Huginn - 01.04.1953, Side 11

Huginn - 01.04.1953, Side 11
HUGINN 11 Grænlandsför Það var fyrir eigi allmörgum árum að tveir ungir vinir mínir réðu sig á færeyskan fiski- kútter, sem var að fara á línuveiðar við Grænlandsstrendur. Fóru þeir héðan síðla vors. Kútterinn var, eins og færeyskir kútt- erar eru flestir, búinn seglum, en hafði einn- ig lítinn hjálparmótor. Þeir höfðu útivist bæði langa og stranga áður en þeir náðu til Græn- lands. Var þegar tekið til við veiðarnar, en þær gengu afar illa. Stafaði það hvorttveggja af því, að veiðarfæri voru, þegar til kom, í mjög lélegu ásigkomulagi og veðrátta fremur erfið. Einstaka sinnum barst mér bréf frá þeim; létu þeir illa yfir vistinni, gramdist þeim mjög, hve illa veiðarnar gengu, sem vonlegt var. Einnig kváðu þeir viðgjörning allan slæman um borð í kútter Wilhelmínu, en svo hét kútterinn, lúkarinn lekan og hina verstu mannaíbúð. Þó tók fæðið út yfir allan þjófabálk; það var bæði lítið og lélegt. Ekkert þýddi þó að kvarta, þar eð Færeyingarnir voru allir harðánægðir með fæðið og neitaði skipstjórinn á þeim forsend- um að bæta úr því. Höfðu vinirnir orð á í bréf- um sínum, að brátt ræki að því, að þeir yrðu að fara að leggja sér lýsnar, sem þeir sögðu þrífast í þessari svínastíu, til munns. Þegar komið var að hausti og ekki hafði tek- izt að fylla kútterinn, þótti vinum mínum all ólíklegt að þeir næðu heim til íslands fyrir jól, og þótti þeim heldur súrt í broti. Einhverra orsaka vegna þurfti skipið að fara til Godt- haab og hafa þar nokkurra daga viðdvöl. Var tækifærið óspart notað til skemmtana, sem von var, eftir svo langa útiveru. Voru þeir hrifnir mjög af Grænlendingum, kváðu þá gestrisna og hina örlátustu, drengi hina beztu í hvívetna. Meðan kútterinn lá þarna í Godt- haab, kom sænskur linuveiðari þangað. Vant- aði á hann tvo háseta. Sögðu vinirnir þá upp á Wilhelmínu og báðu jafnframt um, að þeim yrði greitt það kaup, sem þeir áttu inni eftir sumarið. Skipstjóri kvaðst eigi geta borgað að svo stöddu, svona fyrirvaralaust. Samdist þó að síðustu með þeim og skipstjóra, að þeir gætu vitjað kaupsins þá er þeir kæmu til Færeyja, hjá útgerðarfyrirtæki því, sem gerði skipið út, en það hafði aðsetur í Thórshöfn. Réðust félagarnir síðan á línuveiðarann, sem fór þegar á veiðar, en hélt að þeim afloknum rakleitt til Thórshafnar í Færeyjum. Þar fór annar þeirra af, leigði sér hótelherbergi og beið komu „Drottningarinnar“, og fór síðan með henni síðasta spölinn heim til íslands. Hinn hélt með skipinu til Svíþjóðar og er fyr- ir skömmu kominn heim aftur. Rek ég eigi sögu þeirra lengra, en læt fylgja jafnlega skemmtileg að vísu, en oft var mjög gaman. Á sunnudagsmorgnana máttum við sofa eins lengi og við vildum, en komin þurft- um við að vera á fætur kl. 4, því þá byrjaði lestrartími, sem stóð til kl. 7, en á kvöldin vart oftast einhver skemmtun, eins og ég hef áður sagt. Ég er nú búin að nefna nokkuð af því, sem við gerðum okkur til skemmtunar á Reykj- um, en margs er þó enn ógetið, t. d. eins og allra hinna skemmtilegu kvöldstunda, þegar stórir hópar af stelpum söfnuðust saman á einhverju herberginu með gítarana sína og sungu og spiluðu af mikilli list. Ég minnist hér ekkert á námstilhögun, því ég álít, að hún sé svo svipuð í flestum skól- um, að ástæðulaust sé að fjölyrða um það efni hér. Að lokum langar mig til að setja hér nokkr- ar hendingar úr skólasöng Reykskælinga: Syngdu mig heim þá héðan fer eg, hugurinn gleðst, eg er laus við erfið próf. Réttmætan hlýhug til Reykjaskóla ber eg, reynt skal að kætast við þetta lokahóf. Syngdu mig heim yfir heiðar og dali, hugurinn flýgur, en bíllinn rennur hart. Myrkur þótt breiðist um mar og himinsali minningaljósið mér fylgir glatt og bjart. Steinunn Hildur Sigurðardóttir.

x

Huginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.