Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 4
Við höfum kallað eftir
tilkynningum um tjón
en þær berast ekki,
nema einstaka tilkynn-
ingar um æðarvarp.
Steinar Rafn Beck Baldursson,
sérfræðingur hjá UST
Ráðherrabolti í Valsheimilinu
Íslenskar alþingiskonur spiluðu opnunarleik á Global Goals World Cup gegn erlendum starfssystrum sínum í Valsheimilinu. ElIza Reid forsetafrú setti mótið
en íslensku valkyrjurnar hrósuðu sigri. Markmið mótsins er að styðja við og auka aðgengi stúlkna og kvenna að íþróttaiðkun. Hvert lið sem tekur þátt velur
sér eitt af heimsmarkmiðunum og vinnur verkefni með það að markmiði að styðja við það bæði innan sem utan vallar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Handgerðir íslenskir sófar
• Margar útfærslur í boði
• Mikið úrval áklæða
• Engin stærðartakmörk
Hvernig er
draumasófinn þinn?
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
Refaveiðar þjóna ekki lengur
tilgangi sínum, að verja
sauðfé, og eru orðnar að vana
eða launaðri sportveiði. Árið
2020 var metár í veiði og
kostnaður ríkis og sveitar-
félaga eykst með hverju árinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÝRAVERND Umhverfisstofnun telur
forsendur fyrir refaveiðum brostn-
ar, meðal annars vegna breytinga
í landbúnaði, og finna ætti annað
fyrirkomulag, einkum með tilliti til
fuglaverndar. Meira en 56 þúsund
refir hafa verið veiddir undanfarin
áratug með kostnað upp á tæpan
milljarð fyrir ríki og sveitarfélög.
„Búfénaður virðist ekki verða
fyrir tjóni. Við höfum kallað eftir
tilkynningum um tjón en þær ber-
ast ekki, nema einstaka tilkynn-
ingar um æðarvarp,“ segir Steinar
Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur
í veiðistjórnun hjá Umhverfis-
stofnun.
„Refurinn er sagður lævís og
grimmur og verk hans vinna gegn
honum. Enda fær hann makleg
málagjöld. Hann er réttdræpur hvar
sem hann hittist,“ sagði Kristján
Eldjárn í heimildarmynd Ósvalds
Knudsen, Refurinn gerir greni í urð
frá árinu 1961. Frá landnámi höfðu
bændur verið í stríði við dýrbítinn
um sauðkindina og toll þurftu allir
að greiða sem ekki veiddu ref.
„Mér finnst líklegasta ástæðan
sú að kindur eru hættar að bera
úti,“ segir Steinar aðspurður hvers
vegna refurinn sé ekki lengur þessi
skaðvaldur sem hann var. „Áður fyrr
sóttu refirnir í nýfædd lömb eða
fóru aftan í kindur þegar þær voru
að bera.“
Stofninn var aðeins 1.200 dýr við
upphaf talninga, árið 1979, en óx
upp í tæp 9.000 árið 2007. Hrun varð
um 30 prósent árin 2008 til 2010 en
stofninn hefur verið nokkuð stöð-
ugur undanfarin ár og veiðin aukist.
Árið 2020 voru 7.227 refir veiddir,
sem er það mesta í 40 ár.
Sveitarfélögum er skylt að greiða
refaskyttum fyrir hvert skott frá
hausti fram á vor. Hefur árlegur
kostnaður þeirra aukist úr 67 millj-
ónum árið 2011 í tæpar 134 milljón-
ir árið 2020. Síðan 2014 hefur ríkið
tekið á sig fjórðung eða fimmtung
kostnaðarins og reynt er að jafna
hann fyrir fámenn og víðfeðm
sveitarfélög.
Gagnrýni á veiðarnar hefur
komið fram, svo sem í umræðum
skotveiðimanna. Að refaveiðar séu
launuð sportveiði og vani frekar
en nauðsyn. Á yfirstandandi þingi
spurði Ágúst Ólafur Ágústsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
Guðmund Inga Guðbrandsson
umhverfisráðherra út í veiðarnar.
Sá síðarnefndi lagði fram frum-
varp um breytingar á veiðilöggjöf-
inni sem náði ekki í gegn á þinginu.
Samkvæmt því hefði verið sett
stjórnunar- og verndaráætlun fyrir
refinn.
Steinar segist vona að frumvarpið
komist í gegn en stofnunin sé þegar
farin að huga að slíkri áætlun fyrir
rjúpuna. Refurinn myndi koma
seinna. „Það væri eðlilegast að
endurskoða allt þetta fyrirkomulag.
Kannski aðeins að stunda vetrar-
veiðar en ekki grenjaveiði,“ segir
hann. n
Telja forsendur refaveiða
brostnar og vilja breytingar
Hinrik Ívarsson í Merkinesi, refaskytta Hafnamanna, tæmir Mönguselsár-
grenið árið 1961. Læðu, stegg og fjóra hvolpa. MYND/SKJÁSKOT
kristinnpall@frettabladid.is
SAMGÖNGUR „Við höfum tekið
eftir því, frá fyrsta degi þegar það
var tilkynnt um afléttingu þessara
takmarkana, að það mældist strax
mikil aukning í bókunum. Bókun-
arflæðið hefur haldist sterkt og gott,
bæði frá Íslandi og Evrópu, og það er
mjög jákvætt að þetta sé komið af
stað á ný,“ segir Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair Group, spurður
um áhrif opnunar Bandaríkjanna
fyrir ferðamönnum frá Íslandi eftir
að Bandaríkin opnuðu landamæri
sín á ný í gær.
Icelandair hefur haldið uppi áætl-
unarflugi til Bandaríkjanna undan-
farna mánuði. Frá og með gærdeg-
inum gátu fullbólusettir Íslendingar
ferðast til Bandaríkjanna á ný gegn
því að sýna fram á neikvætt PCR-
próf. Icelandair var með sex flug til
Bandaríkjanna í gær.
„Það var mikill áhugi og margar
fyrirspurnir um flug til Bandaríkj-
anna á meðan þessar takmarkanir
stóðu yfir. Um leið og það var til-
kynnt um af léttingu byrjaði fólk
að bóka ferðir og það hefur haldist
nokkuð stöðugt,“ segir Bogi.
„Við höfum haldið uppi f lugi til
Bandaríkjanna með að stærstum
hluta Bandaríkjamenn um borð. Nú
eru allir markaðir opnir og það ætti
að styrkja okkar starf. Við vorum
með háleit markmið um sölu fyrir
síðasta ársfjórðung þessa árs, vit-
andi að von væri á opnun.“ n
Mælanleg aukning strax við afléttingu
BogI Nils Boga-
son, forstjóri
Icelandair Group
arnartomas@frettabladid.is
TRÚMÁL Um þriðjungur lands-
manna ber mikið traust til þjóð-
kirkjunnar og rúmlega þriðjungur
lítið. Þetta kemur fram í nýjum
Þjóðarpúlsi Gallup um þjóðkirkj-
una.
Þar kemur fram að fólk sé líklegra
til að bera traust til þjóðkirkjunnar
eftir því sem það er eldra. Ríf lega
helmingur fólks yfir sextugu ber
mikið traust til þjóðkirkjunnar en
aðeins um 14 prósent fólks undir
þrítugu.
Ef litið er til stjórnmálaskoðana
væru þeir sem kysu Miðflokkinn,
Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólks-
ins ef gengið væri til kosninga í
dag líklegastir til að bera mikið
traust til þjóðkirkjunnar.
Aðeins um 15 prósent eru ánægð
með störf Agnesar M. Sigurðardótt-
ur, biskups Íslands, sem er svipað
hlutfall og í síðustu mælingu. n
Kynslóðaskiptar
skoðanir á
þjóðkirkjunni
Um 14 prósent fólks undir þrítugu
bera mikið traust til þjóðkirkjunnar.
2 Fréttir 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ