Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 5

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 5
sömu svifum er 6000 bréfdúfum sleppt úr búr- um, flytjandi fregnina um, að Ólympíuleik- arnir séu hafnir. Þegar ég sé Paavo Nurmi koma hlaupandi með Ólympíueldinn inn um Maraþonhliðið, flýgur mér í hug sagan um litla Lappadreng- inn, sem lagði land undir fót til þess að kom- ast til Parísar og sjá Nurmi hlaupa þar á Ólympíuleikunum. Þessi finnski „konungur hlauparanna" var æðsta hugsjón og leiðar- stjarna drengsins á hinni óralöngu leið. Pyrsta áfangann fór drengurinn á hreindýrasleða, en síðan fótgangandi. Eftir 8 mánuði var hann kominn til fyrirheitna landsins, þar sem Ólympíuleikarnir áttu að fara fram og stjarna hans átti að skína. En þegar þangað kom, voru kraftar drengsins þrotnir. Hann var fluttur í sjúkrabíl seinasta áfangann og farið með hann á sjúkrahús, þar sem hann lá mál- laus og einmana rneðan Ólympiuleikarnir voru háðir og Nurmi — hinn „vængjaði hlaup- ari“ — vann þrenn gullverðlaun og aðdáun alls heimsins. Þegar litli drengurinn gat loks gert sig skiljanlegan, var Nurmi sagt frá ævintýrinu. Litlu síðar var drengnum ekið út á Stade Clombe í París, þar sem leikarnir höfðu verið háðir. Og þar mætti Nurmi líka í sínum blá- hvítu klæöum, — litum Finnlands. Nurmi hljóp hring eftir hring fyrir þennan litla, elskulega áhorfanda. Og sennilega hefur eng- inn hlaupari hlotið meiri aðdáun en hinn þögli finnski hlaupari hlaut þennan júlí- morgun á Ólympíuleikvanginum í París. Síðan er liðinn meira en aldarfjórðungur. En nú birtist Nurmi hér 55 ára að aldri, í blá- hvítu klæðunum og með Ólympíukyndilinn í hendinni. Hann á að baki sér glæsilegasta íþróttaferil, sem sagan getur um. Nurmi hleyp- ur með eldinn einn hring á vellinum og kveik- ir síðan á eldstæði, sem komið hefur verið fyrir þar. Við eldinum tekur nú landi hans, Hannes Kolehmainen, „hetjan frá Stokk- hólms-leikjunum“. Hann hleypur með eldinn upp í hinn 70 metra háa turn leikvangsins, þar sem hann á að loga meðan leikarnir standa yfir. Nú stígur í ræðustólinn Heikki Savolinen, verðlaunamaður frá fernum Ólympíuleikum og sver Ólympíueiðinn í við- urvist 70 þúsund áheyrenda og áhorfenda. Engin þjóð gat sett glæsilegri svip á setn- ingu Ólympíuleika en Finnar gerðu að þessu sinni. _________________________ h u g i n n ó Of langt mál yrði það, ef segja ætti frá öllu því, sem fyrir augun bar á leikvanginum næstu daga. Þar leiddu saman hesta sína all- ir beztu íþróttamenn heimsins, með þeim ár- angri, að sett voru 26 ný Ólympíumet, og voru 8 þeirra jafnframt heimsmet. Glæsilegast af öllum þessum metum er að ég held heimsmet Ferreira de Silva, 19 ára stúdents frá Brasi- líu, en það setti hann í þrístökki með atrennu, stökk 16.22 m. Til gamans má geta þess, að íslandsmetið í sömu grein er 14.71 m. Sá íþróttamaður, sem féll mér bezt í geð, var ameríski presturinn, séra Bob Richards. Hann er stangarstökkvari og sigraði á þessum Ólympíuleikum með nýju Ólympíumeti, 4.55 rn. Hann hefur hæst stokkið 4.62 m. og var honum þá sagt, að líffræðilega væri ómögu- legt fyrir hann að stökkva hærra. En B. Richards svaraði því aðeins á þessa leið: „Ef Guð segir mér, að ég geti fært til fjöll, þá veit ég, að hann getur hjálpað mér til þess að yfirstíga þessa 4 þumlunga, sem vantar til að ná heimsmetinu." Bob mun vera eini presturinn, sem leitast við að ná til himna á þennan hátt. Maðurinn, sem mest bar á á þessum leikj- um, var án efa Tékkinn Emile Zatopek. Hann keppti í þrem löngum hlaupum, 5 km., 10 km. og Maraþonhlaupi, sem er rúmir 42 km. Za- topek vann þessi þrjú hlaup, og setti nýtt Ólympíumet í þeim öllum. Kona Zatopeks keppti einnig og vann hún fjórðu gullverð- launin fyrir fjölskylduna, með því að setja heimsmet í spjótkasti kvenna. Nú skulum við snúa okkur að glímumönn- unum. Fimm glímusýningar voru haldnar, fjórar þeirra fóru fram á skemmtistað, sem er á að gizka 10 mínútna gang frá Ólympíuleikvang- inum. Þessar sýningar fóru fram um kl. 9 síð- degis, en þegar þeim var lokið, var dansað til kl. 2. Ekki var laust við að manni sýndust veiðihárin rísa á köppunum, þegar dansinn hófst, því eins og allir vita, eru stúlkur í Finn- landi þær fallegustu á Norðurlöndum, þó að okkar gangi að sjálfsögðu næst. Á þessum skemmtistað sýndu nokkrar aðr- ar þjóðir. Til dæmis sýndu Rússar þar þjóð- dansa, sem vöktu óhemju athygli. Yfirleitt virtist fólk mjög ánægt með íslenzku glím- una, þó að augljóst væri, að því þætti hún nokkuð harkaleg. Síðasta og skemmtilegasta sýningin fór fram í Ólympíuþorpinu, en þar

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.