Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 15

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 15
H U G I N N 13 Krónan kom upp „Krónan kom upp!“ kallaði Bjössi um leið og tveggjakrónupeningurinn stanzaði í horn- inu rétt við skápinn. „Það þýðir að við verð- um ekki teknir upp í skólanum á morgun, að minnsta kosti ekki í neinu hættulegu fagi, og förum út að skemmta okkur í kvöld, þó að það sé bara fimmtudagskvöld." „Jamm, sama er mér,“ svaraði ég geispandi um leið og ég gerði ítrekaðar tilraunir til að risa á fætur upp af legubekknum. -— Það er annars merki- legt, hvað það er þægilegt að liggja í ró og næði upp í dívan á kvöldin, og eiga allt eftir ólesið undir morgundaginn. Eiginlega ætti ég að kveljast af samvizkubiti. Það er bezt að láta sálfræðingana um það að gefa skýringu á því. Ég hnýsist aldrei í annarra málefni. „Þá er víst bezt að koma sér í gallann í hvelli,“ sagði ég, þegar fæturnir höfðu náð öruggri fótfestu á gólfinu. „Já, ég er byrjað- ur og hvert á að fara?“ spurði Bjössi og horfði rannsóknaraugum á tvær skyrtur, sem höfðu verið hvítar á laugardaginn var, og athug- aði hvor þeirra væri minna óhrein. „Mér er sama, en hvar eru annars böll í kvöld?“ spurði ég, þegar ég dró stífpressaðar buxurnar und- an lakinu á legubekknum. „Ég held að það séu böll í Vetrargarðinum og Þórscafé, fyrir utan klassísku staðina eins og Sjálfstæðishúsið og þessháttar. Við náum niður í Þórscafé fyrir klukkan hálf ellefu ef við tökum „hraðferðina" á horninu. Hún verður þar eftir tíu — nei, átta mínútur, þeir eru orðnir svo helv ... stundvísir síðan nýi vagninn kom. Það tók ekki langan tíma að ljúka því af að klæða sig, þegar svona mikið var í veði, og náðum við niðureftir á réttum tíma. „Áttu miða?“ spurði ljóshærð stúlka okkur fyrir framan útidyrnar, þegar við vorum á leið inn í Þórscafé. „Nei, er uppselt?“ spurði ég hana. Hún svaraði ekki, en litaðist um eftir einhverjum öðrum. Henni fannst sjálf- sagt að ég væri ekki þess virði að eyða örfá- um orðum á, fyrst ég átti ekki miða. Þetta hefði auðvitað verið allra skemmtilegasta stúlka, ef ég bara hefði átt miða, — einhvern ands..... miða. Svona er gleði lífsins oft stutt undan. •— Ef það er þá gleði? Jæja, nú kom til kasta Bjössa að koma okk- ur inn, fyrst það var uppselt. Hann þekkti dyravörðinn. Það virtist ekkert vera því til fyrirstöðu, að við kæmumst inn, og eftir ör- litla stund vorum við komnir inn í sal. Dans- inn var í fullum gangi, margt fólk á gólfinu og dansaði hver karl og kona í hófsamlegri fjarlægð hvert frá öðru — enda var ekki svo langt liðið á kvöldið ennþá. Við fengum nú „Kólað“ okkar og byrjuðum að sötra það og fórum að athuga, hvað við sæjum af kunnugu og góðu kvenfólki. Sú leit bar bókstaflega engan árangur, og sáum við enga stúlku, sem okkur fannst lítandi á. Fólkið var mestallt parað, og þegar við litum á þær stúlkur, sem ekki voru þarna með karlmönnum, þá þóttumst við skilja, hvers- vegna svo var. „Ættum við ekki að reyna að selja miðana og fara inn í Vetrargarð og vita, hvort það sé ekki skárra þar?“ sagði ég við Bjössa, sem hímdi hinum megin við borðið og var leiður á svipinn. „Jú, ég er alveg til í það,“ sagði hann. — „Ne-ei, sva-aka skrokkur er þetta, sérðu hana?“ hvíslaði hann æstur og hnippti í mig yfir borðið. Ég leit við í ofboði og kom strax auga á það, sem hafði haft svona mik- il áhrif á Bjössa. Það var ung stúlka, sem var að ganga inn í salinn. Hún var með mjög dökkt hár, falleg augu og vel málaðar varir, og vöxturinn var alveg óaðfinnanlegur. „Nei, við verðum hér í kvöld,“ sagði Bjössi ákafur, „ég verð að athuga þessa fallegu.“ „Blessaður, þetta getur allt verið „bluff“, þær kunna nú að klæða sig þessar, og nota púða,“ sagði ég ólundarlega, því ég var alveg vonlaus um að fá nokkuð skemmtilegt út úr kvöldinu. „Púða“, endurtók Bjössi með vanþóknunar- hreim. „Þessi notar ekki svoleiðis, ég er alveg viss um það — ég þori að veðja um það, — ég skal taka það að mér að athuga það.“ „Jæja, sama er mér,“ svaraði ég, „þú býður upp á kaffi og kökur á morgun, ef hún er eitthvað gerfismíðuð, en ef allt er í lagi, þá borga ég.“ „Samþykkt,“ sagði Bjössi og rauk upp úr sæt- inu og gekk í áttina að borðinu, sem þessi stúlka sat við. Hún brosti blíðlega til hans, þegar hann bauð henni upp, en svo sá ég ekki neitt til þeirra næstu tvær syrpur, því þau dönsuðu alltaf hinum megin í salnum. Að þeim loknum kom hann rétt sem snöggvast að borðinu til að kæla sig. „Þú færð að splæsa kaffi á mig á rnorgun," sagði hann glaðhlakk-

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.