Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 12

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 12
/2 H U □ I N N Konan að baki dauða Trotzkys Unga ameríska stúlkan, Sylvía Ageloff, var ekki njósnari, — hún var aðeins ástfangin. —- Sú varð þó afleiðingin, að hún lenti inn í hinn sann- sögulega hildarleik, er Kurt Singer segir hér frá. Vegna sambands hennar við persneska blaðamanmnn Jaques, sem hún kynntist í hinni glaðværu borg, París, er hún dvaldi þar við nám, varð hún þátttakandi i morðinu á Leon Trotzky. Hún var duglegur sálfræðingur, en vegna blindrar ástar kom mannþekk- ing hennar ekki að gagni. ___________________________________________________________________________) EFTIR KURT SINGER Konan, er hér verður sagt frá, varð til að leika mikilvægt hlutverk í einhverju átakan- legasta ofbeldisverki vorra tima. Hún var hvorki njósnari eða morðingi. Hún var aðeins hér smáljóð, sem ég orti, þá er mér barst í hendur bréf frá þeim, þar sem þeir segjast vera komnir á áðurnefndan línuveiðara og muni brátt halda heim á leið. Napur er vindur frá Norðurpól. Náum við aftur heim? Til að halda heilög jól í húsunum okkar tveim, sem fórum við frá í vor frakkir með bros um vör. Töldum oss eiga þrek og þor í þvílíka svaðilför. Börðumst oft við borgarís, bylji og gaddhörkufrost. Hámuðum í okkur hungraðar lýs og hálfúldinn Færeyja kost. Gengum á land í grænlenzkum bæ. Gistum hjá örlátri þjóð. Liðum í dansi um logbjartan snæ með hin lágvöxnu, skinnklæddu fljóð. Okkar heimför er hafin yfir haföldurót. Brátt í gleymsku mun grafin Grænlands fegursta snót. Örlygur frá Viðey. ástfangin og ástin varð til þess, að hún lenti út í bæði njósnastarfsemi og morði. Árið 1938 yfirgaf hin 27 ára gamla Sylvía Ageloff stöðu sína við „Menntaráð New York borgar“ vegna þess, að hún var að leggja upp í ferð til Evrópu. Hún var sálfræðingur og langaði til að læra meira. Miðstöðvar nútíma sálfræðiiðkana voru þá Wien og Ziirich. Sylvía ætlaði sér ekki eingöngu lærdóminn, heldur einnig nokkra skemmtun af lífinu, og hún óskaði að sjá ókunnug lönd. Hún dvaldist nokkurn tíma í París og þar kynntist hún Jaques Monard. Hann var þar á blaðamanna- námskeiði við Sorbonne-háskóla. Hann sýndi henni París og tók hana með sér á veitinga- hús og í næturklúbba. Það var dýrt, en hann hafði næga peninga og vel menntaður var hann. Hann sagði Sylvíu, að hann væri af gamalli, velmetinni fjölskyldu í Belgíu. „Fyrir einu ári fór systir mín til Mexíkó“, sagði Sylvía hinum nýja vini sínum. „Það er vist svo fallegt í Mexíkó.“ Jaques spurði aldrei neins, en hinn ungi, kvenlegi sálfræðingur gaf ótilkvödd meiri upplýsingar: „Systir mín er fylgismaður Leon Trotzkys og vinnur mikið fyrir hann.“ í fljótu bragði varð ekki séð, að Jaques hefði áhuga á þessu. Sylvía ætlaði bara að fræða hann um, að fjölskylda hennar væri engu lítilsigld- ari en hans. Hún átti ýmsa vini á meðal þeirra, er fylgdu Trotzky að málum í Ameríku, en Jaques, sem ætlaði að verða alþjóðlegur blaða- maður, virtist ekki hafa nokkurn áhuga á stjórnmálum, og raunverulega hataði hann stjórnmál, því það loddu svo mikil óhreinindi við þau, hélt hann fram. Einn fagran dag sagði Sylvía honum, að nú ætti hún ekki meiri peninga, svo að hún væri neydd til að fara heim til Ameríku og finna sér atvinnu. Jaques Monard reyndist þá sann- ur vinur og vildi ekki sleppa þeirri stúlku, sem

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.