hafi sjónir manna beinst að mjög háu kynþroskahlut- falli meðal fjögurra ára gamallar ýsu á umræddu svæði. — Við nánari skoðun kom í ljós að stærstur hluti þessarar fjögurra ára gömlu ýsu á suðursvæðinu var orðinn kynþroska, eða u.þ.b. 90%, en undir venjulegum kring- umstæðum hefði mátt gera ráð fyrir því að liðlega 60% árgangsins hefði verið orðinn kynþroska við fjögurra ára aldur, segir Einar en hann upplýsir að þessi ótímabæri kynþroski hafi tvímælalaust dregið Einar Jónsson úr vexti ýsustofnsins og fiskifræð- ingar séu nú þeirrar skoðunar að þetta sé ein af skýringunum á mis- ræminu á milli útgefins kvóta og aflabragða. — Við vitum hins vegar ekki af- hverju þetta stafar, segir Einar en hann tekur skýrt fram að mjög erf- itt sé að segja nákvæmlega fyrir um hvenær fiskurinn verði kynþroska. Ákveðið hlutfall verði kynþroska á hverju ári en það hafi jafnframt komið á óvart að veruleg brögð voru að því að töluverður hluti tveggja ára gamallar ýsu væri orð- inn kynþroska. — Við urðum varir við þetta í togararallinu og eins höfum við fengið margar ábendingar frá sjó- mönnum um hrognafullar ýsur sem ekki voru meira en hnífsblað á lengd, segir Einar. Veruleg tilslökun í viðmiðun Að sögn Einars er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af við- komunni hjá ýsustofninum þrátt fyrir að kynþroskaaldurinn virðist hafa færst niður á suðursvæðinu. — Ef við berum saman ástand ýsustofnsins og þorskstofnsins þá er þar ólíku saman að jafna. Á meðan við höfum fengið sjö eða átta slaka þorskárganga í röð þá höfum við öðru hvoru fengið góða ýsuárganga á undanförnum árum. 1985 árgangurinn var mjög sterkur og 1989 og 1990 fengum við ár- ganga sem voru langt fyrir ofan meðallag. 1990 árgangurinn virð- ist, sem fyrr segir, sá sterkasti sem við höfum séð í um 25 ár og 1993 árgangurinn virðist vera töluvert langt fyrir ofan meðallag. Það hafa verið miklar sveiflur í þessu og inn á milli hafa komið slakir árgangar. Þegar á heildina er litið hefur ástandið hins vegar verið gott og niðurstöður togararalla undanfar- inna ára hafa staðfest það, segir Einar en hann segir að Hafrann- sóknastofnun hafi brugðist við upplýsingunum um ótímabæran kynþroska fjögurra ára ýsunnar með því að breyta viðmiðunar- mörkunum fyrir Suðurlandi um sl. áramót. Fram að því mátti hlutfall 48 sentímetra langrar ýsu og smærri ekki fara upp fyrir 40% í afla en eftir breytinguna má hlut- fall 45 sentímetra ýsu og smærri ekki vera meiri en 30% í aflanum. — I þessu felst veruleg tilslökun enda munar miklu um það að færa lengdarmörkin niður um 3 sentí- metra, segir Einar en hann viður- kennir að deila megi á Hafrann- sóknastofnun fyrir þessa ákvörð- un. — Þetta er bráðabirgðalausn sem við vonumst til að verði til þess að forða vandræðaástandi á miðunum. Ef við hefðum ekki gripið í taumana og lækkað við- miðunarmörkin þá hefðum við að öllu óbreyttu verið að vernda fimm ára gamla ýsu en fram að þessu hafa markmiðin með vernduninni verið þau að vernda aðallega þriggja ára ýsu og svo ákveðið hlutfall af fjögurra ára gamalli ýsu. Það er mat okkar að fimm ára gömul ýsa, sem er jafn smá og raun ber vitni, muni ekki ná því að bæta sér upp það vaxtartap sem hún hef- ur orðið fyrir. Auðvitað vex hún en hún mun alltaf verða tiltölulega létt og undir meðallagi í þyngd. Það má að sjálfsögðu leiða að því líkur og reikna það út að best væri að geyma þennan fisk í sjónum en ég hygg þó að fáir sjómenn og út- gerðarmenn myndu sætta sig við það. * Ysuaflinn fer vaxandi Einar segist sjá þess ýmis merki að ýsuaflinn fari almennt vaxandi. Ysuaflinn á árinu 1994 virðist t.d. ætla að skríða upp undir 60 þúsund tonn en lagt hafi verið til að heimil- uð yrði 65 þúsund tonna ýsuveiði kvótaárið 1993/1994. Einnig megi nefna að ýsuaflinn í nóvember í fyrra hafi verið 75% meiri en í nóv- ember 1993 og margt bendi til þess að hin breytta viðmiðun á suður- svæðinu sé farin að skila töluverðri aflaaukningu. Hafrannsókna- stofnun lagði til 60 þúsund tonna ýsuafla á yfirstandandi fiskveiðiári og Einar segist bjartsýnn á að sá kvóti náist. I spjallinu við Einar kemur fram að ýsuaflinn hefur sveiflast þetta frá um 40 þúsund tonnum og upp í 70 þúsund tonn mörg undanfarin ár og hann segir að veiðarnar verði Niðurstöður stofnmæiingar botnfiskafia 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 4. ára Meðalþyngd fjögurra ára ýsu í grömmum á norð- ursvæði 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 4. ára Meðalþyngd fjögurra ára ýsu í grömmum á suð- ursvæði

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.