Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 20

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 20
20 H U G I N N „Ég meiddi mig pínulítið á þessu flugi mínu, svo að ég fékk frí í nokkra daga. Seinna fékk ég reddarastöðu þarna. Ég hef sko hæfileika til að koma mér undir verndarvæng yfir- mannanna (mér dettur í hug hæna með unga), en það er nú einhvern veginn svoleið- is, að yfirmennirnir hafa lag á að koma mér í burtu þaðan aftur“ (sbr. ljóta andarung- ann). „Hefurðu nokkurn tíma komizt í lífshættu eða hallæri?“ spyr ég, því að mér finnst mað- urinn hallærislegur. „Nei, aldrei meira en 35° á Celcius og aldrei frost. En þegar ég fór að æfa hlaup í fyrsta skiptið, fékk ég bólgu í hásinarnar,“ og um leið benti Péíur mér aftarlega á hálsinn á sér. „Segðu mér, Pétur, hvenær byrjað.ir þú íþróttamannsferilinn ?“ „Það var fyrst í barnaskóla. Þá var ég kos- inn í íþróttanefnd. Var ég kallaður þar Tarz- an, sem þýðir hinn mikli og hinn sterki. Sem sé fyrst í barnaskóla komu andlegu íþrótta- hæfileikarnir í ljós, en það var ekki fyrr en í gagnfræðaskólanum, sem líkamlegu hæfi- leikarnir komu í ljós. Þar fór stjarna mín strax hátt á loft og var alltaf hæst á lofti meðan ég var í skólanum." „Hvað hefurðu keppt oft?“ „Blessaður góði, ég veit það ekki, en þú get- ur flett því upp í einhverju íþróttatímarit- inu. En það er æði oft orðið.“ „Hvað áttu marga bikara?“ „Ég veit það ekki alveg fyrir víst, en ætli það sé ekki rétt innan við tvo. En góði, vertu ekki að setja það í blaðið, því að það getur verið, að ég verði búinn að eignast helmingi fleiri, þegar það kemur út. Það bætist alltaf við.“ „En hve marga peninga áttu?“ „Bæði í bak og fyrir, og auk þess 6000 kr. skuld í banka. Ég ætti nú 9653.20, ef ég hefði ekki tekið bílprófið!!!“ Auk þessa alls á Pétur fjöldan allan af ým- iss konar skjölum og miðum. En Pétur sagði mér, að hann væri vongóður um, að eitthvað bættist við í framtíðinni. Hér lauk samtali okkar Péturs, en mikiö mætti skrifa um afrek hans og svo persón- una sjálfa. Einnig mætti telja upp stórsigra hans, en það skal að mestu látið ógert að sinni. En á það skal þó minnt, að hefði Pét- urs Rögnvaldssonar ekki notið við á skólamót- inu forðum, þá hefði ekki skólinn okkar feng- (Ritstjóri fór þess á leit við mig, að ég skrif- aði um íþróttir í blað þetta, og bað helzt um nokkuð víðtækt og fræðandi efni. Er sjálf- sagt að verða við þessari ósk eins og kostur er.) í þessum þætti ætla ég aðallega að ræða um frjálsar íþróttir, hlaup, stökk og köst, bæði vegna þess, að þær eru mér kunnastar, og vegna þess, að þær eru jafnan taldar göfug- astar allra íþróttagreina, ekki einungis af því, að þær eru elztar, heldur og af því, að þær eru meginundirstaða allra íþrótta. Þegar rætt er um íþróttir í blöðum og út- varpi er því miður oftast aöeins minnzt á af- rek nokkurra toppmanna eða á möguleika efnilegra drengja, en hitt látið liggja kyrrt, sem skiptir ekki síður miklu máli, svo sem hið djúpa gildi þeirra og hin breiða undir- staða. Við getum öll orðið sammála um, að því meira sem áhugi og réttur skilningur ríkir meðal almennings í landi voru á íþróttum, ið 60 stig í keppninni. Það er allt Pétri að þakka að við fengum 60 stigin en ekki 59 stig!! Einnig skal á það minnt, að Pétur er með 10 beztu 110 m grindahlaupurum lands- ins! Þáttur Péturs Rögnvaldssonar hér í skól- anum er stór og mikill, enda mun frægð hans lengi lifa innan skólans. Það má með sanni segja, að hann hafi „haldið uppi“ málfund- unum og skemmtunum í skólanum. Hann tal- ar tungum tveim auk dönsku og frönsku m. m. Pétur er sem sé mest talandi maðurinn í skól- amirn og svo bezta skemmtunin!?! Pétur er dagfarsgóður maður. Hann getur setið alls staðar nema á sjálfum sér, og þeg- ar hann hleypur, hlaupa föt hans líka. Hér látum við staðar numið, en vonum að eiga eftir að sjá og heyra raust Péturs ein- hvern tíma í framtíðinni og ef til vill sjá honum bregða fyrir, því að sjón er sögu rík- ari. Og að lokum óskum vér honum þess, að honum takist að hlaupa uppi frægðina. G. Á. J.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.