Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2021 Sarah Jessica Parker og Chris Noth í tökum á nýju þáttunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Sarah Jessica Parker geymdi upp á sitt einsdæmi hvern einasta hlut úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City, sem sýndir voru á árunum 1998 til 2004. Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í desember­ hefti bandaríska Vogue. Í desember frumsýnir HBO nýja framhaldsseríu af Sex and the City, sem fengið hefur nafnið And Just Like That… . Þar bregður leikkonan sér aftur í hlutverk Carrie Brad­ shaw og segir aðdáendur geta átt von á að sjá flíkur, skó og fylgihluti úr upprunalegu þáttunum. Bláu brúðarskórnir „Ég geymdi hvern einasta hlut. Húsgögn, flíkur og hvaðeina sem ég pakkaði niður og skráði eftir þáttaröð, þætti og atriði,“ segir Parker í viðtalinu við Vogue. Þar á meðal eru hvítar galla­ stuttbuxur úr 3. þáttaröð, glitrandi Dolce & Gabbana­nærbuxur sem hún klæddist í eftirminnilegu atriði í þáttaröðinni á eftir og að sjálfsögðu geymdi hún alla Manolo Blahnik­hælaskóna sem auð­ kenndu Carrie í þáttunum. „Ég er með Hangisi­hæla skóna sem Mr. Big gaf Carrie þegar hann bað hennar; sandalana sem hundur Aidans kjamsaði á og svörtu hælaskóna sem Carrie klæddi sig í þegar hún komst í fata­ skáp Vogue,“ segir Sarah Jessica en bláu brúðarskórnir fá veglegan sess í nýju þáttunum. ■ Geymdi allt góssið úr Sex & the City  Hjá Rúmföt.is er boðið upp á fjölbreytt úrval af lúxus rúmfötum fyrir fólk á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Vönduð rúmföt í miklu úrvali Hjá Rúmföt.is á Nýbýlavegi 28 fást vörur sem henta þeim sem vilja bara það allra besta. Þar fást fjölbreytt rúmföt úr hinu dásamlegu silkidamaski, íslensk rúmföt eftir þrautreynda saumakonu, úr ítölskum gæðaefnum, og annar lúxus fyrir fólk á öllum aldri. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.