Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.02.1995, Page 5

Fiskifréttir - 03.02.1995, Page 5
FISKIFRÉTTIR 3. febrúar 1995 Skoðun Húmorístar á heimsmælikvarða — eftir Arthur Bogason Af fjölmörgum arfavitlausum lagabálkum í kring um sjávarút- veginn hika ég ekki við að skipa lögunum um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins í öndvegi. Þar tókst löggjafanum að toppa sjálfan sig og er þá langt til jafnað. Ekki hefur skort á að margir mætir að- ilar hafi bent á þetta í ræðu og riti allt frá setningu laganna — og raunar löngu fyrir þann tíma. Þeir hafa talað fyrir daufum eyr- um: Rök duga ekki. Sjóðurinn dæmalausi Meginröksemdin fyrir setn- ingu laganna um þennan dæma- lausa sjóð var að „draga ætti úr afkastagetu fiskiskipaflotans". í beinu framhaldi er síðan fram- kvæmd „afkastagetuminnkunar- innar“ á þann veg að fyrirséð er að ekkert af afkastamestu skip- unum fara í hítina og það sem hlægilegast er: Veiðiheimildir þeirra skipa sem úrelt eru í gegn- um sjóðinn fylgja ekki með í kaupunum. Eigendur þeirra báta og skipa sem úrelda, hafa því ráðstöfunarrétt yfir veiðiheim- ildunum. I framkvæmdinni þýðir þetta að veiðiheimildirnar færast af minni skipum flotans, sem hafa því takmarkaðri sóknargetu sem þau eru smærri, yfir á verksmiðjuflotann og stórveiði- skipin. Flotinn sem sannarlega hefur nánast takmarkalausa sóknargetu kemst því yfir veiði- heimildir annarra og afkasta- minni skipa fyrir tilstilli löggjafar sem átti að „draga úr afkastagetu flotans“!!!!! Þróunarsjóðurinn er í mínum augum ekkert annað en enn ein atlagan að hefðbundinni báta- og smábátaútgerð í landinu. Öllu skal fórnað. Dellan tekur ekki einu sinni enda eftir að sjóðurinn hefur „keypt“ bátana. Undan- tekningarlítið skulu bátarnir eyði- lagðir, sama þó um ný fley sé að ræða. Trillur skulu mélaðar og sundursagaðar í nafni heilbrigðar fiskveiðistefnu. Á sama tíma er kampavínsveislum slegið upp þegar 5000 hestafla vélum er slak- að ofaní 2000 tonna togveiðiskip sem nota vörpur með tugþúsund fermetra opnun. Að fiskveiðiþjóð „ Verksmiðjufíotinn, sem sannarlega hefur nánast takmarkalausa sóknargetu, kemst yfír veiðiheimildir annarra og afkasta- minni skipa fyrir tilstilli löggjafar, sem átti að „draga úr afkastagetu flotans“!!! skuli haga sér svona er í rauninni mikið áhyggjuefni. Við erum á vill- igötum, eins og einhver orðaði það, sömu götunni og aðrar þjóðir hafa nú þegar fundið botnlangann á. Kaldhæðni örlaganna Það sem ræður ferðinni er hins- vegar hagsmunavarsla stóreigna- raðilanna í sjávarútveginum. Þar eru svo gríðarlegar stærðir á ferð- inni að smámunir eins og reynsla annarra þjóða við samskonar að- stæður og sýnileg samasemmerki við þróunina hér við land skipta engu máli. Kaldhæðnin mun þó ekki segja skilið við þetta flibbagengi. Þegar verið var að troða kvótakerfinu ofaní mannskapinn í árslok 1983 dró það Kanadamenn til vitnis um þá himnaríkissælu sem biði okkar á hinni eðlu kvótabraut. Nú þegar þessir kanadísku snill- ingar standa með allt draslið á hælunum eru þeir svo aftur kall- aðir til vitnis um hvers konar endemis þvælu þeir komu sér í - og fengnir alveg sérstaklega til að vara okkur mörlanda við ósköp- unum! Kvótakerfinu hef ég oft Iíkt við trúarbrögð. Það kom mér því lítið á óvart að Brian Tobin, hinum kanadíska sjávarútvegs- ráðherra, skyldi líkt við prédik- ara. „Eina von þorskstofnsins.. Að undanförnu hafa nokkrir af forystumönnum stórútgerðar- innar hafið á nýjan leik að hamra á nauðsyn þess að ganga í skrokk á krókaveiðiflotanum. Verð- launaframsetning þessarar her- ferðar birtist fyrir stuttu hér í þessum skoðunardálki, en þar stóð: „Eina von þorskstofnsins er að banndagakerfið virki með þeim hætti sem til er ætlast.“ (lbr. höf.). Þetta má hiklaust flokka sem húmor á heimsmælikvarða. Þessum mönnum blöskrar sumsé alfarið og endalaust hið gríðarlega frjálsræði minnstu handfæra og línubátanna innan íslensku lögsögunnar. Þetta eru sömu mennirnir og hælast um af því að hafa tekið utan allra kvóta tugþúsundir tonna úr þorskstofni annarra þjóða. Skyldi einhver láta það hvarfla að sér að taka þá alvarlega? Höfundur er formaður Lands- sambands smábátaeigenda. 5 Fréttir Smábátaeigandi á Raufarhöfn: Dæmdur fyrir að tvö- falda netafjölda í sjó — með því að nota sömu áhöfn á tvo báta sína Þorgeir H jaltason smábátaeigandi á Raufarhöfn hefur verið dæmdur í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að tvöfalda netafjölda í sjó með því að nota sömu áhöfn á tvo báta sína, Brimrúnu ÞH 231 og Sigrúnu ÞH 39. I reglugerð um þorskfisknet seg- ir að leyfilegur hámarksfjöldi neta, sem skip megi hafa í sjó, skuli tak- markaður við það hversu margir séu í áhöfn skips. Þorgeir rær við þriðja mann og samkvæmt því er honum heimilt að hafa 54 þorska- net í sjó. Hann lagði leyfilegan netafjölda með öðrum bátnum en síðan fór sama áhöfn yfir á hinn bátinn og lagði annað eins af net- um með honum. Dómurinn taldi að ákvæðið um netafjöldann yrði ekki skilið svo að hægt væri að tvö- falda eða margfalda fjölda neta í sjó með því að halda mörgum bát- um til róðra með sömu áhöfn og dæmi háttarlag Þorgeirs ólöglegt. Þorgeir kvaðst í samtali við Fiskifréttir vera afar ósáttur við þessa niðurstöðu. Lögfræðingur hans hefði farið rækilega í gegnum lög og reglur um þessi mál og þar væri hvergi að finna ákvæði sem styddu þennan dómsúrskurð. Þor- geir sagðist hafa haft þennan hátt á í nokkur ár og sér hefði ekki flogið í hug að neitt væri við það að at- huga. Hann benti á að algengt væri að smábátaeigendur héldu úti tveimur bátum þannig að annar væri t.d. á krókaveiðum en hinn á grásleppuveiðum og enginn segði neitt við því. „Fiskiríið í netin hér á þessu landshorni er miklu lakara en t.d. á vertíðum á Suðurlandi. Algengt er að maður fái lítið sem ekkert í netin og því ástæðulaust að amast við því þótt sama áhöfnin sé á tveimur bátum,“ sagði Þor- geir. Hann bætti því við að til stæði að áfrýja undirréttardómnum til Hæstaréttar. Haldið Fiskifréttum til haga! I hverri viku birtast í Fiskifrétt- um margvíslegar upplýsingar sem gagnlegt er að geta fTett upp síðar. Möppur, sem rúma a.m.k. einn árgang blaðsins hver, eru fáanlegar hjá Fróða hf., Ármúla 18, Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 91-812300. Fiskmarkaðir Allir markaðir Vikan 8.-14. janúar 1995 Hám. Lágm. Mcðal- verð verð verð magn Tegund (kr/kg) (kr/kg) (kr/kg) (kg) Annar afli 330,00 18,00 72,37 189.820 Grálúða 164,00 140,00 155,68 23.414 Karfi 156,00 5,00 113,80 17.526 Keila 85,00 20,00 66,43 71.953 Langa 105,00 40,00 89,75 18.794 Lúða 695,00 100,00 415,73 4.025 Skarkoli 172,00 50,00 137,66 30.716 Steinb. 150,00 40,001066,30 11.919 Ufsi 94,00 29,00 63,89 200.291 Ýsa 185,00 40,00 125,44 190.020 Þorskur 155,00 60,00 113,10 779.942 102,61 1938.320

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.