Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 6
6
H U E I N N
lannpína
Ég sat í herbergi mínu, úrillur yfir skrudd-
um mínum, og var að vona, að eitthvað óvænt,
spennandi kæmi fyrir, sem væri með öllu frá-
brugðið því leiðindalífi, sem einkennt hafði
mína síðustu skóladaga. Já, og þess var ekki
langt að biða, að ég yrði þess var, að eitthvað
óvenjulegt væri á seyði. Það byrjaði hægt og
án nokkurs sársauka ■— svolitlir óstyrkir kipp-
ir í tönnunum. Það var til að byrja með að-
eins gaman að því, og mér fannst aðeins til-
breyting í þessu. En svo fór þetta að verða að
sársauka. Ég stóð upp og byrjaði að ganga
fram og aftur um herbergið í þolinmóðu, takt-
föstu göngulagi. Það hafið þér vafalaust líka
gert undir svipuðum kringumstæðum. Þér
hafið ef til vill líka tekið eftir því, að það
læknar ekkert. Eg drakk glas af köldu vatni.
Mér fannst það væmið á bragðið og kuldinn
af vatninu jók kvalirnar í tönninni. Ég reyndi
að hella volgu vatni yfir tönnina. Sömu áhrif.
Eftir klukkutíma kvöl var ég að verða ær.
Til allrar hamingju eru sum apótekin í
keykjavík opin alla nóttina, og þar getur mað-
ur keypt allt frá „kossum“ (súkkulaði) að
penicillinpillum.
Ég varð smám saman meira og meira utan
við mig af sársauka, ég þaut niður á götuna
bjuggu allir keppendur, sem þátt tóku í leikj-
unum. Á okkur horfðu menn af 20 til 30 þjóð-
flokkum, hvítir, svartir og gulir.
Eftir að hafa verið viðstaddur Ólympíuleik-
ana í Helsingsfors, sem eru þeir stórkostleg-
ustu, sem haldnir hafa verið til þessa dags,
er mér nú ljósara en nokkru sinni fyrr, hve
geysilega þroskandi og göfgandi íþróttirnar
eru fyrir æskuna. Því æðsta hugsjón hvers
manns er og á að vera sú, að hann búi yfir
heilbrigðri sál í hraustum líkama. Og því tak-
marki nær maðurinn bezt með því að iðka
íþróttir.
Einar Einarsson.
og inn í eina slíka stofnun. Með skjálfta í
röddinni bað ég ungan mann á hvítum slopp
um gott meðal við tannpínu. Hann stakk upp
á aspiríni, en ég útskýrði óþolinmóðlega fyrir
honum, að það hjálpaði ekkert. Svo sýndi
hann mér mynd af lítilli kjarnorkusprengju,
en hún var svo ný af nálinni, að ég þorði ekki
að reyna hana. „Gaptu,“ sagði hann þvínæst.
Hann var nefnilega einn af þeim mönnum,
sem hafa gaman af því að kvelja viðskipta-
menn sína. Ég opnaði munninn og benti á
tönnina, sem hafði angrað mig svo mjög. Eftir
nokkur augnablik kíktu að minnsta kosti
fimm viðskiptamenn niður í maga á mér, —
en reykvísk forvitni gæti verið kapítuli út af
íyrir sig. „Vitið þér,“ sagði lyfsalinn, „ég hef
meðal, sem er alveg sérstakt. Það heitir „for-
ture“ (ég reiknaði með, að það væri latína) og
hefur alveg sérstaka eiginleika við tannpínu
sem öðru.“ Ég var því ekki lengi að hugsa
mig um og keypti dálítinn skammt.
Þegar ég kom heim, tók ég mér vænan
skammt af því, og beið eftir árangrinum. Hann
lét heldur ekki bíða eftir sér. Eftir tíu mín-
útur var það, sem ég væri kominn með vængi
og flygi um stofuna. — En æ! ó! Það var eins
og tannpínan breiddi sig út um allan kjaft,
jafnvel barnatennurnar, sem ég hafði misst
fyrir mörgum árum, var ég búinn að fá sviða
í. Ég lagðist í rúmið, en það var sem hún
versnaði um allan helming við það. Ég reif
gardínurnar frá glugganum og batt þær um
mitt veika höfúð. En alltaf versnaði tannpín-
an jafnt og þétt. Það var sem tannpínan
breiddi alltaf úr sér, og brátt hafði ég tann-
pínu í eyrunum, hálsinum, maganum, hand-
leggjunum, tánum og jafnvel í skónum að
mér fannst. En yfirgefa mig vildi hún ekki.
Mest alla nóttina fékkst ég við að rífa gólf-
teppið í ræmur, eða láta reiði mína bitna á
stólunum, en allt kom fyrir ekki, tannpínan
minnkaði ekki.
Ég hljóp eins og óður maður um allt hús
og tókst loks að vekja alla íbúa hússins. Því
hvaða vit er í því að bera alla þessa kvöl sjálf-
ur, þegar hægt er að láta aðra bera hana með
sér? Menn bölvuðu og rögnuðu yfir ónæðinu,
og hótuðu að kalla á lögregluna, ef ég stillti
mig ekki. Þá þoldi ég ekki mátið lengur, þaut
út og hljóp beinustu leið niður á Hreyfil, fékk
mér „hálfa“ og þambaði að mestu upp úr
henni í einum teyg. Það var rétt eins og það
hjálpaði — ég bætti einum við og öðrum og