Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 14

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 14
14 H U G I N N sem átti að verða eftirmaður hans, en var rekinn burt og varð í staðinn efsti maður á svarta lista Stalins. Eftir ferðina til Vera Cruz fór Jacson allra sinna ferða í húsi þeirra Trotzkys hjónanna eins og aðrir góðir vinir þeirra. Hann gat kom- ið og farið eftir því sem honum datt í hug. Þetta var alveg sérstök ívilnun, þar sem heim- ili Trotzkys annars var nú af öryggisástæð- um varið sem virki væri. Húsið hafði tvö- faldar járnbrynjaðar dyr, skotheldum hlerum var hægt að renna fyrir gluggana og bæði loft og gólf voru sprengjuheld. Nokkuð frá húsinu voru reistar traustar gaddavírsgirð- ingar í kring um húsið. í sérstökum varð- turni var ætíð einn af hinum tryggu, gömlu vinum heimsstjórnmálamannsins á verði og leit eftir öllum, sem komu og fóru. Vörðun- um var sagt, að Frank Jackson væri einn af hinum góðu og hollu vinum Leon Trotzkys. Allan veturinn fóru ástarbréf á mill Franks og Sylvíu. í ágúst fékk hún svo leyfi og kom til að heimsækja hann. Hann leit þá fremur sjúklega og þreytulega út. Þau voru bæði boð- in í te hjá Trotzky, og við þetta tækifæri tók Frank í fyrsta sinn þátt í pólitískum umræð- um, þar sem sjónarmið hans og Trotzkys voru þveröfug við sjónarmið Sylvíu. Hann lofaði Trotzky, að hann skyldi skrifa grein um efni það, er þau höfðu rætt um og sýna honum hana áður en hann sendi hana í nokkurt blað. Jackson kom síðan viku seinna með greinina. Hann kom rétt í því er búið var að koma fyrir nýju öryggistæki, sem var eimpípa á þaki hússins. Trotzky var niðri í garðinum, þar sem hann gaf hænsnum sín- um. „Hvar er Sylvía?“ spurði Trotzky. „Hún kemur eftir andartak,“ svaraði Jack- son. Hann fékk hinum aldna stjórnbyltingar- manni greinina og sagði síðan, að hann væri þyrstur og vildi því fara inn og vita, hvort hann fengi ekki eitthvað að drekka. Trotzky fylgdi honum eftir inn í vinnustofu sína, en þrem mínútum seinna heyrði frú Trotzky nístandi vein, er gekk í gegnum merg og bein og síðan þunga stunu, er líktist annað- hvort lágu veini eða snökti. Jaques Monard, öðru nafni Frank Jackson, hafði notað íshaka, sem hann hafði falið undir regnfrakka sínum fyrir morðvopn. Hann hjó honum þrjá þumlunga niður í Út við yztu nöf Út við yztu nöf iða hyldjúp höf, bjargsins breiða fót bryðja í fjörugrjót. Falla ferleg björg, flögrar kría örg, sökkva lönd í sæ, sollin fljóta hræ. Háreista hamraborg, hallir, stræti og torg, gleypti grimmur mar, glöddust öldurnar. Stíga draugar dans, drekka minning hans, sem ræður ríkjum þar og raunar alls staðar. Örlygur frá Viðey. heilabú Leon Trotzkys, sem lézt síðan eftir 26 klukkustundir. Jackson var settur í varðhald og þegar hann kom til yfirheyrslu sagði hann: „Þeir fengu mig til að gera það. Ég þorði ekki annað. Þeir höfðu tekið móður mína og halda henni fang- inni . . . Ég tek það hér með strax fram, að Sylvía á hér engan hlut að málum.“ Enn þann dag í dag situr hann innan hinna þykku múra mexíkanska hegningarhússins. Hann var dæmdur sem hinn persneski Jaques Monard Vandendreschd. Þegar Sylvía kom á morðstaðinn, tryllt- ist hún alveg. Hún brast í óstjórnlegan grát og hrópaði móðursýkislega: „Morðingi . . . . andstyggilegi, lævísi morðingi . . . . Ég hata þig og hef viðbjóð á þér . . . . ég vona að ég þurfi aldrei að sjá þig framar.“ Vinir Sylvíu Ageloff tóku hana burt með sér, því hún hafði fengið mikið taugaáfall og lá lengi veik eftir þetta. Hún var saklaus, en hinn samvizkulausi morðingi hafði notað hana til að fá tækifæri til að framkvæma ódæðisverk sitt. Hún var grunlaust verkfæri í höndunum á pólitískum glæpamanni. (Þýtt). Jónas Hólmsteinsson.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.