Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 10

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 10
ÍO H U G I N N Þegar ég minnist hinna gömlu, góðu daga á Reykjaskóla, koma margar skemmtilegar myndir fram í hugann. Það er nú ævinlega svo, að fjarlægðin gerir fjöllin blá, og þegar minnzt er liðinna skóladaga, eru það oftast þeir björtu og brosmildu, sem iða fyrir hug- skotssjónum okkar, fullir af gáska og glettni skólalífsins. Svo að ég víki nú að skólalífinu, þá býst ég nú við að almennt séð, sé það nú með nokk- uð svipuðu sniði á hinum ýmsu héraðsskól- um, þó að þeir hafi auðvitað nokkur sérein- kenni, sem mótuð eru af nemendunum sjálf- um og stjórn skólans. Þá þrjá vetur, sem ég dvaldi á Reykjaskóla, voru þar nokkuð um eða innan við 100 nem- endur. Nægilega stór hópur til þess að hægt væri að efna til fjörugs rkóialífs, en ekki svo margt, að það mynduðust einstakar „klíkur“, ef svo mætti að orði komast, sem héldu sig út af fyrir sig, svo aö lítil kynni mynduðust á inu, þegar seglbátnum hvolfdi undir mér hérna um árið. Æ, já, ævi mín var friðsöm þangað til ég komst í kunningsskap við hann Lipurfót hérna, ég vissi ekki hvað vandræði voru, fyrr en ég dróst inn í þennan dauðadans. Ég held, áð mér sé farið að förlast eitthvað. Mér heyr- ist hljómsveitin vera að hætta. Það getur ekki verið! Það getur alls ekki verið! Og samt læt- ur þögnin í eyrum mínum eins og englasöngur. „Æ, þeir eru hættir, óhræsin þau arna! Þeir ætla ekki að spila meira. Árans leiðindi! Nei, haldið þér það? Ætli þeir héldu áfram, ef þér borguðum þeim 50 kall? Guð, hvað það væri gaman! Góði, biðjið þá að spila sama lagið. Mér þykir svo gaman að dansa vals!!“ (Lausl. þýtt.) milli nemenda. Sem sagt, nemendurnir voru eins og stór fjölskylda og hver og einn reyndi að gera sitt til að heimilislífið yrði sem ánægjulegast. Á sunnudagskvöldum skiptust bekkirnir á um að sjá fyrir skemmtiatriðum og var þá oft talsverður metnaður að hafa nú ekki sína kvöldvöku lakari en hjá hinum bekkjunum. Var þá liðið kannað til að komast að raun um, hverjir væru líklegir til að geta fært fram eitthvert skemmtiatriði. í svo stórum nem- endahóp var auðvitað margs konar fólk og með áhuga á mismunandi sviðum. Sumir léku á hljóðfæri, aðrir sungu, einnig reyndust vera í hópnum hinir ágætustu galdramenn, sem léku listir sínar við mikinn fögnuð áhorfenda. Einnig komu fram upplesarar og leiknir voru smáleikþættir. Oft var glatt á hjalla úti í íþróttahúsinu, þegar verið var að undirbúa einhverja kvöldvökuna. Var þá oft setzt á gólfið, er listamennirnir tóku að þreytast á æfingunum, og ljósin slökkt og sagðar svo mergjaðar draugasögur, að jafnvel kom fyrir, að þeir taugaveikluðustu sáu hauslausar beinagrindur stíga dans í fölri skímunni, sem tunglið varp inn um gluggann. Um helgar var oft farið á skíði, þegar færi gaf, ýmist í nágrenni skólans eða farið var í lengri ferðir, t. d. eins og upp á Holtavörðu- heiði. Lengi hefur sá háttur verið viðhafður, að Reykskælingar og Reykhyltingar bjóði hverj- ir öðrum heim, sinn veturinn hvorir. Finnst mér það skemmtileg venja og skapast af því aukin kynni milli skólanna, auk þess sem að því er hin bezta skemmtun. Keppni er þá háð á milli skólanna í ýmsum íþróttagreinum, svo sem knattspyrnu, sundi o. s. frv., og þykir þá mikið við liggja að standa sig vel. Einu sinni til tvisvar á vetri fékk skólinn að fara á opinbera samkomu einhvers staðar í grenndinni og var þá oftast valin hin svo kallaða Húnavaka á Blönduósi, en það er ein vika á vetri og eru þar þá alla dagana fjöl- breytt skemmtiatriði og dans. Er þetta mjög vinsælt meðal Húnvetninga og sækir þangað fólk hvaðanæfa að. Á kvöldin er 1 klukkustund, sem nemendur mega nota til útivistar áður en þeir fara að sofa. Má þá oft sjá tvennt og tvennt leiðast innilega upp skólaveginn, eða suður með sió. Á laugardagskvöldum voru oftast böll, mis-

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.