Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 1

Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 1
2 3 5 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Ætla að boxa Skugga-Svein Grundfirðingur í Gautaborg Lífið ➤ 26 Sport ➤ 14 Mitsubishi Eclipse Cross PHEV Nýja ljósið í skammdeginu Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl fyrir áramót á frábæru verði frá aðeins 5.490.000 kr. til afhendingar strax. HEKLA · Laugavegi 170-174 · hekla.is/mitsubishisalur Eitt Hjalteyrarbarnanna segist hafa trúverðugar upp- lýsingar um að komið hafi verið í veg fyrir rannsókn á sínum tíma til að vernda opinbera persónu. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Steinar Immanúel Sörens- son, eitt Hjalteyrarbarnanna, segir að sér hafi borist nýjar og sláandi upplýsingar frá lögmanni í gær, sem kunni að skýra hvers vegna rann- sókn á barnaheimilinu á Hjalteyri við Eyjafjörð hafi ekki farið fram á sínum tíma eða hún jafnvel verið stöðvuð. Hann telur upplýsingarnar mjög trúverðugar. „Þetta eru upplýsingar um að Hjalteyrarmálið hafi verið þaggað niður þar sem um þjóðþekktan ein- stakling hafi verið að ræða. Einstak- ling sem að nokkru leyti bar ábyrgð á að svo fór sem fór og að málið var ekki upplýst á sínum tíma,“ segir Steinar. „Mér brá mjög illa, því mig hefur alltaf grunað að eitthvað ósagt stæði í veginum fyrir því að rann- sóknin færi fram,“ segir Steinar. „Mig hefur grunað þetta í mörg ár, allt frá því að ég hóf baráttuna fyrir því að réttlætið fengi framgang, en mig óraði aldrei fyrir að mögulega væri verið að halda hlífiskildi yfir opinberri persónu á kostnað okkar barnanna,“ bætir hann við. Tímabilið sem Steinar vísar til er þegar rannsóknir stóðu sem hæst á öðrum barnaheimilum með vinnu Vistheimilanefndar. Lauk þeirri rannsókn í sumum tilvikum með afsökunarbeiðni og sanngirnis- bótum. Ekkert var aðhafst vegna Hjalteyrarheimilisins. Þá segir Steinar að bjartsýni hafi kviknað eftir að ráðherrar töluðu fyrir því í síðustu viku að málið yrði tekið upp með nýrri rannsókn. Með ráðherraskiptunum nú upplifi Hjalt eyrarbörnin nýja óvissu. „Við viljum fá loforð frá nýjum dómsmálaráðherra um að málið verði ekki aftur látið hverfa. Ótti okkar liggur í því að málið verði aftur látið falla milli skips og bryggju,“ segir Steinar. n Fékk nýjar upplýsingar um þöggun og yfirhilmingu í Hjalteyrarmálinu Steinar Sörensson STJÓRNMÁL „Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona ójafnt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmála- fræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, en af tólf ráðherrum eru tíu frá Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Hinir koma frá Akranesi og Syðra-Langholti, hvoru tveggja í klukkutíma akstursfjarlægð frá borginni. Í fyrsta skipti á Norð- austurkjördæmi ekki ráðherra. Ýmis andvana fædd mál fyrri stjórnar hafa verið lögð á hilluna í nýjum sáttmála, svo sem stofnun þjóðarsjóðs, afglæpavæðing neyslu- skammta og Miðhálendisþjóðgarð- ur. Mikil áhersla er á loftslagsmálin og velferðarmál en lítið um umdeild mál á dagskrá, segir meðal annars í ítarlegri fréttaskýringu. SJÁ SÍÐU 8 Landsbyggðinni gefið langt nef Annar flokkur Vals lét ekki snjómuggu gærdagsins hindra sig í að komast á fótboltaæfingu. Þeir mættu galvaskir á völl séra Friðriks og tóku til hendinni. Mokuðu hraðar en snjónum kyngdi niður og fóru svo að sparka sín á milli, hressir og kátir með skófluna tilbúna á hliðarlínunni ef það skyldi fara aftur að snjóa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.