Fiskifréttir


Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 8
8 FISKIFRÉTTIR 29. september 2006 FRÉTTIR Breytingar á Bjarna Ólafssyni AK: Erum að liftima skipsins - segir Gísli Runólfsson skipstjóri „Mér líst mjög vel á skipið og endurbæturnar á því. Vinnubrögðin eru alveg fyrsta flokks. Verkið stóðst líka upp á dag og kostn- aðurinn upp á krónu og það skiptir auðvitað miklu máli,“ sagði Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Olafssyni AK, í samtali við Fiskifréttir er haft var sambandi við hann vegna endurbóta á skipinu sem unnar voru hjá Skipapol skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Rætt var við Gísla fyrr í þessari viku en skipið var þá á siglingu frá Póllandi til Islands og er það væntanlegt til Akraness í vikunni. Gísli sagði að skipið hefði verið endurnýjað að innan nánast í hólf og gólf þótt lítið hafi verið skipt um tæki og búnað nema í brúnni. „Við erum að lengja líftíma skips- ins með þessum endurbótum. Við vinnum og löndum síld til mann- eldis og við leggjum því mikla áherslu á að umhverfi vinnslunn- ar, lestar og meðferð hráefnis hæfi þeirri vinnslu eins vel og kost- ur er. Aðstaða fyrir áhöfn hefur einnig batnað til mikilla muna. Síðast en ekki síst er komin ný brú á skipið og allt fyrirkomulag er nánast sérhannað fyrir skip- stjórann. Stærsta breytingin í brúnni er þó að við fáum nýjan asdik. Ekki veitti af að fá öflugra fiskleitartæki því það gamla var orðið 15 ára gamalt. Mér endist varla dagurinn til að telja upp allar nýjungar sem komið hafa fram í þessum tækjum á þeim tíma,“ sagði Gísli. Bjarni Ólafsson AK er 1.593 brúttótonna frystitogari og nóta- skip, smíðaður í Noregi 1978 en skipinu hefur verið breytt mikið síðan. Gísli sagði að það hefði verið umbyggt árið 1993 og eftir breytingarnar nú væri skipið svo gott sem eins og nýtt. Eftir heim- komuna er gert ráð fyrir að Bjarni Ólafsson AK fari að veiða síld á heimamiðum. Helstu endurbætur Skipið var sandblásið, bæði síður, þilför, yfirbygging og allar lestar. Lestar voru málaðar með málningarkerfi fyrir matvæli en aðrir hlutar voru málaðir með vistvænni málningu sem er vottuð sem slik. Vinnsluþilfarið var málað ásamt umbúðageymslu undir bakka. Skipið var tekið í flotkví og öxuldregið og botnmálað. Lestar voru sandblásnar og málaðar ásamt því að ristar fyrir lensikerfi og RSW kælikerfi voru endurnýj- aðar að hluta og zinkhúðaðar. Skipið var málað með Hempels Bjarni Ólafsson AK að leggja af stað frá Póllandi eftir miklar breytingar. Allar íbúðir og vistarverur voru endurnýjaðar. málningarkerfi. Smíðaðar voru nýjar lunningar í stað rekkverks sem var fyrir. Báðar ljósavélarnar voru teknar upp. Endurbætur á íbúðum Eins og fram kemur hjá Gísla var brúin endurbyggð með því að skipt var um stálplötur og glugga í henni. Hún var svo öll klædd að nýju, veggir, loft og gólf. Öll stjórnpúlt voru endurnýjuð og fyrirkomulagi tækja breytt. Ný tæki í brú eru Asdik Kajo Denki KCS-2200Z Super Scanning Sonar og Koden KGP-913/913D, GPS móttökutæki, bæði tækin eru frá R. Sigmundssyni ehf. Efsta íbúðarhæðin, þar sem skip- stjóra- og stýrimannaklefar eru, var endurbyggð. Allar veggja- og loftklæðningar voru endurnýjaðar ásamt því að sett var nýtt parket á gólf. Ný húsgögn eru í öllum klef- um. Miklar endurbætur vom gerðar á íbúðum. Borðsalur og setustofa voru endurbyggð frá grunni og fyr- irkomulagi breytt. Nýjar klæðningar eru í lofti og veggjum ásamt parketi á gólfi. Skipt var um innréttingu í eldhúsi og settur gufuofn til eldunar ásamt nýrri eldavél. Skipasýn sf. kom að frumhönn- un en eftirlit með verkinu var í höndum útgerðarinnar. Góð verkefnastaða Skipapol skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi er í meiri- hlutaeigu R. Sigmundssonar ehf. Kristján Jónsson, sviðsstjóri sjáv- arútvegssviðs R. Sigmundssonar, sagði í samtali við Fiskifréttir að verkefnastaða Skipapol væri með ágætum um þessarmundir. „Börkur NK frá Neskaupstað kom nýlega til Gdansk þar sem fram fara smá- vægilegar breytingar og lagfæring- ar á skipinu ásamt vélampptekt. Einnig er Skipapol að smíða skrokk af fiskibáti fyrir skipasmíðastöð í Danmörku og verður hann tilbúinn um áramótin. Nú nýverið var einnig gerður samningur við útgerðarfyr- irtæki í Hamborg um að fullgera smíði á 3.000 tonna flutningaskipi sem var í smíðum í Rússlandi,“ sagði Kristján. Rækjuveióar: 60% iðnaðarrækjunnar koma frá Noregi - en samdráttur í veióum á Flæmingjagrunni gæti haft veruleg áhrif á rækjuiónaó á íslandi Fiskifréttir greindu frá því í síðasta tölublaði að verulega hefði dregið úr veiðum á rækju á Flæmingjagrunni. Þegar síðast fréttist voru þrjú skip á veiðum og eitt á leið til hafnar innan tíðar. Blikur eru einnig á lofti um samdrátt í rækjuveiðum í Barentshafi. Gunnar Kristófersson hjá GK Seafood, sem flytur inn verulegan hluta af iðn- aðarrækju sem unnin er hér á landi, sagði í samtali við Fiskifréttir að ef veiðarnar drægjust enn meira saman kæmi það til með að hafa mikil áhrif á rækjuvinnslu hér á landi. „ Allt bendir til að veiðar á rækju á Flæmingjagrunni muni drag- ast verulega saman á næstunni,” segir Gunnar Kristófersson. „Eg á samt erfitt með að trúa að menn hætti alveg. Dragi aftur á móti mikið úr veiðunum mun það verða þess valdandi að Islendingar þurfi í ríkari mæli að kaupa iðnaðar- rækju úr Barentshafi eða sækja til Kanada og Grænlands eftir hráefni og kaupa þar með þriðja lands vöru sem er tolluð. Mér sýn- ast reyndar blikur á lofti um að það eigi líka eftir að draga úr veiðum í Barentshafi þannig að við eigum líklega ekki margra kosta völ þegar upp er staðið. A meðan olíuverð er hátt og afurðaverð lágt ræður vinnsl- an einfaldlega ekki við að borga það verð sem þarf til að standa undir rekstri skipanna á Flæmingjagrunni og í Barentshafi. Hráefnisverð á rækju úr Barentshafi hefur reyndar verið að mjakast upp á við. Miðað við gengið í dag var verðið í sumar í kringum 108 krónur fyrir kílóið en nú er það rúmar 130 krónur. Það er þó ekkert sem segir að það mun haldast,” segir Gunnar. Þrjú skip að veiðum „Landslag rækjuvinnslunnar hefur breyst mikið síðastliðið ár. í dag eru ekki nema sjö rækju- vinnslur starfræktar í landinu. Nokkrar hættu rekstri í fyrra. Heildarinnflutningur á rækju er á bilinu 45 til 50 þúsund tonn á ári. Fyrir fáum árum voru 10 til 12 skip á Flæmingjagrunni að veiða það magn. Síðast þegar ég vissu voru einungis þrjú skip á veiðum þar Lómur, Borg og skip frá Færeyjum sem heitir Friðborg. Skipin hafa aðallega haldið sig á svæði sem kallast 3L því veið- in á Flæmingjagrunni hefur verið freka slök undanfarið. Mér skilst að Færeyingar ætli að halda úti einu ef ekki tveimur skipum á Flæmingjagrunni frá og með mán- aðamótum október og nóvember og það kæmi mér ekkert á óvart ef það yrðu þrjú til íjögur skip þar í vetur. Hvernig sem það kemur svo til með að ganga,“ segir Gunnar. Vinnslunum gæti fækkað „Síðastliðið ár höfum við íslendingar flutt inn tæplega 60% af allri rækju til vinnslu frá Noregi og ég reikna með að hlutfallið verði svipað áfram ef ekkert breytist. Markaðurinn í Noregi er okkur því mjög mikilvægur en ef botninn dettur úr honum eigum við ekki annarra kosta völ en að kaupa af Grænlendingum og Kanadamönnum, ellegar draga stórlega úr vinnslunni. Ef rækju- veiðar dragast enn meira saman tel ég óhjákvæmilegt annað en að vinnslunum eigi eftir að fækka enn frekar. Afurðaverð verður einfaldlega að hækka til að vinnslan geti staðið undir því verði sem þarf til að gera skipin út,” segir Gunnar að lokum.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.