Dagrenning - 01.12.1939, Page 13
DAGRENNING
—Þetta var ekki svo af-
leitt, sagði hún við prestinn,
er háfaðanum hafði slotað.
—Hún gerir frekar vel fyrir
stúlku af hennar stétt,
Presturinn, sem klappaði
af ákafa miklnmog var rjóð-
ur í andliti ogljómaði af hrif-
ningu af söngnum og fram-
komu söngmeyjarinnar, vék
sér nú að ungfrú Matlock.
—Ég álít, að söngur ung-
frúarinnar verðskuldi meira
lof en það, að vera kallaður
aðems “ekki svo afleitur”.
Jafnvel hr. Lyte, hvers dóm-
greind þú metur svo mikils,
virðist vera stórlega hrifinn
af söngnum.
Ungfrú Matlock varð litið
þangað, sem hr. Lyte sat hjá
föður hennar, og heyrir hún,
að hann er að hrósa söngnum
við Sir James, og segir:
—Þetta var ágætt, in-
dælt! Ef ungfrúin hefði ráð
til þess, að fara til útlanda og
njóta tilsagnar í söng um
nokkra mánuða skeið, þá
mundi hún óefað hrífa alla
Evrópu með söng sínum.
Sir James, sem hafði ver-
ið hálf sofandi, reisti sig upp
í sætinu með sjáanlegum erf-
431
iðismunnm, og sagði eins og
út á þekju; — Virkilega?
Nú átti ungfrú Lawless
að syngja aftur.
Dökkleitur maður í blárri
yfirhöfn sat að baki hr. Lyte.
Beigði hann sig áfram eins og
til þess að geta heyrt það sem
hinn mikli sönglistamaður
segði, en er sönguriun byrj-
aði aftur, hallaði hann sér að
stólbakinu og tók að hlýða á
hann með stakri eftirtekt.
—Hver er hún? spurði
hr. Lyte, er söngurinn var á
enda.
Sir James var því ekki
nógu kunnugur, en hann
vissi að presturinn þekti
hana, og bað hann Gascoyne
að verða fyrir svörum.
—Faðir hennar er hér í
salnum, sagði presturinn. —
Þarna er hann í þriðju röð
til baka, á öðrum stól frá
enda. Hann er stór maður
þreklega vaxinn, með skeipu-
legt andlit.
Lyte sneri sér ögn til að
koma auga á þennan mann,
en rétt í því, að hann sneri
sér við, reis úr sæti sínu þessi
dökkleiti maður er setið haf-
ði fyrir aftan hann, og fór