Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 18

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 18
18 H U G I N N ákákwtiHu Timburmenn Ég ligg upp í bæli mér líður svo illa, sem hundingi á hæli með hundrað kvilla. í gær var ég glaður af guðaveigum, eyddi margsinnis, maður, mínum jarðnesku eigum. Skorpin er tunga, skrælnaðar varir, skrokkurinn aðeins á nástrái hjarir, fjandanum sálina feginn ég rétti ef hann fáeinum bjórdropum upp í mig sletti. Burt með alla bölvaða drauga, sem bindindis reisa sér hallir, en skrokkana lúsuga lauga í löstunum allir. Örlygur frá Viðey. Brotið og lekt vatnssalerni Forðið ykkur! Flóðið mikla færir allt í kaf. Lífs í brotum líkin sprikla, ljótt er dauðra haf. Þar grotna í sundur gamlir búkar, girnast þá rotturnar, af daunillum sárum þær eru sjúkar. Sjúkleika rotnunar. Sagt er að gangi þar gráar vofur í gegnum sjálfar sig, og þessar gömlu gráu vofur garga á mig og þig. Og næst er þær garga greyin þau tarna. Gakk út og hengdu þig. Örlygur frá Viöey. Úrslit skákmótsins voru þannig, að Ólafur Þórarinsson bar sigur úr býtum. Annar varð Guðmundur P. Jónsson og þriðji varð Magnús Kristinsson. Voru þeir allir útleystir með góð- um verðlaunum á fundi í skólafélaginu. Við birtum hér til gamans skák þeirra Ólafs Þórar- inssonar og Magnúsar Kristinssonar. Hvítt- Ólafur Þórarinsson. Svart: Magnús Kristinsson. Móttekið drottningarbragð. 1. d-4 d-5 2. c-4 c-6 3. R-c3 R-f6 4. e-3 - - Hingað til hefur verið farið eftir troðnum slóðum. 4. - - B-f5 5. D-b3 D-d7 Drottningarleikurinn er ekki djúpt hugsaður hjá hvítum, því að hann hlýtur að hefta fram- rás peðanna. 6. R-f3 e-6 7. R-e5 D-c7 8. B-e2 B-d6 9. f-5 R-e4 10. c-5 BxRe5 11. fxBeð 0-0 12. o-o RxRc3 13. DxRc3 R-d7 14. B-d2 b-6 Þessi leikur svarts er gerður til þess að sprengja upp drottningarmegin, en hvítur vill halda spennunni, en hyggur meira á kóngs- sókn. 15. b-4 f-6 Neyðir hvítan til þess að drepa. 16. exf6 Rxf6 17. H-f4 - - Með það í huga að koma hróknum út á h- línuna. 17. - - H-e8 18. Ha-fl R-e4 19. D-b2 B-g6 20. B-d3 Rxd2 Nú mátti hvítur ekki leika 21. Bxg6, því þá léki svartur R-c4 og hvítur tapar manni.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.