Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Í Star Trek eru verð-
launin í framtíðinni.
Mannfræðingurinn Sveinn
Guðmundsson ýtti nýverið úr
vör rannsókn á íslenska Star
Trek-samfélaginu. Hann segir
rannsóknir erlendis sýna að
stór hluti aðdáenda Star Trek
yfirfæri hugmyndir Star Trek
um jöfnuð og fjölbreytileika
jarðarbúa yfir á eigin heims-
mynd og gjörðir.
odduraevar@frettabladid.is
„Þetta er rannsókn sem ég er að
hefja,“ útskýrir Sveinn. Hann segist
hafa horft á Star Trek frá því hann
var unglingur en aldrei hugsað um
það út frá fræðilega vinklinum þar
til hann var fenginn til að kenna
námskeið um Star Trek.
Þættirnir um skipherrann James
T. Kirk og félaga á geimskipinu Ent-
erprise, auk síðari áhafna, úr smiðju
Gene Roddenberry, hafa fyrir löngu
stimplað sig inn sem einn vinsælasti
vísindaskáldskapur í heimi.
Sveinn segir fræðimenn meðal
annars hafa líkt Star Trek-aðdáun-
inni við trúarbrögð.
„Einn mannfræðingur talar um
þessar Star Trek-ráðstefnur eins og
pílagrímsferðir. Fólk er þarna að
sækja í eitthvað heilagt, án þess að
það sé hægt að tengja þetta beint
við skipulögð gömul trúarbrögð.
Þetta er meira veraldlegt, svona
veraldlegur heilagleiki.“
Rými fyrir alla í framtíðinni
Sveinn segir sögu Star Trek lykil-
atriði og nefnir Sveinn sem dæmi
að í fyrstu þáttaröðinni, frá sjöunda
áratugnum, hafi svört kona verið í
brú Enterprise.
„Og 1968, minnir mig, var koss í
þáttunum þar sem Kirk og Uhura,
hvítur maður og svört kona, kysst-
ust. Þetta var svolítið róttækt. Bara
árið áður var það tekið úr lögum í
Bandaríkjunum að fólk af ólíkum
uppruna mætti giftast. Dr. Martin
Luther King yngri var drepinn
þetta sama ár og þessi
þáttur kom út. Þann-
ig þetta er dæmi um
hvernig Star Trek
var virkt í umræð-
unni um mannrétt-
indi og jafnréttis-
baráttu.“
Sveinn nefnir
f leiri dæmi:
K apt ei n i n n
Íslenskir Trekkarar trúa á
mannkynið og framtíðina
Sveinn er sjálfur aðdáandi og segir þættina afar áhugaverða. MYND/AÐSEND
Job.isMest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
www.intellecta.is
Framkvæmdastjóri
Traust þjónustu- og framleiðslufyrirtæki leitar að öflugum og framsýnum aðila í starf
framkvæmdastjóra. Fyrirtækið er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og starfa þar u.þ.b. 40 manns.
Áhugavert tækifæri í boði hjá fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
Árangursrík reynsla af markaðs- og
sölustarfi á fyrirtækjamarkaði
Tengsl og reynsla í sjávarútvegi er kostur
Hæfni í samningagerð, öguð
vinnubrögð og frumkvæði í starfi
Helstu viðfangsefni:
Umsjón með daglegum rekstri
Stjórnun og leiðtogahlutverk
Markaðs- og sölumál
Samskipti við stjórn og eftirfylgni
með stefnumótun stjórnar
Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2019. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að
fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
SNILLINGUR Í BÓKHALDI
80 - 100% starfshlutfall
Við óskum eftir liðsauka í að e a ármálasvið fyrirtækisins auk þess sem
viðkomandi mun taka að sér önnur tengd verkefni í rekstri fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af störfum af þessum toga auk þess að
hafa ríka þjónustulund gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum.
Góð reynsla af ármálum, bókhaldi og rekstri almennt
Menntun sem nýtist í star nu
Framúrskarandi tölvuþekking
Góð enskukunnátta ásamt einu Norðurlandatungumáli er kostur.
Lindex er ölskyldufyrirtæki stofnað 2011 og rekur 7 verslanir á Íslandi auk
vefverslun lindex.is. Til viðbótar er stefnt að opnun fyrstu verslunarinnar
í Danmörku í haust.
Umsóknir með ferilskrá berist á atvinna@ldx.is
merktar „Snillingur í bókhaldi“
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst nk.
Hæfniskröfur eru:
Boðskapur Vúlkana
eins og Spock um
frið er vinsæll.
Sisko, sem var fyrsti svarti kapteinn-
inn í Deep Space Nine-seríunni, Jane
í Voyager-seríunni, fyrsti kvenkyns
kapteininn og nýju þættirnir Disco-
very þar sem Sveinn segir konur, hin-
segin fólk og fólk af ólíkum uppruna
í stórum hlutverkum.
„Þetta er allt í anda þessarar
grunnhugmyndafræði Star Trek,“
útskýrir Sveinn og nefnir fjölbreyti-
leikann í þessu samhengi. „Og í
þessari framtíðarsýn sem sett er
upp í Star Trek-heiminum erum við
jöfn, það eru ekki fordómar, heldur
erum við bara að vinna saman. Og
erlendar rannsóknir sýna að þetta
er það sem dregur fólk að þátt-
unum.“
Greinir Star Trek-umræðuna hér
Sveinn ýtti eigin rannsókn úr vör
með fjölmiðlagreiningu. „Það kom
mér á óvart hvað það var mikið af
viðtölum við Star Trek-aðdáendur í
fjölmiðlum, í Kastljósi, Fréttablað-
inu, Morgunblaðinu og hér og þar.
Viðtöl við Star Trek-aðdáendur
þar sem þau eru að tala um
þetta, að spegla þetta, þessa
framtíðarsýn sem birtist í
Star Trek,“ segir Sveinn.
„Svo er ég bara að byrja
núna að taka viðtöl, þann-
ig ég er í startholunum með
þessa rannsókn,“ segir Sveinn.
Viðtölin eru því næsta skref í rann-
sókninni.
„Ég sé á þessari fjölmiðlagrein-
ingu staðfestingu á því að eins og
erlendis stofna aðdáendur klúbba
og eru markvisst að vinna að þessari
framtíðarsýn sem birtist í Star Trek,
með því að innbyrða boðskapinn
og taka hann inn í sitt daglega líf,
sinna sjálf boðastörfum og vinna
að góðgerðarmálum,“ segir mann-
fræðingurinn.
„Það er áhugaverð tenging, og
það er kannski erfitt að segja trúar-
brögð, en þetta er ákveðin trú á
framtíðina, að hún sé bjartari. Sem
er þá kannski andstaða við þessi
gömlu skipulögðu trúarbrögð þar
sem við fáum verðlaunin í eftirlíf-
inu.
Í Star Trek eru verðlaunin í fram-
tíðinni og það er ekki sálin eftir
dauða líkamans sem fær verðlaunin.
Heldur er það mannkynið í heild í
framtíðinni. Þannig það er svolítið
alltaf verið að horfa á mannkynið í
heild í Star Trek og þróun þess.“ ■
odduraevar@frettabladid.is
„Þetta hefur farið fram úr björtustu
vonum,“ segir Sveinbjörg Péturs-
dóttir, markaðssérfræðingur hjá
Símanum, um vinnustaðakeppnina
Reddum málinu. Þar keppast fyrir-
tæki og stofnanir við að lesa texta
í gegnum tölvu eða snjalltæki með
það fyrir augum að kenna tækj-
unum að skilja að lokum íslensku.
Keppnin fer fram á vefnum
reddummalinu.is og lýkur á degi
íslenskrar tungu, 16. nóvember.
Sveinbjörg segir hátt í tvö hundruð
fyrirtæki hafa skráð sig fyrsta dag-
inn og þrjú þúsund manns lesið
íslensku inn á vefinn.
„Þetta tekur bara nokkrar mín-
útur og allir geta gert þetta, í hvaða
tæki sem er, svo lengi sem þú kemst
á netið.“ Áður hefur verið haldin
grunnskólakeppni með góðum
árangri og er núna komið að því að
safna raddsýnum fullorðinna.
„Og það er frábært að sjá keppnis-
skapið vakna hjá fyrirtækjunum,“
segir hún. „Krakkarnir eru búnir að
vera rosa duglegir og konur mjög
duglegar en það vantar karlmanns-
raddir og það vantar líka þá sem
ekki eru með íslensku sem fyrsta
mál,“ segir Sveinbjörg.
„Þetta varðar okkur öll og snýst
ekki um einhverja f lotta íslensku,
heldur snýst þetta um að geta átt í
samskiptum á tungumálinu okkar,
sama hvaðan við komum.“ ■
Alls konar íslensku – ekki bara flotta
Patrekur Jaime
og Binni Glee
láta ekki sitt
eftir liggja
í keppninni
sem er sam-
starfsverkefni
Almannaróms,
HR og Símans.
MYND/AÐSEND
22 Lífið 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ