Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 8
Ég held að langflest ef
ekki öll séu búin að
átta sig á því að fram-
tíðin er í umhverfis-
vænni starfsemi.
Berglind Rán Ólafsdóttir,
stjórnarformaður Samorku og
framkvæmdastjóri ON
GLÆSIBÆ
URÐARHVARFI
Þú nnur Lyfsalann í Glæsibæ, Urðarhvar og bílaapótek Vesturlandsvegi
Renndu við í lúguna
9-22
OPIÐ ALLA DAGA
BÍLAAPÓTEK
URÐARHVARF
Opið virka daga 9.00 - 17.30
GLÆSIBÆR
Opið virka daga 8.30 - 18.00
BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG
Opið alla daga 9.00 - 22.00
Hagsmunaaðilar jarðefna-
eldsneytisiðnaðarins, kola,
olíu og gass, eru 503 talsins
á COP26-ráðstefnunni í
Glasgow. Framtíðin er í
umhverfisvænni starfsemi
og þau fyrirtæki sem ætla að
lifa af þurfa að horfa í þá átt.
Hagsmunaaðilar eru því ekki
að tefja ráðstefnuna.
elinhirst@frettabladid.is
LOFTSLAGSMÁL „Ég held það sé
farsælast að hafa alla við borðið.
Þó samtalið geti mögulega verið
strembnara fyrir vikið þá náum
við árangri betur og fyrr ef það
næst að stilla saman strengi allra,
ekki bara sumra,“ segir Berglind
Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður
Samorku og framkvæmdastjóri
Orku náttúrunnar, sem stödd er á
COP26 í Glasgow.
Breska ríkisútvarpið BBC hefur
farið yfir gestalista ráðstefnunnar
og fundið út að fulltrúar þeirra
sem gæta hagsmuna jarðefnaelds-
neytisiðnaðarins, kola, olíu og gass,
séu 503 talsins, eða fjölmennari en
nokkur sendinefnd einstaks ríkis
sem á fulltrúa á ráðstefnunni.
„Það er mikil þekking til staðar
í olíuiðnaðinum sem gæti nýst til
þess að hraða þeirri þróun sem þarf
að eiga sér stað,“ segir Berglind.
Notkun jarðefnaeldsneytis í
heiminum er helsta skýring þess
hvers vegna hitastig jarðar fer
hækkandi, en olíuiðnaðurinn velt-
ir gríðarlegum fjármunum enda
uppistaða orkukerfis heimsins
eins og það er núna. Hins vegar þarf
jarðefnaeldsneytið að víkja fyrir
sjálf bærum orkugjöfum til þess að
mögulegt verði að minnka útblást-
ur á koldíoxíði, eða CO2, og halda
hitastigshækkuninni innan við 1,5
gráður á Celsíus eins og markmiðið
er á COP26-ráðstefnunni.
Aðspurð segist Berglind ekki
hafa áhyggjur af viðveru þessara
aðila á ráðstefnunni eða að það
minnki líkur á árangri á ráðstefn-
unni. „Það er gríðarlegur fjöldi
fólks hér og ég er að einbeita mér
meðal annars að samtölum sem
snúast um það hvernig við getum
hraðað þróun orkuskipta í sam-
göngum og hvernig við náum
lengra í innleiðingu á hringrásar-
hagkerfi,“ segir Berglind.
„Ég tel líklegt, og geri raunar
ráð fyrir því, að fulltrúar olíu-
iðnaðarins séu líka að skoða tæki-
færi til þess að þróa fyrirtækin sín
í átt að umhverfisvænni starfsemi.
Ég held að langflest ef ekki öll séu
búin að átta sig á því að framtíðin
er í umhverfisvænni starfsemi og
þau fyrirtæki sem ætla að lifa af
þurfa að fara þangað,“ segir Bergl-
ind Rán, framkvæmdastjóri Orku
náttúrunnar. n
Telur hagsmunaaðila olíufyrirtækja
ekki tefja fyrir árangri á COP26
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, á COP26 í Glasgow. MYND/AÐSEND
elinhirst@frettabladid.is
KOSNINGAR „Manni sýnist að það
geti brugðið til beggja vona um
hvort kosið verður aftur í Norð-
vesturkjördæmi. Það virðast að
minnsta kosti aukast líkurnar á því
ef eitthvað er,“ sagði Stefanía Ósk-
arsdóttir, dósent í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, í viðtali í Frétta-
vaktinni á Hringbraut í gærkvöldi.
„Manni svona heyrist sem málin
Undirbúningur fyrir uppkosningu yrði skammur
Stefanía
Óskarsdóttir,
dósent í stjórn-
málafræði við HÍ
séu að þróast í þá átt og það kallar á
ákveðinn undirbúning. Hann yrði
kannski ekki mjög langur, ef ákvörð-
un um uppkosningu verður tekin.“
Stefanía bendir á að leiðtogar
stjórnmálaf lokkanna haldi spil-
unum þétt að sér, bæði um þetta mál
og stjórnarsáttmálann.
Bæði Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsóknarf lokksins,
og Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, hafa ítrekað að ekki
sé hægt að mynda nýja ríkisstjórn
fyrr en deilumál um úrslit kosning-
anna hafi verið til lykta leidd.
Sem stendur er málið í höndum
undirbúningsnefndar fyrir rann-
sókn kjörbréfa. Nefndin kom fyrst
saman í byrjun október og hefur
fundað yfir 20 sinnum vegna stöð-
unnar sem upp kom í talningarmál-
um í Norðvesturkjördæmi. Búist er
við að nefndin ljúki störfum á næstu
dögum. n
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Á morgun taka gildi hertar
sóttvarnareglur hér á landi sem fela
meðal annars í sér styttri opnunar-
tíma veitinga- og skemmtistaða.
„Vegna þessara aðgerða eða þegar
starfshlutfall er minnkað þá getur
starfsfólk sótt um atvinnuleysis-
bætur í hlutfalli við það sem starfið
er minnkað um,“ segir Unnur Sverris-
dóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar,
um starfsfólk á skemmtistöðum.
„Það sækir um hefðbundnar atvinnu-
leysisbætur og svo er metið hver
réttur þess til þeirra er,“ segir hún. n
Bætur fyrir þá
sem skenkja bjór
Í september voru 1.313 einstaklingar
á atvinnuleysiskrá sem störfuðu
áður við gistingu eða veitingar.
COP26
elinhirst@frettabladid.is
KOSNINGAR Á fundi undirbúnings-
kjörbréfanefndar í gær var lagt fram
minnisblað frá forsætisráðuneytinu
um lagasjónarmið sem hafa þýðingu
við mat á gildi kosninga. Í minnis-
blaðinu segir að ákvæði 121. greinar
kosningalaga um uppkosningu sé
afdráttarlaust um að endurtaka eigi
kosningu í því kjördæmi þar sem
ógildingarannmarki átti sér stað,
en ekki í öðrum kjördæmum.
Breyti engu þar um þótt áhrif
annmarka í einu kjördæmi hafi í
reynd áhrif á kosningu á landinu
öllu vegna úthlutunar jöfnunarsæta.
Birgir Ármannsson, formaður
undirbúningskjörbréfanefndar,
segir að nefndin sé ekki komin á
þann stað að farið sé að ræða niður-
stöðu. n
Nýtt minnisblað
um uppkosningu
Birgir
Ármannsson
6 Fréttir 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ