Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 21

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 21
H U E I N N 21 því farsælli árangrum náum vér á braut vorri, og því fleiri sem iSka íþróttir, því breiðari grundvöll höfum vér á að byggja og að sama skapi náum vér lengra. Það er margt annað, sem vert er að athuga, þó að það skipti ef til vill ekki eins miklu máli. Margir af þeim, sem fylgjast með íþróttum, velta því oft fyrir sér, hvernig einstakir menn, hinar svokölluðu „stjörnur“, nái hinum „mjög svo eftirsótta árangri". Niðurstöður þeirra verða þá vafalaust mjög misjafnar og margar byggðar á miklum misskilningi. Það sem skiptir mestu máli að jnínu áliti um þetta mál er: meðfæddir eiginleikar, lík- amlegt þrek, andleg orka og siðferðilegur styrkur. Það er enginn einn eiginleiki, sem hefur hér úrslitaþýðingu, heldur þeir allir samanlagðir. T. d. getum við gengið út frá því, að líkamsþrek sé einna mikilvægast, því að við vitum, að flestar íþróttir eru byggðar á líkamlegri áreynslu. En því meira, sem hver einstaklingur hefur af hverjum þessara eig- inleika, því lengra nær hann á braut sinni. Það er því til lítils, þó að keppandinn hafi geysilegt vilja þrek og sé vel að sér, ef hann skortir líkamlegt atgerVi. Og eðlilega nær íþróttamaðurinn að sama skapi lakari árangri skorti hann bæði vit og vilja, þótt hann hafi mikinn vöðvastyrk. Svo er aftur mikill mun- ur á hinum svonefndu „fæddu' íþrótta- mönnum, og hinum, sem skipa aðra mismun- andi „stig-sessa“. Einnig hinum skilnings- góða unnanda og hinum skilningssljóa, og hinum sanna íþróttamanni. Nefnilega: íþróttamanninum, sem keppir vegna þeirrar ánægju, sem keppnin veitir honum. íþrótta- manninum, sem bregður sér hvorki við sigur né ósigur. íþróttamanninum, sem hefur fylli- lega réttan skilning á hæfni sinni án þess að gleyma getu félaga sinna. íþróttamanninum, sem þekkir og metur gildi íþróttar sinnar. íþróttamanninum, sem sér vel hina mörgu kosti íþróttanna, án þess að gleyma nokkrum vanköntum. íþróttamanninum, sem lítur ekki á Ólympíuleikana sem tákn eintómra meta, heldur skilur að gildi þeirra stendur miklu dýpra og er miklu veigameira. Skilur að Ólympíuleikarnir eru heppilegasti vettvang- ur, sem til er fyrir vinsemd og bræðralag þjóða í milli. Okkur íslendingum er ljóst, að á íslandi, landinu kalda, sem liggur á takmörkum hins byggilega heims norður við heimskaut, sé síð- ur en svo lakari mannlegur efniviður til „stórverka", en hjá mörgum stórþjóðum heims. Og á undanförnum árum höfum vér unnið svo undraverða sigra bæði hér á landi og erlendis, að furðu vekur um allan heim, sem því miður nokkrir mjög svo óþarf- ir blettir hafa haft svo vond áhrif á. Því frétt- ir um íþróttir fljúga með meiri hraða en flestar aðrar um heiminn, og betur er eftir þeim tekið af mörgum en fréttum af öðru tagi. Góð afrek hjá lítilli og lítt þekktri þjóð, eins og okkur, getur því orðið hin happa- drýgsta landkynning. Enc'.a var það líka ekki út af engu, að blað nokkurt, sem gefið er út hinum megin á hnettinum (í Wellington á Nýja Sjálandi) hélt því fram fyrir um það bil hálfu öðru ári, að „ísland væri mesta íþrótta- þjóð heimsins“. Að mínu áliti er hlutverk íþróttanna að vera túlkandi, skapandi og uppbyggjandi. Sem sagt, þær eiga að túlka þær kröfur, sem fólkið, sem þjóðin öll ber í brjósti sér, að vera leiðandi fyrir æskulýð landsins. Þær eiga að skapa heilbrigða sál í hraustum líkama. Og þær eiga að byggja upp hollt félagslíf fyrir börn og unglinga í frístundum sínum. Skóli vor hefur sýnt mjög góða frammistöðu í frjálsum íþróttum í vetur. Og eins og flesta rekur án efa minni til, þá varð hann stiga- hæsti skólinn í B-fl. (16—19 ára) á skóla- móti Í.F.R.N. í frjálsum íþróttum síðastliðið haust. Og á sama móti innanhúss, sem háð var 7. marz síðastliðinn, sýndi hann einnig frábæra frammistöðu, meðal annars með því að vera stigahæsti skólinn, og ekki má held- ur gleyma því, að hann sá um mótið, sem var í alla staði hið bezta. í stuttu máli sagt hefur skóli vor tvisvar á sama vetri verið stigahærri en skólar, sem eru um tíu sinn- um fjölmennari, á mótum í frjálsum íþrótt- um og mun slíkt vera alveg einsdæmi. En um leið megum við ekki gleyma, að skóli vor hefur eigi að síður átt svo ótrúlega marga góða íþróttamenn á undanförnum árum, að það vekur undrun og aðdáun. I>ví má með sanni segja, að hann hafi og hafi haft beztu frjálsíþróttafólki á að skipa aí óllum fram- haldsskólum bæjarins. Ég ætla ekki að nefna nein gömul nöfn eða skýra þetta nánar, því slíkt er efni í mörgum sinnum fleiri setningar en þessar hér, og einnig það, að flestum ætti að vera þetta nokkuð kunnugt. Pétur Rögnvaldsson.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.