Fréttablaðið - 30.11.2021, Síða 4
Þrátt fyrir að markmið
um 55 prósenta sam-
drátt sé ekki á pari við
markmið hinna Norð-
urlandanna er það
mikilvægt skref í rétta
átt.
Tinna
Hallgrímsdóttir,
formaður Ungra
umhverfissinna
100% RAFMÖGNUÐ
ÍTÖLSK HÖNNUN
FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI
RAFMAGNSSMÁBÍLLINN.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN
MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI.
urduryrr@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórð-
arson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sem áður var innanríkis-
ráðherra, tók í gær við lyklum að
ráðuneyti umhverfis-, orku- og
loftslagsmála. „Það er heiður að fá
traustið til að gera það,“ segir Guð-
laugur Þór. „Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um mikilvægi
þessa málaflokks.“
Guðlaugur segist vera meðvit-
aður um að verkefnið sem hann fær
í hendurnar sé mjög krefjandi og
mikilvægt sé að um það náist góð
sátt meðal allra sem tengjast því.
„Það spannar næstum alla þjóðina,“
segir hann.
Einhverjir ráku upp stór augu
þegar í ljós kom að Guðlaugur fengi
þetta ráðuneyti en ekki þingmaður
Vinstri grænna, sem hafa verið
þekktari fyrir að beita sér fyrir
loftslagsmálum. Guðlaugur segist
ekki átta sig á því hvers vegna það
sé.
„Ef við skoðum sögu Sjálfstæðis-
f lokksins þá höfum við alltaf
verið framarlega þegar kemur að
umhverfismálum,“ segir Guðlaugur
Þór. Hann bendir einnig á að hann
hafi sjálfur beitt sér fyrir mála-
f lokknum sem utanríkisráðherra
auk þess að hafa tekið þátt í gras-
rótinni og ungliðahreyfingunni.
Það vakti einnig athygli að það
sem áður var umhverfis- og auð-
lindaráðuneytið sé nú umhverfis-,
orku- og loftslagsráðuneytið. Guð-
laugur segir það mikilvægt að sam-
ráð sé á milli þessara málaflokka.
„Við erum að fara í græna bylt-
ingu, við erum að fara í orkuskipti.
Við erum að fara úr jarðefnaelds-
neyti og í enn auknum mæli í
græna orku þannig að við þurfum
alltaf að ræða þessi mál í sam-
hengi,“ segir Guðlaugur.
Tinna Hallgrímsdóttir, formaður
Ungra umhverfissinna, segir það
miður að í stjórnarsáttmálanum sé
ekki minnst á samráð við almenn-
ing, hagsmuna- eða félagasamtök
þegar kemur að ákvörðunartöku í
loftslags- og umhverfismálum.
„Þetta er áhyggjuefni þar sem
uppbyggilegt samráð er lykill-
inn að betri lausnum við stórum
vandamálum svo sem loftslags-
vánni sem og að mynda sátt um
þær ákvarðanir sem eru teknar til
að sporna við loftslagsbreytingum
og annarri umhverfisvá,“ segir
Tinna.
Hreyfingin vonast til að sjá átak
hvað það varðar á kjörtímabilinu.
„Enda er þetta eitt af þeim mál-
efnum sem ríkisstjórnarflokkarnir
þrír fengu allir stig fyrir í Sólinni
– einkunnagjöf Ungra umhverfis-
sinna fyrir kosningarnar í lok sept-
ember,“ segir hún.
Tinna segir það jákvætt að Ísland
sé búið að setja sér sjálfstætt mark-
mið um samdrátt í losun á beina
ábyrgð stjórnvalda fyrir árið 2030
miðað við árið 2005. „Þrátt fyrir að
markmið um 55 prósenta samdrátt
sé ekki á pari við markmið hinna
Norðurlandanna er það mikilvægt
skref í rétta átt. Nauðsynlegt er að
lögfesta markmiðið og uppfæra
aðgerðaáætlun í samræmi við það
til að tryggja að það raungerist.“
Ungir umhverfissinnar fögn-
uðu því einnig að tekin væri skýr
afstaða gegn leyfi fyrir olíuleit í
lögsögu Íslands. „Enda er ljóst að
lágkolefnahagkerfi framtíðarinnar
verður ekki knúið af jarðefnaelds-
neyti,“ segir Tinna. n
Guðlaugur Þór boðar græna byltingu
Guðlaugur Þór tók við lyklunum í gær. Flokkur hans fékk 21 stig af 100 í einkunnagjöf Sólarinnar í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Loftslagsmál skipa stóran sess
í nýja stjórnarsáttmálanum.
Sumir ráku upp stór augu
þegar tilkynnt var að Guð-
laugur Þór Þórðarson fengi
ráðuneyti umhverfis-, orku-
og loftslagsmála en hann
hefur sinnt málaflokknum á
ýmsum vettvangi.
bth@frettabladid.is
ÞJÓÐKIRKJAN Bisk up Íslands,
Agnes M. Sigurðardóttir, og vígslu-
biskup, Sólveig Lára Guðmunds-
dóttir, skipta nú með sér verkum
sem almennt eru á könnu biskups.
Pétur Markan biskupsritari segir
það einn þátt í starfi vígslubiskupa
að létta undir með biskupi.
„Þær skipta með sér verkum
þessa dagana, það er mjög mikið
álag á Biskupsstofu,“ segir Pétur
Markan.
Pétur segir að ekki hafi reynt
mikið á að embættinu hafi verið
deilt með þessum hætti utan þeirra
tilvika þegar biskup fer utan á
vegum kirkjunnar eða er í leyfi.
Agnes sat ekki Kirkjuþing í síð-
ustu viku en var viðstödd setningu
Alþingis. n
Biskupar skipta
með sér verkum
ser@frettabladid.is
DÝRAHALD Ráðherraráð Evrópu-
sambandsins í Brussel hefur nú til
meðferðar nýsamþykkta ályktun
Evrópuþingsins í Strassborg um
bann við innflutningi hrossakjöts
og PMSG-hormóna úr hryssum frá
þeim löndum utan sambandsins
sem leyfa blóðmerahald.
Ályktunin var samþykkt með 452
atkvæðum gegn 170, en 76 þing-
menn sátu hjá.
Aðeins fjögur lönd heiminum
heimila blóðmerahald í þeim til-
gangi að búa til hormón sem spraut-
að er í gyltur til að auka frjósemi
þeirra, en löndin eru Argentína,
Kína, Ísland og Úrúgvæ.
Raunar er blóðmerahald enn
stundað á einum bæ í sambands-
landinu Thüringen í Þýskalandi, en
ágreiningur hefur verið á milli sam-
bandslandsins og sambandsríkisins
um hver fer með lögsögu málsins og
fyrir vikið er enn stunduð blóðtaka
úr merum á bænum. n
Blóðmerahald
bannað í Evrópu
Blóðmerahald er nú til skoðunar í
Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Snemma á næsta
ári stendur til að taka í gagnið Geð-
heilsumiðstöð barna hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins (HH). Með
miðstöðinni verður ýmis þjónusta
sem veitt er í dag sameinuð.
Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri geðheilbrigðis-
þjónustu HH, segir að breytingarnar
muni stuðla að styttri biðlistum
Unnið á biðlistum barna með ADHD
Guðlaug Unnur
Þorsteinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri geðheil-
brigðisþjónustu
HH
ásamt því að auka meðferðarúr-
ræði fyrir börn og unglinga með geð-
rænan vanda. „Þetta er styrking og
útvíkkun í þjónustu við börn í svo-
kallaðri annarrar línu þjónustu, sem
er þjónusta mitt á milli þess að vera
spítalaþjónusta og heilsugæsluþjón-
usta,“ segir Guðlaug.
Óskar Reykdalsson, forstjóri HH,
segir klárlega þörf fyrir Geðheilsu-
miðstöð barna innan heilsugæsl-
unnar.
„Við vonum að þetta verði til þess
að við náum að sinna þessum börn-
um betur og þar af leiðandi hafa áhrif
fyrir lífstíð. Þetta er svo mikilvægur
tími í lífi þessara barna,“ segir Óskar.
Hann segir stærstu áskorunina
núna vera að ráða fólk til starfa innan
verkefnisins. Auglýst verði eftir for-
stöðumanni um næstu mánaðamót
en áætlað sé að um 55 starfsmenn
muni starfa við Geðheilsumiðstöð-
ina. n
4 Fréttir 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ