Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Síða 9

Fiskifréttir - 03.02.1995, Síða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. febrúar 1995 9 Fiskirannsóknir alltaf háðar ákveðinni óvissu vegna náttúrulegra sveifla í ár- gangsstærðum. — Gallinn við þessar miklu sveiflur er hins vegar sá að það mun alltaf veiðast töluvert hátt hlutfall af smáýsu þegar sterkir ár- gangar koma inn í veiðina. Hjá því er ekki hægt að komast og sérstak- lega munu togveiðarfærin taka sinn toll af þessari smáýsu, segir Einar en hann upplýsir að staðið verði að friðun á smáýsu með svip- uðum hætti í framtíðinni og hingað til. — Ljóst er að oft duga skyndi- lokanir skammt en á það má benda að ef það þarf að beita skyndilok- unum tvisvar til þrisvar sinnum á svipuðum slóðum með skömmu millibili þá leiðir það til þess að viðkomandi svæði er lokað fyrir veiðum til lengri tíma með reglu- gerð. Þá hafa einstök svæði, þar Millj. fiska 200- 180- 160 140 120- 100- 80 60 40- 20 Q Áœtlun (Estimate) r’T^r'T'..rt i 69 71 73 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 Árgangar Stærð ýsuárganganna 1969-1993. Fjöldi við 2ja ára aldur í milljónum fiska. sem vitað er að smáýsan heldur I mun verða áfram, segir Einar sig, verið friðuð í lengri tíma og svo I Jónsson. Sölur Breki VE fékk rúmar 185 krónur fyrir karfa Þótt verð á ferskum fiski hafl lækkað nokkuð á ferskfiskmark- aðnum í Bremerhaven frá því í byrjun ársins þá verður verðið þrátt fyrir það að teljast mjög við- unandi. Þrjú Vestmannaeyjaskip hafa selt afla í Bremerhaven að undanförnu og hafa þau fengið ágætt meðalverð fyrir karfa og mjög gott verð hefur einnig fengist fyrir lítið magn af ufsa. Togarinn Sindri VE landaði alls 102 tonnum af fiski í Bremerhaven 25. janúar sl. Verðmæti aflans reyndist vera 13,5 milljónir króna Loðnuvertíðin Grandi tvöfaldar frystigetuna í loðnuvinnslunni milli ára — hægt verður að frysta á fjórða hundrað tonn afioðnu eða loðnuhrognum á sólarhrmg Reiknað er með því að hægt verði að frysta allt að 2000 tonnum af loðnu og á milli 1000 og 1500 tonn af loðnuhrognum í tveimur frystihúsum Granda hf. á komandi vertíð. Þetta er tvöföldun í frystigetu frá því í fyrra en þá voru fryst tæp 1100 tonn af loðnu og um 500 tonn af loðnuhrognum hjá fyrirtækinu. Að sögn Svavars Svavarssonar, framleiðslustjóra Granda hf., hef- ur verið samið um kaup á loðnu frá þremur loðnuskipum á vertíðinni. Þetta eru skipin Faxi RE, ísleifur VE og Guðmundur VE. Loðnunni verður landað í Þorlákshöfn og við löndunina verður notuð vacum- dæla í eigu Granda hf. Loðnunni verður síðan ekið til Reykjavíkur þar sem hún verður flokkuð í fjór- um flokkurum sem staðsettir verða við frystihús Granda hf. á Norðurgarði og Grandagarði. I fyrra var loðna aðeins fryst í frysti- húsinu á Grandagarði en í ár verð- ur einnig fryst í fiskiðjuverinu á Norðurgarði og skýrir það tvöföld- un afkastagetunnar í frystingunni frá því í fyrra. Ef allt gengur að óskum verður hægt að frysta rúm- lega 300 tonn af loðnu eða loðnu- hrognum á sólarhring. I samtali Fiskifrétta við Svavar kom fram að mikil óvissa ríkir varðandi veiðarnar og eins hvað varðar sölu á afurðunum. — Það er mín skoðun að það verði veruleg verðlækkun á fryst- um loðnuafurðum á milli ára. Það eru til birgðir í Japan og japanskir kaupendur vita að það er svo til búið að tvöfalda afkastagetuna í frystingunni hér á landi á milli ára. Þá hefur það einnig áhrif að búist er við því að Kanadamenn geti fryst loðnu nú í sumar. Kanadíska loðnan er stærri en sú íslenska og því eftirsóttari vara í Japan. Við stöndum því frammi fyrir því að það er kaupendamarkaður á loðnu í stað þess að það var seljenda- markaður í fyrra, segir Svavar en hann bætir því við að framboðið héðan, hvort sem það verður lítið eða mikið, muni hafa ótvíræð áhrif á verðið í Japan. Ef frystingin verður lítil megi búast við því að Jupiter mun sel/a flokk- aða foðnu ti! frystingar — 25 millj. kr. fjárfesting í ftokkara og vacumdæiu Loönuskipiö Júpíter ÞH 61 mun selja flokkaöa Ioðnu til frystingar á komandi loðnuvertíð. Búið er að setja flokkara og vacumdælu í skipið og að sögn Jóhanns A. Jóns- sonar, framkvæmdastjóra útgerð- arinnar, nam kostnaður vegna þessara breytinga alls um 25 millj- ónum króna. Undirbúningi vegna loðnufryst- ingar á loðnuvertíðinni er nú víð- ast hvar lokið og nú bíða menn þess aðeins að loðnan fari að veið- ast og að hún verði frystingarhæf fyrir Japansmarkað. Að sögn Jóhanns mun loðnuafli Júpíters ÞH verða flokkaður úti á sjó um leið og loðnan verður talin frystingarhæf. Verður hrygnunni landað til frystingar en hængnum til bræðslu. Til þess að tryggja að hrognafulla loðnan skemmist ekki við löndun var sett vacumdæla í skipið. Það er útgerðarfyrirtækið Skál- ar hf., sem gerir Júpíter hf. út, en að fyrirtækinu standa Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hf. og Tangi hf. á Vopnafirði, sem á þriðjungs hlut í skipinu. Þrátt fyrir að þessi fyrir- tæki séu langt frá loðnumiðunum á meðan loðnufrysting stendur sem hæst þá munu þau taka þátt í fryst- ingunni af fullum krafti. Flokkaðri loðnu, sem ísuð er í kör, verður ekið til Þórshafnar og Vopnafjarð- ar frá höfnum sunnanlands. Þetta var gert á síðustu loðnuvertíð með góðum árangri og hefur frystigeta fyrirtækjanna verið aukin síðan í fyrra. verðið hækki að sama skapi en lækki ef mikið verður fryst. — Eg er ekkert viss um að það verði samið um endanlegt verð fyrr en eftir loðnuvertíðina, sagði Svavar Svavarsson. og meðalverðið því 132,05 kr/kg> Sindri var með alls 84 tonn af karfa á 128,12 kr/kg, 3 tonn af ýsu á 96,57 kr/kg og 9 tonn af ufsa á 147,60 kr/kg. Gjafar VE landaði 95 tonn- um af fiski í Bremerhaven degi síð- ar og fyrir það magn fengust 13,4 milljónir króna. Meðalverð var 141,01 kr/kg. Af afla Gjafars voru 79 tonn af karfa á 145,98 kr/kg, 8 tonn af ýsu á 82,04 kr/kg og 3 tonn af ufsa á 132,30 kr/kg. Loks má nefna að Breki VE seldi 133,5 tonn af fiski í Bremerhaven 30. janúar fyrir alls 24,1 milljón króna. Með- alverð var 180,74 kr/kg. Breki var með 122 tonn af karfa á 185,96 kr/ kg og um 5 tonn af blálöngu sem seldist á um 126,00 kr/kg. Um 12 tonn af afla Breka voru send í gámi á Frakklandsmarkað. I gámnum voru karfi og blálanga en söluverð- ið lá ekki fyrir er haft var samband við aflamiðlun. Gámar í Englandi Framboð af íslenskum gáma- fiski er enn í lágmarki á enska ferskfiskmarkaðnum. Dagana 23. til 27. janúar sl. voru alls seld 145,5 tonn af fiski úr gámum í Grimsby og Hull fyrir alls 25,0 milljónir króna. Meðalverð var 172,19 kr/ kg. Seld voru 37 tonn af þorski á 150,89 kr/kg, 43 tonn af ýsu á 147,73 kr/kg, 5 tonn af kola á 211,19 kr/kg og 29 tonn af grálúðu á 220,95 kr/kg. VELAVERKSTÆÐI SIGURÐAR HF. SKEIÐARÁSI 14 • 210 GARÐABÆ Bjóðum alhliða viðgerðarþjónustu. Rennismíði - Fræsingar - Plötusmíði. Tökum að okkur skipaviðhald. Viðhald og nýsmíði á vökvakerfum. Sími: 565 8850 • Fax: 565 2860 VINNUVETTLINGAR Gulir og hrágúmmí fyrir karlmenn Liósbláir þessir góðu Grásleppunetin komin HEILDSALA EYJAVIK hf. Sími 98-11511 • hs. 98-11700

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.