Dagrenning - 01.12.1939, Qupperneq 12

Dagrenning - 01.12.1939, Qupperneq 12
430 DAGRENNING var engu líkaraen hann fyrir- verði sig fyrir hrifninguna sem greip hann, við komu hennar fram á leikpallinn. —Ég er hrædd um. að ég sé engu nær. Hver getur hún verið, þessi Mary Lawless, að ég skuli aldrei hafa séð hana fyrr, sagði ungfrú Mat- lock. —Hún er ein af safn- aðar fólki mínu, sagði prest- urinn og hagræddi sér í sætinu.—Faðir hennar var stóriðnaðarmaður í útlöndum um margra ára skeið. Hún sjálf ólst upp hér í héraði eins og r.okkurskonar munaðar- leysingi. En nú fyrir þrem vikum kom faðir hennar hingað alfarinn og lifa þau nú í litlu húsi utarlega í þorpinu. —Þetta hljómar eins og æfintýra saga, sagði ungfrú Matlock kuldalega. En hafðu nú hljótt um þig hr. Gas- coyene, því nú ætlar uppá- haldið þitt að sýna list sína, Píanóleikarinn framleiddi hina fyrstu tóna af laginu “Home Sweet Home”, og Mary Lawless var byrjuð að syngja. Felix Lyte hafði krosslagt fæturnar og dregið sjálfan sig í eins konar kuð- ung líkt og maður með óþol- andi innan kvalir. Hann lét höfuðið síga ofan á bring- una leit út í alla staði iíkt og maður, sem þjáist mjög mik- ið. En ungfrú Lawless var ekki nema rétt byrjuð á laginu, er herra Lyte settist upp og einblíndi á söngstúlk- una með sérstakri eftirtekt. Ef þetta hefði verið í London þá er engin efi á þvi, að þessu hefði verið veitt sér- stök eftirtekt af áhorfendun- um, því hr, Lyte var frægur söngmaður er hafði lært í út- löndum ogþað, að hann skyldi sýna það með látbragði sínu, að hann var hrifinn af söng ungfrú Lawless, vóru mikil meðmæli með hennar söng, en þetta mylnufólk hafði ekki mikla þekkingu á söng og var því ekki fært um, að dæma hvort sungið var af list eða ekki. En mylnufólkið hafði æfinlega unun af, að heyra ungfrú Lawless syngja, og er hún hafði sungið lagið til enda kvað við fagnaðaróp og lófa- klapp um allann salinn. En ungfrú Matlock hvíldi sínar hvítu hendur í kjöltu sinni og klappaði ekki.

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.