Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 14
25. september var kosið til Alþingis hér. 26. september kusu Þjóðverjar til síns sambandsþings, Bundestag. Í báðum löndum hafa nú þriggja flokka stjórnir verið myndaðar. Í Þýzkalandi eru Sósíaldemó- kratar, Græningjar og Frjálsir demó- kratar á ferð. Fyrirsögnin á við nýjan þýzkan stjórnarsáttmála. Fyrir undirrituð- um er hann stórkostlegur, og vænti ég þess, að hann mun ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýzkalandi, heldur líka hafa góð og uppbyggileg áhrif í Evrópu allri. Jafnvel á Íslandi. Því miður, get ég ekki heimfært þessa fyrirsögn á nýja íslenzka ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, þó að auðvitað sé hér líka góður vilji og ýmsir góðir menn kallaðir til verka. Ánægju- eða gleðiskorturinn með nýja íslenzka stefnuskrá og ríkisstjórn stafar af því, að hér virðist mest vera á ferðinni gamalt vín á nýjum belgjum. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrra lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Tilfæringar innan ráðuneyta og ný heiti þjóna kannske einhverjum praktískum tilgangi, en þessi vinna á að vera samstarf ráðherra, og því eru þessar tilfæringar meira yfir- borðsmál, sem litlu breyta um inni- hald eða efni. Sjónhverfingar? Þýzkur stjórnarsáttmáli liggur fyrir, og skýrir hann kannske betur, en mörg orð, mína hrifningu af honum: Loftslagsvernd: Þessi nýja ríkisstjórn tekur þetta grundvallarmál framtíðar manna á jörðinni engum vettlingatökum. Fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið, að hætta kolavinnslu og framleiðslu rafmagns úr kolum 2038. Nýja ríkisstjórnin setur aðra for- gangsröð: Heill komandi kynslóða skuli ganga fyrir. Kolavinnslu og orkuframleiðslu úr kolum skal hætt 2030. Á sama hátt skal kolvetnis- hlutleysi nú náð mun fyrr, en áður stóð til: 2045. 25% hækkun á lægstu laun: Þeir launamenn, sem fá lægst laun, eru þeir, sem þiggja tímalaun. Lægstu tímalaun hafa verið 9,60 evrur. Með einu slagi hækka lægstu tímalaun nú í 12,00 evrur. Um 25%. Það verða allir að komast af! Innleiðing „Bürgergeld“ eða borgaralauna: Afkomutrygging hinna verst settu. Sama sjónarmið. Atvinnulausir, fatlaðir, veikir, eldri borgarar og aðrir, sem minna mega sín, verða líka að geta lifað mannsæmandi lífi. Borgaralaun eiga að leysa flókið og margþætt tryggingar- og styrkja- kerfi af hólmi. Borgaralaunin eiga að tryggja grunnafkomu allra. Stórfellt átak í húsbyggingum: Þetta gengur líka út á meiri jöfnuð og meira réttlæti í þjóðfélaginu. Byggja á f leiri íbúðir en nokkru sinni fyrr, skv. föstu og skilgreindu plani, til að tryggja hagstætt íbúðar- verð og viðráðanlegt leigugjald leigjenda. Stórátak í þróun staf rænna lausna/kerfa: Ný þýzk ríkisstjórn skilur, að for- senda fyrir velfarnaði og hagsæld, forsenda þess, að ríkið geti tekið á sig ný útgjöld til jöfnunar lífskjara og staðið fyrir öflugri þróun þjóð- félagsins, er framsækið atvinnulíf, öf lugur hagvöxtur, góða af koma fyrirtækja og auknar skattatekjur. Þess vegna vill ný ríkisstjórn gera Þýzkaland að leiðandi ríki heims í fjórðu iðnbyltingunni – innleiðingu stafrænna lausna við hvers konar þróun, framleiðslu og rekstur, líka á sviði samskipta og samgangna, í raun á f lestum sviðum mann- og atvinnulífs – en þessi iðnbylting mun stórauka hagkvæmni, hraða, nákvæmni, virkni, afköst – fram- leiðni – á nánast öllum sviðum. Aukin mannúð: Flóttamenn eiga líka rétt: Ný ríkisstjórn vill stórauka mann- úð, móttökumöguleika og aðbúnað þeirra, sem flýja stríð, ofbeldi, órétt- læti, atvinnuleysi og örbirgð, og bæta aðstöðu þeirri og tækifæri í Þýzkalandi. Friday for Future – Réttur unga fólksins: Ný ríkisstjórn virðir rétt unga fólks- ins, þeirra, sem taka eiga við og erfa skulu landið, og færir kosningarétt niður í sextán ár, þannig, að unga fólkið fái betri aðgang að áhrifum og völdum. Kannabis lögleitt: Á grundvelli þess, að vísindamenn telja kannabis hættuminna en áfengi og tóbak, og, einkum, af því að kannabis býr yfir viðurkenndum og áhrifamiklum lækningamætti, einkum á sviða verkja- og kvala- stillingar, verður kannabis lögleitt. Þá komum við að því, sem þýzka ríkisstjórnin nýja ákvað, að ekki yrði gert: n Skattar verða ekki hækkaðir. n Skuldabremsa verður sett á ríkis- sjóð frá 2023 (eftir Covid?), þann- ig, að þýzka ríkið má ekki auka skuldir sínar. n Hraðatakmarkanir verða ekki settar á þýzkar hraðbrautir, en þar verða – þrátt fyrir frjálsan hraða víða – ekki f leiri slys, en þar sem hraðatakmarkanir gilda. Það er mat undirritaðs, að f lest það bezta í stefnumálum þessara þriggja f lokka hafi náð fram að ganga í þessum stjórnarsáttmála. Ráðherrar, eða ígildi ráðherra, virðast verða sautján. Átta ganga til Sósíaldemókrata, fimm til Græn- ingja og fjórir til Frjálsra demókrata. Þetta er í fyrsta sinn, sem Græningj- ar koma að sambandsstjórninni. Olaf Scholz, Sósíaldemókrati, verður kanslari. Sléttur maður og felldur, að sjá, en þar fer klár og öfl- ugur innri maður. Robert Habeck, annar formanna Græningja, fær súperráðuneyti; loftslagsverndar- og viðskiptaráðu- neyti. Engin lagasetning mun geta tekið gildi, nema hún hafi fyrst fengið grænt ljós í loftslagsráðuneytinu. Loftslags- og umhverfisvernd mun verða rauður þráður í allri lagasetn- ingu og stjórnsýslu. Christian Lindner, formaður Frjálsra demókrata, verður fjár- málaráðherra. Annalena Baerbock, hinn for- maður Græningja, verður utanrík- isráðherra. Verkefni hennar verður m.a. að vinna að og tryggja fram- gang grænna mála víða um lönd. Umhverfisráðuneyti og næringar- og landbúnaðarráðuneyti verða í höndum ráðherra Græningja. Þetta er mikið gleðiefni fyrir und- irritaðan, því þessi ráðstöfun mun leiða til stórfelldra frekari umbóta í umhverfis-, náttúru- og dýravernd. Menn geta nú borið saman ofan- greint prógramm nýrrar þýzkrar ríkisstjórnar, og það, sem hér er á dagskrá. Fyrir mér vantar því miður þann neista hér, til frelsis frá gamalli og lúinni aðferðafræði, í nýjar, frum- legar og framfarasinnaðar lausnir, sem setja mark sitt á þá þýzku. n Nýr stórkostlegur stjórnarsáttmáli … Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaup- sýslumaður og stjórnmálarýnir Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrra lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Dómur Landsréttar 12. nóvember 2021 í máli nr. 266/2020 Dómsorð: Aðaláfrýjendur Familían ehf., Hrefna Bachmann, Margrét Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann eru sýkn af kröfum gagnáfrýjenda, Guðbjargar Jónsdóttur, Gunnars Rafns Jónssonar, Katrínar Jónsdóttur, Kristins Jónssonar, Kristjönu Jónsdóttur, Sigrúnar Jónsdóttur, Sveinbjörns Jónssonar, Þórhildar Jónsdóttur og Þorsteins Jónssonar, um afhendingu á frumgerðum eða eftir- gerðum þeirra myndverka sem dómkröfur gagnáfrýjenda taka til. Aðaláfrýjendum Familíunni ehf., Hrefnu Bachmann, Margréti Þorsteinsdóttur og Þorsteini Bachmann er sameiginlega gert að greiða gagnáfrýjendum óskipt 2.685.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi Fabrik ehf. greiði gagnáfrýjendum óskipt 655.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Öllum aðaláfrýjendum er sameiginlega gert að greiða gagnáfrýjend- um óskipt 370.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg- ingu frá 1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjendur Familían ehf., Hrefna Bachmann, Margrét Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann skulu sameiginlega fá dómsorð dóms þessa birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. www.DORMA.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði JÓLIN ERU Í DORMA Komdu og kíktu á jólatilboðin LICATA hornsófi Hornsófi. Nettur og fallegur. Koníaksbrúnt bonded leður. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 262 x 226 x 82 cm. Verð: 269.900 kr. Nú 215.920 kr. 20% AF LICATA JÓLA- AFSLÁTTUR DORMA LUXE heit dúnsæng 140×200 cm. 800 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. 29.900 kr. NÚ 23.920 kr. STÓRI BJÖRN koddi 50x70 cm. 700 g. 50% dúnn og 50% smáfiður. 7.900 kr. NÚ 6.320 kr. DORMA LUXE Heit sæng DORMA ullarsæng 140×200 cm. Vistvæn sæng með Oekotex vottun. 21.900 kr. NÚ 17.520 kr. DORMA CLASSIC koddi 50x70 cm. Hollow fiber. 800g. 4.900 kr. NÚ 3.920 kr. Verðdæmi: 180x200 cm. með Classic botni og fótum. 289.900 kr. NÚ 238.420 kr. DORMA ullarkoddi 50x70 cm. Vistvænn koddi með Oekotex vottun. 9.900 kr. NÚ 7.920 kr. DORMA CLASSIC sæng 140x200 cm. Hollow fiber. 1.345g. 13.900 kr. NÚ 11.120 kr. Sealy HYATT heilsurúm með classic botni Sex mismunandi svamplög í Sealy Hyatt heilsudýnunni og þau ásamt náttúrulegum trefjum og þykkum toppi gera það að verkum að þú hvílist fullkomlega og snýrð þér mun minna en í venjulegri gormadýnu .Dýnan er með Oek-Tex vottun um að engin skaðleg efni eru í dýnunni. 20% AFSLÁTTUR af dýnu og 10% af botni. JÓL 14 Skoðun 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.