Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 11
Golf er vinsælasta þátttökuíþrótt á
landinu. Svo vinsæl er íþróttin að
uppselt hefur verið í golf í Reykja-
vík í rúman áratug og nú er svo
komið að uppselt er að heita má
á öllu höfuðborgarsvæðinu: bið-
listar klúbbanna telja vel á annað
þúsund manns. Ástandið hamlar
vexti íþróttarinnar.
Um nokkurra ára skeið hefur það
vakið furðu mína að forysta golf-
hreyfingarnar virðist ekki geta sagt
upphátt að vöntun sé á golfvöllum
í Reykjavík: þegar forseti Golf-
sambandsins hefur verið spurður
þá hefur hann talað sig frá spurn-
ingunni og bent á að það séu golf-
vellir suður með sjó, handan flóa og
heiða. Í viðtali í Bítinu nýlega kvað
við sama tón hjá frambjóðanda til
embættisins, þar talar frambjóð-
andinn um að sveitarfélögin þurfi
að skilja að golfíþróttin sé orðin
mikilvægur hluti af samfélaginu
og þau verði að láta land af hendi
fyrir golfvelli, nema Reykjavík! Nei,
frambjóðandinn hefur efasemdir
um að það sé raunhæft: vill sjá
hugarfarsbreytingu hjá kylfingum
(reykvískum) þannig að þeir sætti
sig við lengri ferðalög. Furðulegt
sjónarmið, fyrir golf hreyfinguna
er ekkert mál mikilvægara en bygg-
ing golfvalla í borginni. Borgin þarf
að sinna kylfingum í samræmi við
fjölda þeirra og þá skyldi maður
ætla að svo stór og afskiptur hópur
útsvarsgreiðenda og kjósenda væri
eitthvað sem pólitíkin hefði áhuga
á að sinna!
Hreyfing er mikilvæg í heil-
brigðum lífsstíl. Jákvæð, bein áhrif
hreyfingar koma sérstaklega fram í
forvörnum við ýmsum langvinnum
sjúkdómum. Að vera líkamlega
og félagslega virkur eykur starfs-
hæfni fólks og hjálpar til við að
viðhalda lífsgæðum og sjálfstæði.
Golf er fyrirtaks hreyfing. Ganga
er góð, ganga í góðum félagsskap
er þó betri og enn aukast gæðin ef
við blöndum keppni í jöfnuna og
virkjum af ákefð bæði líkama og
huga. Sömuleiðis eflir golf félagsleg
tengsl og styrkir þannig sjálfsmynd.
Hreyfing, félagsskapur og keppni
eru dúndur mixtúra, lífs elexír, en
sýnt hefur verið fram á að fólk sem
stundar golf lifir að líkindum fimm
árum lengur en þeir sem ekki leika
golf.
Vinsældir golfíþróttarinnar eru
miklar. 6% þjóðarinnar eru með-
limir í golfklúbbum og þrátt fyrir að
uppselt hafi verið í golf í Reykjavík
hefur verið aflmikill vöxtur í íþrótt-
inni. Árið 2011 voru kylfingar á
Íslandi 16.000, tíu árum síðar erum
við 22.200. Sem gerir golf að næst-
fjölmennustu íþrótt landsins. Þá er
ekki öll sagan sögð; en talið er að
yfir 40.000 manns hafi leikið golf á
Íslandi í ár.
Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR)
ætti að vera í mesta lagi pláss fyrir
um 3.000 iðkendur. Félagar í dag
eru hins vegar um 3.950 og hafa
verið f leiri en góðu hófi gegnir
síðan 2008. Talað er um GR sem
fjölmennasta golf klúbb í heimi,
sú staða gerir ekkert fyrir meðlimi
klúbbsins. Fjöldinn reynir á ystu
þolmörk aðstöðunnar sem í boði er.
Við slíkt verður vart búið lengur. Í
dag eru um 600 manns á biðlista hjá
GR. Hjá f lestum klúbbum á höfuð-
borgarsvæðinu er svipaða sögu að
segja: að klúbbarnir eru fullir og þar
eru á biðlistum vel á annað þúsund
manns.
Aðstöðuleysi í borginni hefur
hamlandi áhrif á vöxt íþróttar-
innar. Einfalt reiknidæmi sýnir það:
Reykvíkingar eru 36% af þjóðinni,
af 22.000 kylfingum ættu reykvískir
kylfingar að vera að lágmarki 8.000.
Í GR er 3.900 félagar og Golfklúbbur
Brautarholts er með ríf lega 600
félaga. Það vantar pláss fyrir í það
minnsta 3.500 reykvíska kylfinga.
Hvernig stendur á því að svo vin-
sæl íþrótt skuli búa við annað eins
aðstöðuleysi? Árum saman! Hvers
vegna hefur golf hreyfingin ekki
brugðist við með skýru ákalli til
borgarinnar?
Golfíþróttin er falleg og góð
nánast hvernig sem á það er litið.
Helsti (eini?) ókostur íþróttarinnar
er hversu plássfrek hún er og ekki
hlaupið að því að finna staði fyrir
golfvelli í og við borgir. Því er eðli-
legt að spurt sé hvar golfvöllur eigi
að koma í Reykjavík og hver eigi að
borga. Ýmsir staðir koma til greina,
hér verður tiltekin hugmynd kynnt.
Hugmyndin er um golf byggð í
borginni: að f létta saman byggð,
þjónustu henni tengdri, golfi og
almennu útivistarsvæði. Staðsetn-
ingin væri í Úlfarsárdal austanverð-
um. Miðað er við að uppbygging
yrði fjármögnuð með innviðagjaldi.
Rekstur vallarsvæðisins væri sjálf-
bær: greiddur af notendum.
Upphaflega var skipulögð byggð
í Úlfarsárdal fyrir 24.000 manns.
Hugmyndin gengur út á að horfið
yrði að nokkru til upprunalegs
skipulags; að byggt verði austur
dalinn, með þeirri mikilvægu við-
bót að hverfið verði byggt fyrir
ákveðinn aldurshóp (60 ára +) og
að golfvellir væru hluti af skipu-
laginu. Auðvelt væri að skipuleggja
hverfi með t.d. 3.000 íbúðum af
ýmsum stærðum og gerðum, með
þjónustukjarna og útivistarsvæði
þar sem golfvellirnir væru höfuð-
djásn. Hverfismiðstöð væri klúbb-
hús íbúa, með rými fyrir ýmis
konar verslun og þjónustu. Eðlilegt
væri að gera ráð fyrir kjarna með
þjónustuíbúðum og hjúkrunar-
heimili sem hluta byggðarinnar.
Samþjöppun fólks á þessum aldri
og með líkar þarfir myndi hafa
ýmis jákvæð áhrif. Ekki þyrfti að
byggja leikskóla, barna- og grunn-
skóla o.þ.h. í hverfinu, enda ekki
gert ráð fyrir að börn og ungmenni
hafi þar búsetu. Byggðin myndi
ekki auka álag á samgönguinn-
viði í takt við fjölda íbúa. Nýting
innviða í grónum hverfum myndi
aukast. Kraftmikil innspýting á
lóðamarkaðinn hefði jákvæð áhrif
til að minnka þrýsting á íbúðaverð
og hækkun vaxta. Þegar svo margt
fólk á líkum aldri myndar heilt
borgarhverfi myndast grundvöllur
fyrir fjölbreytta nærþjónustu og
hagkvæmara verður að veita hana.
Allt atriði sem létta á kostnaði við
uppbyggingu og síðar á rekstri fyrir
borgina, íbúana og samfélagið í
heild. Golfvellirnir væru opnir
öllum, þ.e. reknir með svipuðu sniði
og golfklúbbar á Íslandi almennt.
Fréttablaðið birti nýlega grein
eftir mig sem bar titilinn Það vant-
ar hús, hvar ég fjalla um þörfina
á alvöru fjölnota íþrótta- og við-
burðahúsi, húsi sem myndi leysa
ýmsar aðkallandi þarfir og vera
vettvangur iðandi mannlífs um
ókomin ár, nú bendi ég á hrópandi
þörf fyrir nýja golfvelli. Vissu-
lega stórar og kostnaðarsamar
hugmyndir. En ódýrar, þar liggur
fegurðin. Gengið er út frá því að
verkefnin fjármagni sig sjálf, að
þau verði rekstrarlega sjálf bær og
af þeim verði verulegur samfélags-
legur og hagrænn ábati. n
Það vantar velli
Viggó H.
Viggósson
ritari stjórnar
Íþróttabandalags
Reykjavíkur
Golfíþróttin er falleg
og góð nánast hvernig
sem á það er litið.
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ